Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn 20. september 2005 00:01 Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira