Launahækkanir óæskilegar 13. september 2005 00:01 "Ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn koma með trúverðuga áætlun varðandi hagstjórn og hvernig verðbólgu verði náð niður ætti verkalýðshreyfingin að sitja hjá og ekki gera kröfur um launahækkanir við endurskoðun á kjarasamningum," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum sem gerðir voru í fyrra hefur verkalýðshreyfingin rétt á endurskoðun samninga í nóvember vegna þess hve verðbólgan mælist hátt. "Það versta sem launafólk getur fengið er aukin verðbólga," segir Tryggvi. "Öll kaupmáttaraukning setur meiri þrýsting á verðlag. Ef laun hækka verður þrýstingurinn enn meiri og kemur fram sem verðbólga og víxlverkun launa og verðlags myndi einfaldlega komast á. Launþegar nytu kaupmáttaraukningar í skamman tíma en síðan myndi verðlagið éta hana upp. Það er afleit leið að fara og í raun ófær," segir Tryggvi. Spurður til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til svo koma megi í veg fyrir að víxlverkun launa og verðlags komist á segir hann að nauðsynlegt væri að koma á þríhliða samningi. "Ég tel að ríkið verði að koma mjög sterkt að samningum og draga eins mikið úr ríkisútgjöldum og mögulegt er. Það er ljóst að Seðlabankinn ræður tæpast við þetta einn," segir hann. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist gera sér fulla grein fyrir því að launahækkanir séu hvati til verðbólgu. "Það er hins vegar ljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar og það þurfa að koma til bætur bæði vegna verðbólgu og launahækkunum í öðrum geirum. Við ætlum ekki að sitja eftir óbætt hjá garði," segir hann. Hann segir það alveg koma til greina að semja um annað en krónutölur og prósentur. "Við þurfum að fá inn leiðréttingar og það eru margar leiðir til þess. Verðbólgan hefur verið að éta upp kauphækkanir okkar," segir hann. Tryggvi Þór er spurður hvernig hægt sé að bæta kjör launafólks án þess hækkanir verði í prósentum eða krónutölu. "Það má til dæmis gera með því að lækka skatta þótt auðvitað sé það ekki fær leið núna því þá er verið að gefa ennþá meira í og auka kaupmáttinn þannig. Einnig er hægt að auka lífeyrisréttindi, eins og gert hefur verið, sem kemur út sem sparnaður," segir Tryggvi. [email protected] Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira
"Ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn koma með trúverðuga áætlun varðandi hagstjórn og hvernig verðbólgu verði náð niður ætti verkalýðshreyfingin að sitja hjá og ekki gera kröfur um launahækkanir við endurskoðun á kjarasamningum," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt ákvæðum í kjarasamningum sem gerðir voru í fyrra hefur verkalýðshreyfingin rétt á endurskoðun samninga í nóvember vegna þess hve verðbólgan mælist hátt. "Það versta sem launafólk getur fengið er aukin verðbólga," segir Tryggvi. "Öll kaupmáttaraukning setur meiri þrýsting á verðlag. Ef laun hækka verður þrýstingurinn enn meiri og kemur fram sem verðbólga og víxlverkun launa og verðlags myndi einfaldlega komast á. Launþegar nytu kaupmáttaraukningar í skamman tíma en síðan myndi verðlagið éta hana upp. Það er afleit leið að fara og í raun ófær," segir Tryggvi. Spurður til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til svo koma megi í veg fyrir að víxlverkun launa og verðlags komist á segir hann að nauðsynlegt væri að koma á þríhliða samningi. "Ég tel að ríkið verði að koma mjög sterkt að samningum og draga eins mikið úr ríkisútgjöldum og mögulegt er. Það er ljóst að Seðlabankinn ræður tæpast við þetta einn," segir hann. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segist gera sér fulla grein fyrir því að launahækkanir séu hvati til verðbólgu. "Það er hins vegar ljóst að forsendur kjarasamninga eru brostnar og það þurfa að koma til bætur bæði vegna verðbólgu og launahækkunum í öðrum geirum. Við ætlum ekki að sitja eftir óbætt hjá garði," segir hann. Hann segir það alveg koma til greina að semja um annað en krónutölur og prósentur. "Við þurfum að fá inn leiðréttingar og það eru margar leiðir til þess. Verðbólgan hefur verið að éta upp kauphækkanir okkar," segir hann. Tryggvi Þór er spurður hvernig hægt sé að bæta kjör launafólks án þess hækkanir verði í prósentum eða krónutölu. "Það má til dæmis gera með því að lækka skatta þótt auðvitað sé það ekki fær leið núna því þá er verið að gefa ennþá meira í og auka kaupmáttinn þannig. Einnig er hægt að auka lífeyrisréttindi, eins og gert hefur verið, sem kemur út sem sparnaður," segir Tryggvi. [email protected]
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Fleiri fréttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Sjá meira