Fráleitar ásakanir um dylgjur 22. september 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð." Baugsmálið Innlent Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð."
Baugsmálið Innlent Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira