Kærður fyrir að áreita stúlkur 4. október 2005 00:01 Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira