Tvö tonn af skyri seld vestanhafs 23. september 2005 00:01 Áhugi Bandaríkjamanna á skyri og öðrum íslenskum mjólkurvörum er slíkur að Baldvin Jónsson verkefnisstjóri segir að bændur á Íslandi verði að auka mjólkurframleiðslu um fimmtung hið minnsta. Í síðustu viku gerðust þau stórtíðindi að tvö tonn af skyri seldust upp á skömmum tíma í verslunum í höfuðborginni Washington. Sagt var frá því í vor að skyrneysla Íslendinga hefði snaraukist. En fleiri virðast kunna að meta þessa séríslensku afurð. Tólf íslenskir matreiðslumeistarar eru nýlega komnir af Food and Fun matvælahátíð í Washington en milli þess sem þeir elduðu íslenskan mat ofan í gesti veitingastaða kynntu þeir íslenskar landbúnaðarafurðir í verslunum á vegum markaðsátaks bændasamtakanna. Salan var langt umfram björtustu vonum en seldir voru tæplega þrjú þúsund ostar, tvo þúsund stykki af smjöri og tvö tonn af skyri svo eitthvað sé nefnt. Baldvin segir áhuga Bandaríkjamanna slíkan að íslenskir bændur verði að bretta upp ermar. Hann telur að á næstu fimm árum þá geti mjólkurbændur horft til þess að auka framleiðsluna að minnsta kosti um 20% frá því sem nú er miðað við þá eftirspurn sem er að myndast í Bandaríkjunum. Íslensku heitin duga vel og eru notuð á vörunum þegar þær eru seldar erlendis en heitið skyr hefur vakið mikla athygli hjá Bandaríkjamönnum. Baldvin spáir því að sauðfjárbændur verði að auka lambakjötsframleiðslu sína um þriðjung því ekki takist að anna eftirspurn vestanhafs. Núna eru sjö svæði sem fá ekkert lambakjöt og þrjú svæði sem fá ekki nema helming af því kjöti sem þau báðu um. Gott verð fæst fyrir íslensku afurðirnar og Baldvin telur að þegar horft er til framtíðar þá sé ekki spurning um það að þetta sé lang besti markaðurinn fyrir okkar afurðir. Food and Fun Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Áhugi Bandaríkjamanna á skyri og öðrum íslenskum mjólkurvörum er slíkur að Baldvin Jónsson verkefnisstjóri segir að bændur á Íslandi verði að auka mjólkurframleiðslu um fimmtung hið minnsta. Í síðustu viku gerðust þau stórtíðindi að tvö tonn af skyri seldust upp á skömmum tíma í verslunum í höfuðborginni Washington. Sagt var frá því í vor að skyrneysla Íslendinga hefði snaraukist. En fleiri virðast kunna að meta þessa séríslensku afurð. Tólf íslenskir matreiðslumeistarar eru nýlega komnir af Food and Fun matvælahátíð í Washington en milli þess sem þeir elduðu íslenskan mat ofan í gesti veitingastaða kynntu þeir íslenskar landbúnaðarafurðir í verslunum á vegum markaðsátaks bændasamtakanna. Salan var langt umfram björtustu vonum en seldir voru tæplega þrjú þúsund ostar, tvo þúsund stykki af smjöri og tvö tonn af skyri svo eitthvað sé nefnt. Baldvin segir áhuga Bandaríkjamanna slíkan að íslenskir bændur verði að bretta upp ermar. Hann telur að á næstu fimm árum þá geti mjólkurbændur horft til þess að auka framleiðsluna að minnsta kosti um 20% frá því sem nú er miðað við þá eftirspurn sem er að myndast í Bandaríkjunum. Íslensku heitin duga vel og eru notuð á vörunum þegar þær eru seldar erlendis en heitið skyr hefur vakið mikla athygli hjá Bandaríkjamönnum. Baldvin spáir því að sauðfjárbændur verði að auka lambakjötsframleiðslu sína um þriðjung því ekki takist að anna eftirspurn vestanhafs. Núna eru sjö svæði sem fá ekkert lambakjöt og þrjú svæði sem fá ekki nema helming af því kjöti sem þau báðu um. Gott verð fæst fyrir íslensku afurðirnar og Baldvin telur að þegar horft er til framtíðar þá sé ekki spurning um það að þetta sé lang besti markaðurinn fyrir okkar afurðir.
Food and Fun Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira