Kosningabarátta á Bláhorninu 31. ágúst 2005 00:01 "Áttunda sætið er það sæti sem skiptir máli þegar upp er staðið," segir Gústaf Adolf Níelsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Gústaf skilgreinir sjálfan sig sem sjálfstæðismann af klassískum skóla en hefur ekki áður tekið þátt í prófkjöri eða skipað sæti á framboðslista. Hann starfaði þó í ungliðahreyfingu flokksins á sínum yngri árum. Gústaf stýrir tveimur daglegum þáttum á Útvarpi Sögu, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu, og hyggst reka kosningabaráttu sína að mestu í gegnum þá. "Ég er enginn auðmaður og hef ekki peninga til að moka í þetta en nota það sem hendi er næst. Ég er svo blessunarlega heppinn að vinna á frjálsum fjölmiðli en ekki á ríkismiðli," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bítast sem kunnugt er um fyrsta sætið. Gústaf telur ágætt að tveir menn takist á um oddvitaembættið en segir um leið að tvímenningarnir séu ekki sambærilegir. "Vilhjálmur er reynslumikill og hefur leitt þetta ágætlega. Ég þekki hann betur en Gísla Martein og styð hann en Gísli er gott efni, það leikur enginn vafi á því." Gústaf segir Sjálfstæðisflokkinn ekki á flæðiskeri staddan þegar kemur að ungu fólki og nefnir Kjartan Magnússon sérstaklega til sögunnar. "Kjartan hefur verið lengi í þessu og ég skil ekki hvers vegna menn horfa ekki frekar til hans þegar rætt er um að það þurfi ungt fólk í forystusveitina í borginni. Svo höfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jórunni Frímannsdóttur." Gústaf hefur sterkar skoðanir á frammistöðu R-listans og segir árangur hans við stjórn borgarinnar ekkert sérstakan. "Borgin hefur misst það frumkvæði sem hún hafði. Vöxturinn er annars staðar og þar ræður lóðaskorturinn í borginni mestu. Ég held að það yrði hreinasta óheppni ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vinna kosningarnar," segir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
"Áttunda sætið er það sæti sem skiptir máli þegar upp er staðið," segir Gústaf Adolf Níelsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, sem ætlar að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Gústaf skilgreinir sjálfan sig sem sjálfstæðismann af klassískum skóla en hefur ekki áður tekið þátt í prófkjöri eða skipað sæti á framboðslista. Hann starfaði þó í ungliðahreyfingu flokksins á sínum yngri árum. Gústaf stýrir tveimur daglegum þáttum á Útvarpi Sögu, Bláhorninu og Síðdegisspjallinu, og hyggst reka kosningabaráttu sína að mestu í gegnum þá. "Ég er enginn auðmaður og hef ekki peninga til að moka í þetta en nota það sem hendi er næst. Ég er svo blessunarlega heppinn að vinna á frjálsum fjölmiðli en ekki á ríkismiðli," segir hann. Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson bítast sem kunnugt er um fyrsta sætið. Gústaf telur ágætt að tveir menn takist á um oddvitaembættið en segir um leið að tvímenningarnir séu ekki sambærilegir. "Vilhjálmur er reynslumikill og hefur leitt þetta ágætlega. Ég þekki hann betur en Gísla Martein og styð hann en Gísli er gott efni, það leikur enginn vafi á því." Gústaf segir Sjálfstæðisflokkinn ekki á flæðiskeri staddan þegar kemur að ungu fólki og nefnir Kjartan Magnússon sérstaklega til sögunnar. "Kjartan hefur verið lengi í þessu og ég skil ekki hvers vegna menn horfa ekki frekar til hans þegar rætt er um að það þurfi ungt fólk í forystusveitina í borginni. Svo höfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Jórunni Frímannsdóttur." Gústaf hefur sterkar skoðanir á frammistöðu R-listans og segir árangur hans við stjórn borgarinnar ekkert sérstakan. "Borgin hefur misst það frumkvæði sem hún hafði. Vöxturinn er annars staðar og þar ræður lóðaskorturinn í borginni mestu. Ég held að það yrði hreinasta óheppni ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki vinna kosningarnar," segir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira