Leyndin yfir velgengni Evrópu 28. september 2005 00:01 Um daginn var ég staddur í einu af fátækustu hverfum Berlínar. Um það bil fimmti hver maður í borginni er án atvinnu og í þessu hverfi er hlutfallið mun hærra. Ekki ólíklegt að nær helmingur frískra manna í þessum borgarhluta þurfi að takast á við lífið án þess að hafa nokkru sinni sæmilega og stöðuga atvinnu. Svona hverfi er að finna í mörgum stórum borgum á meginlandi Evrópu, sem betur fer þó ekki í þeim öllum. Í þessum hverfum er að finna botninn á hinum ríku samfélögum álfunnar. Hversu dapurleg sem þessi hverfi eru þá eru þau líka áminning um annað. Botninn lítur öllu verr út alls staðar annars staðar í heiminum. Fátækustu hverfi Berlínar, London, Parísar og annarra stórborga Vestur-Evrópu eru lítið lík fátæktarhverfum amerískra borga að ekki sé minnst á slík á hverfi utan Vesturlanda. Fáir Bandaríkjamenn sem heimsæktu fátækustu hverfi evrópskra borga myndu hreinlega trúa því að þeir væru að horfa á botninn á evrópsku samfélagi. Það er ekki aðeins að skárri mynd blasi við augum í fátækum hverfum Evrópu en annars staðar heldur er líka gagnger munur á því sem síður sést. Aðgangur að sæmilegri heilsugæslu, þokkalegri menntun og opinberri þjónustu er með allt öðrum hætti en þekkist í fátækum hverfum Bandaríkjanna að ekki sé talað um aðra heimshluta. Barnadauði er líka miklu lægri á fátækum svæðum Evrópu en í bandarískum stórborgum og langlífi manna meira. Fyrir hina fátæku sker Evrópa sig gersamlega frá öðrum hlutum heimsins. Það eru heldur ekki aðeins þeir fátæku sem hafa það betra í Evrópu en annars staðar í veröldinni. Fyrir nokkru las ég stutta grein í uppáhaldsblaðinu mínu, Financial Times. Nafn greinarinnar sagði allt um efni hennar: Europe´s dirty little secret: It is doing rather well. Greinarhöfundur sagði að Evrópumenn, sem eru tíundi hluti jarðarbúa, eigi 40% af auðlegð heimsins, sem er raunar líklega ofáætlun, og bæti hag sinn á hverju ári þótt vöxtur sé hlutfallslega minni en í Asíu. Hann benti líka á að þrátt fyrir alla angistina yfir áhrifum hnattvæðingar væri Þýskaland nýlega orðið stærsta útflutningshagkerfi heimsins, stærra en Japan, Bandaríkin og Kína. Mörg landanna sem koma næst þar á eftir eru líka í Evrópu. Kínverskur ráðherra hafði bent honum á að Kína þyrfti að selja hundrað milljón skyrtur til að borga fyrir eina Airbus-flugvél. Velgengni Evrópu, sem Evrópumenn virðast raunar ótrúlega sannfærðir um að sé ekki til staðar, byggist heldur ekki á striti. Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman benti á fyrir nokkru að það væri í Evrópu en ekki í Bandaríkjunum þar sem mest verðmæti sköpuðust fyrir hverja unna stund og að framleiðnin væri einna hæst í Frakklandi. Þar kjósa menn hins vegar stuttan vinnutíma til að eiga meiri tíma fyrir fjölskyldur sínar. Með þessu var Krugman auðvitað að stríða repúblikönum sem hafa sérstaka andúð á Frökkum, fæðingarorlofum og fríum en gefa sig út fyrir að vera mestu áhugamenn á jörðinni um velferð fjölskyldna. Það sem leitaði þó mest á hugann í þessu fátæka hverfi í Berlín voru sjónvarpsmyndirnar sem ég hafði horft á fáum dögum áður frá New Orleans. Það eru auðvitað margar ástæður fyrir því að Bandaríkin eru svo skipt samfélag að menn eru skildir eftir í neyð og þeir sem eftir verða bregðast við með því að ráðast hver á annan. Ástæðurnar eru pólitískar, sögulegar og menningarlegar. Í grunninn snúa þær þó að því hvernig menn vilja skipuleggja samfélagið. Bandarískur dálkahöfundur sagði nýlega að munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu snerist um muninn á viðhorfum til þess hvernig tryggja ætti öryggi borgaranna. Vestanhafs litu menn svo á að ríkið hefði tiltölulega lítið hlutverk þegar kæmi að öðrum þáttum en löggælsu og hervörnum en í Evrópu ríktu önnur viðhorf sem byggðu á hugmyndum um almennara öryggi með efnalegri og félagslegri samtryggingu. Þrátt fyrir mestu velmegun, velferð og öryggi í heimi og til muna stystan vinnutíma almennings verður ekki sagt að fréttir frá álfunni endurspegli almenna ánægju. Á því eru vafalítið margar skýringar. Sumar þeirra eru efnislegar en aðrar lúta frekar að umræðuhefð og lögmálum fjölmiðlunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Um daginn var ég staddur í einu af fátækustu hverfum Berlínar. Um það bil fimmti hver maður í borginni er án atvinnu og í þessu hverfi er hlutfallið mun hærra. Ekki ólíklegt að nær helmingur frískra manna í þessum borgarhluta þurfi að takast á við lífið án þess að hafa nokkru sinni sæmilega og stöðuga atvinnu. Svona hverfi er að finna í mörgum stórum borgum á meginlandi Evrópu, sem betur fer þó ekki í þeim öllum. Í þessum hverfum er að finna botninn á hinum ríku samfélögum álfunnar. Hversu dapurleg sem þessi hverfi eru þá eru þau líka áminning um annað. Botninn lítur öllu verr út alls staðar annars staðar í heiminum. Fátækustu hverfi Berlínar, London, Parísar og annarra stórborga Vestur-Evrópu eru lítið lík fátæktarhverfum amerískra borga að ekki sé minnst á slík á hverfi utan Vesturlanda. Fáir Bandaríkjamenn sem heimsæktu fátækustu hverfi evrópskra borga myndu hreinlega trúa því að þeir væru að horfa á botninn á evrópsku samfélagi. Það er ekki aðeins að skárri mynd blasi við augum í fátækum hverfum Evrópu en annars staðar heldur er líka gagnger munur á því sem síður sést. Aðgangur að sæmilegri heilsugæslu, þokkalegri menntun og opinberri þjónustu er með allt öðrum hætti en þekkist í fátækum hverfum Bandaríkjanna að ekki sé talað um aðra heimshluta. Barnadauði er líka miklu lægri á fátækum svæðum Evrópu en í bandarískum stórborgum og langlífi manna meira. Fyrir hina fátæku sker Evrópa sig gersamlega frá öðrum hlutum heimsins. Það eru heldur ekki aðeins þeir fátæku sem hafa það betra í Evrópu en annars staðar í veröldinni. Fyrir nokkru las ég stutta grein í uppáhaldsblaðinu mínu, Financial Times. Nafn greinarinnar sagði allt um efni hennar: Europe´s dirty little secret: It is doing rather well. Greinarhöfundur sagði að Evrópumenn, sem eru tíundi hluti jarðarbúa, eigi 40% af auðlegð heimsins, sem er raunar líklega ofáætlun, og bæti hag sinn á hverju ári þótt vöxtur sé hlutfallslega minni en í Asíu. Hann benti líka á að þrátt fyrir alla angistina yfir áhrifum hnattvæðingar væri Þýskaland nýlega orðið stærsta útflutningshagkerfi heimsins, stærra en Japan, Bandaríkin og Kína. Mörg landanna sem koma næst þar á eftir eru líka í Evrópu. Kínverskur ráðherra hafði bent honum á að Kína þyrfti að selja hundrað milljón skyrtur til að borga fyrir eina Airbus-flugvél. Velgengni Evrópu, sem Evrópumenn virðast raunar ótrúlega sannfærðir um að sé ekki til staðar, byggist heldur ekki á striti. Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman benti á fyrir nokkru að það væri í Evrópu en ekki í Bandaríkjunum þar sem mest verðmæti sköpuðust fyrir hverja unna stund og að framleiðnin væri einna hæst í Frakklandi. Þar kjósa menn hins vegar stuttan vinnutíma til að eiga meiri tíma fyrir fjölskyldur sínar. Með þessu var Krugman auðvitað að stríða repúblikönum sem hafa sérstaka andúð á Frökkum, fæðingarorlofum og fríum en gefa sig út fyrir að vera mestu áhugamenn á jörðinni um velferð fjölskyldna. Það sem leitaði þó mest á hugann í þessu fátæka hverfi í Berlín voru sjónvarpsmyndirnar sem ég hafði horft á fáum dögum áður frá New Orleans. Það eru auðvitað margar ástæður fyrir því að Bandaríkin eru svo skipt samfélag að menn eru skildir eftir í neyð og þeir sem eftir verða bregðast við með því að ráðast hver á annan. Ástæðurnar eru pólitískar, sögulegar og menningarlegar. Í grunninn snúa þær þó að því hvernig menn vilja skipuleggja samfélagið. Bandarískur dálkahöfundur sagði nýlega að munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu snerist um muninn á viðhorfum til þess hvernig tryggja ætti öryggi borgaranna. Vestanhafs litu menn svo á að ríkið hefði tiltölulega lítið hlutverk þegar kæmi að öðrum þáttum en löggælsu og hervörnum en í Evrópu ríktu önnur viðhorf sem byggðu á hugmyndum um almennara öryggi með efnalegri og félagslegri samtryggingu. Þrátt fyrir mestu velmegun, velferð og öryggi í heimi og til muna stystan vinnutíma almennings verður ekki sagt að fréttir frá álfunni endurspegli almenna ánægju. Á því eru vafalítið margar skýringar. Sumar þeirra eru efnislegar en aðrar lúta frekar að umræðuhefð og lögmálum fjölmiðlunar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun