Davíð hættir í stjórnmálum 7. september 2005 00:01 Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar. Með skömmum fyrirvara var boðað til fundar með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn í Valhöll í dag og menn gerðu sér grein fyrir að stórtíðinda var að vænta. Fundurinn stóð í klukkustund og svo hitti Davíð Oddsson fjölmiðlamenn. Þar sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að vera ekki í kjöri til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í október. Þá sagðist hann einnig hafa ákveðið að láta af starfi utanríkisráðherra og hagstofuráðherra 27. september næstkomandi á ríkisráðsfundi sem þá yrði haldinn. Þá tekur Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, við embætti utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra verður fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður sjávarútvegsráðherra. Ásta Möller varaþingmaður tekur sæti á Alþingi. Davíð sagðist kveðja stjórnmálin með söknuði þar sem þau hefðu verið hans líf og yndi. Hann hefði heyrt það stundum að menn vildu ekki í stjórnmálum vera vegna þess amsturs og áníðslu sem sumir teldur að fylgdu þeim, sérstaklega varðandi framgöngu fréttamanna. Þeir hefðu þó farið furðuvel með hann í gengum tíðina þannig að þeir ættu ekki heiðurinn af því að hann væri að hætta. Þá sagði hann einkalíf sitt hafa verið látið í friði nema hann hefði gefið sérstakt tilefni til þess. Menn þurftu ekki að velta sér lengi fyrir sér hvað yrði um Davíð Odddsson. Hann fer í Seðlabankann eins og svo margir stjórnmálamenn á undan honum. Davíð sagði að 20. október myndi hann taka við starfi sem formaður bankastjórnar Seðlabankans. Þá ákvörðun hefði forsætisráðherra tekið. Frá því var gengið fyri hádegi. Birgir Ísleifur Gunnarsson lætur af störfum sem seðlabankastjóri fyrir aldurs sakir. Spurður hvort einhverjar heilsufarslegar ástæður væru fyrir ákvörðun hans sagði Davíð að raunverulega væri svo ekki að öðru leyti en því að hann hefði fengið ákveðnar áminningar um það að klukkan tifar og að hún gengi á fleiri en skákmenn. Síðastliðið ár hefði hann ekki verið á fleygiferð því tími hefði farið í endurhæfingu og aukameðferðir. Þótt þær hefðu ekki verið erfiðar eða kvalafullar þá hefðu þær dregið úr afli og krafti. Hann teldi sig nú kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi en ekki hefði farið hjá því að ef menn fengju gult spjald þá horfðu þeir á það og höguðu sér aðeins betur til þess að fá ekki rautt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
Davíð Oddsson hættir í pólitík og verður seðlabankastjóri. Ákvörðun hans, sem hann kynnti í dag, kom flatt upp á marga þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ekki einungis áhrif á hagi Davíðs Oddssonar heldur hefur hún talsverðar tilfærslur í för með sér innan ríkisstjórnarinnar. Með skömmum fyrirvara var boðað til fundar með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn í Valhöll í dag og menn gerðu sér grein fyrir að stórtíðinda var að vænta. Fundurinn stóð í klukkustund og svo hitti Davíð Oddsson fjölmiðlamenn. Þar sagðist hann hafa tekið þá ákvörðun að vera ekki í kjöri til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í október. Þá sagðist hann einnig hafa ákveðið að láta af starfi utanríkisráðherra og hagstofuráðherra 27. september næstkomandi á ríkisráðsfundi sem þá yrði haldinn. Þá tekur Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, við embætti utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra verður fjármálaráðherra og Einar K. Guðfinnsson þingflokksformaður sjávarútvegsráðherra. Ásta Möller varaþingmaður tekur sæti á Alþingi. Davíð sagðist kveðja stjórnmálin með söknuði þar sem þau hefðu verið hans líf og yndi. Hann hefði heyrt það stundum að menn vildu ekki í stjórnmálum vera vegna þess amsturs og áníðslu sem sumir teldur að fylgdu þeim, sérstaklega varðandi framgöngu fréttamanna. Þeir hefðu þó farið furðuvel með hann í gengum tíðina þannig að þeir ættu ekki heiðurinn af því að hann væri að hætta. Þá sagði hann einkalíf sitt hafa verið látið í friði nema hann hefði gefið sérstakt tilefni til þess. Menn þurftu ekki að velta sér lengi fyrir sér hvað yrði um Davíð Odddsson. Hann fer í Seðlabankann eins og svo margir stjórnmálamenn á undan honum. Davíð sagði að 20. október myndi hann taka við starfi sem formaður bankastjórnar Seðlabankans. Þá ákvörðun hefði forsætisráðherra tekið. Frá því var gengið fyri hádegi. Birgir Ísleifur Gunnarsson lætur af störfum sem seðlabankastjóri fyrir aldurs sakir. Spurður hvort einhverjar heilsufarslegar ástæður væru fyrir ákvörðun hans sagði Davíð að raunverulega væri svo ekki að öðru leyti en því að hann hefði fengið ákveðnar áminningar um það að klukkan tifar og að hún gengi á fleiri en skákmenn. Síðastliðið ár hefði hann ekki verið á fleygiferð því tími hefði farið í endurhæfingu og aukameðferðir. Þótt þær hefðu ekki verið erfiðar eða kvalafullar þá hefðu þær dregið úr afli og krafti. Hann teldi sig nú kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi en ekki hefði farið hjá því að ef menn fengju gult spjald þá horfðu þeir á það og höguðu sér aðeins betur til þess að fá ekki rautt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira