Að stjórna umræðunni 12. ágúst 2005 00:01 Guardian birtir í morgun frásögn af ákærunum í Baugsmálinu. Blaðið virðist hafa fengið þær í hendur – og náð að þýða þær. Spurning er: Hver lak? Eftir því sem fjölmiðlamenn á Íslandi best vita er Gestur Jónsson, lögmaður Baugs, enn uppi í sumarbústað. Böndin hljóta þó að beinast að Baugi sjálfum. Kunningi minn sem starfar við almannatengsl spáði því að ákærunum yrði komið í fjölmiðla í Bretlandi þremur til fjórum dögum áður en þær birtast hér eftir réttarhlé. Þannig myndu Baugsmenn freista þess að stjórna umræðunni eins og þeir hafa gert hingað til. Það er ljóst að mikið áróðursstríð er í gangi. Manni skilst að Baugur hafi almannatengslafyrirtæki að störfum fyrir sig í Bretlandi. Það er ennþá mikilvægara fyrir fyrirtækið að halda andlitinu þar en hér á Íslandi. Þar eru stærri fjárhæðir í húfi. Fréttir sem birtast í Bretlandi hafa líka tilhneigingu til að berast hingað heim á örskömmum tíma. --- --- --- Fréttin í Guardian gerir fremur lítið úr ákærunum. Útgangspunkturinn er að Jón Ásgeir Jóhannesson sé ákærður fyrir að svindla til að ná sér í McDonald´s hamborgara og pylsu. Ekki fyrr en seinna í greininni, þangað sem fæstir ná að lesa nema þeir allra áhugasömustu, er komið að alvarlegri ákæruatriðum – til dæmis um falsaðan reikning upp á 589,980 dollara. Á öðrum stað segir að ákærurnar byggi að miklu leyti á innri endurskoðun á Baugi sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hafi gert til að tryggja að bókhald fyrirtækisins stæðist ítrustu kröfur í kjölfar Enron-hneykslisins í Bandaríkjunum. Starfsmaður KPMG er í hópi hinna ákærðu í málinu. Annars getið þið lesið Guardian fréttina hér. Hún hlýtur að teljast ansi jákvæð fyrir Baug; þeir eru að ná að stjórna umræðunni ansi vel – enn sem komið er. Manni finnst næstum eins og þeir hafi skrifað fréttina sjálfir! --- --- --- Meira úr bresku blöðunum. Observer skýrir frá því um helgina að sala á neysluvarningi í Bretlandi hafi ekki verið minni síðan 1999. Þetta er að gerast í kjölfar neyslufyllerís sem hefur staðið mörg ár í þeirri tegund verslana sem á ensku kallast "high street". Það er einmitt þar sem Baugur hefur verið að fjárfesta. Yfirleitt hefur sala í þessum verslunum verið mjög góð á þessum árstíma, en þetta árið byrja útsölurnar snemma – til dæmis í búðum eins og Debenhams og French Connection. Hryðjuverkin í London eiga einhvern þátt í þessu en ekki síður ögn versnandi efnahagsástand í Bretlandi og mikil skuldsetning almennings. Einn sérfræðingur segir þó að Bretar séu búnir að "versla sér til óbóta". Það skipti engu máli hversu ódýrar vörurnar séu – fólk sé farið að fá þá tilfinningu að það sé nóg komið. Hvenær skyldi sú tilfinning gera vart við sig á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Guardian birtir í morgun frásögn af ákærunum í Baugsmálinu. Blaðið virðist hafa fengið þær í hendur – og náð að þýða þær. Spurning er: Hver lak? Eftir því sem fjölmiðlamenn á Íslandi best vita er Gestur Jónsson, lögmaður Baugs, enn uppi í sumarbústað. Böndin hljóta þó að beinast að Baugi sjálfum. Kunningi minn sem starfar við almannatengsl spáði því að ákærunum yrði komið í fjölmiðla í Bretlandi þremur til fjórum dögum áður en þær birtast hér eftir réttarhlé. Þannig myndu Baugsmenn freista þess að stjórna umræðunni eins og þeir hafa gert hingað til. Það er ljóst að mikið áróðursstríð er í gangi. Manni skilst að Baugur hafi almannatengslafyrirtæki að störfum fyrir sig í Bretlandi. Það er ennþá mikilvægara fyrir fyrirtækið að halda andlitinu þar en hér á Íslandi. Þar eru stærri fjárhæðir í húfi. Fréttir sem birtast í Bretlandi hafa líka tilhneigingu til að berast hingað heim á örskömmum tíma. --- --- --- Fréttin í Guardian gerir fremur lítið úr ákærunum. Útgangspunkturinn er að Jón Ásgeir Jóhannesson sé ákærður fyrir að svindla til að ná sér í McDonald´s hamborgara og pylsu. Ekki fyrr en seinna í greininni, þangað sem fæstir ná að lesa nema þeir allra áhugasömustu, er komið að alvarlegri ákæruatriðum – til dæmis um falsaðan reikning upp á 589,980 dollara. Á öðrum stað segir að ákærurnar byggi að miklu leyti á innri endurskoðun á Baugi sem endurskoðunarfyrirtækið KPMG hafi gert til að tryggja að bókhald fyrirtækisins stæðist ítrustu kröfur í kjölfar Enron-hneykslisins í Bandaríkjunum. Starfsmaður KPMG er í hópi hinna ákærðu í málinu. Annars getið þið lesið Guardian fréttina hér. Hún hlýtur að teljast ansi jákvæð fyrir Baug; þeir eru að ná að stjórna umræðunni ansi vel – enn sem komið er. Manni finnst næstum eins og þeir hafi skrifað fréttina sjálfir! --- --- --- Meira úr bresku blöðunum. Observer skýrir frá því um helgina að sala á neysluvarningi í Bretlandi hafi ekki verið minni síðan 1999. Þetta er að gerast í kjölfar neyslufyllerís sem hefur staðið mörg ár í þeirri tegund verslana sem á ensku kallast "high street". Það er einmitt þar sem Baugur hefur verið að fjárfesta. Yfirleitt hefur sala í þessum verslunum verið mjög góð á þessum árstíma, en þetta árið byrja útsölurnar snemma – til dæmis í búðum eins og Debenhams og French Connection. Hryðjuverkin í London eiga einhvern þátt í þessu en ekki síður ögn versnandi efnahagsástand í Bretlandi og mikil skuldsetning almennings. Einn sérfræðingur segir þó að Bretar séu búnir að "versla sér til óbóta". Það skipti engu máli hversu ódýrar vörurnar séu – fólk sé farið að fá þá tilfinningu að það sé nóg komið. Hvenær skyldi sú tilfinning gera vart við sig á Íslandi?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun