Hremmingar í Póllandi 6. október 2005 00:01 Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, boðaði forföll af persónulegum ástæðum í vináttulandsleikinn gegn Pólverjum annað kvöld en hann verður hins vegar með gegn Svíum á miðvikudaginn. Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Hannes á tvo A-landsleiki að baki, gegn Ítalíu og Möltu. Hannes leikur með U21 árs landsliði Íslands á þriðjudaginn gegn Svíum. Með brotthvarfi Heiðars vantar hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, af ýmsum ástæðum, í landsliðshóp Íslands gegn Pólverjum. Þeir eru Árni Gautur Arason, Hermann Hreiðarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Marteinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Hjálmar Jónsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar. Þá gefa tveir leikmenn ekki kost á sér í landsliðið, Ívar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Íslenska landsliðið lenti í miklum hremmingum á leið sinn til Póllands í gær. Landsliðið átti að fljúga frá Kaupamannahöfn í gærmorgun til Varsjá en ferðin var fyrirvaralaust felld niður. Þá þurfti að leita leiða til að koma hópnum til Varsjá og það tókst með því að senda nokkra í gegnuml Osló og aðra í gegnum Berlín. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar landsliðsþjálfara þurfti að fella niður æfingu í gær af þessum sökum en þess í stað verða tvær æfingar í dag í stað einnar. "Það verður gaman fyrir þessa ungu stráka að spreyta sig gegn þessum gríðarlega sterka pólska liði sem er komið langleiðina á HM næsta sumar. Við erum allir af vilja gerðir að leyfa mönnum stimpla sig inn í landsliðið gegn Póllandi og ef þannig ber undir fá nýliðar tækifæri eins og t.d. Daði [Lárusson markvörður]," sagði Ásgeir. Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira
Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, boðaði forföll af persónulegum ástæðum í vináttulandsleikinn gegn Pólverjum annað kvöld en hann verður hins vegar með gegn Svíum á miðvikudaginn. Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Hannes á tvo A-landsleiki að baki, gegn Ítalíu og Möltu. Hannes leikur með U21 árs landsliði Íslands á þriðjudaginn gegn Svíum. Með brotthvarfi Heiðars vantar hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, af ýmsum ástæðum, í landsliðshóp Íslands gegn Pólverjum. Þeir eru Árni Gautur Arason, Hermann Hreiðarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Marteinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Hjálmar Jónsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar. Þá gefa tveir leikmenn ekki kost á sér í landsliðið, Ívar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Íslenska landsliðið lenti í miklum hremmingum á leið sinn til Póllands í gær. Landsliðið átti að fljúga frá Kaupamannahöfn í gærmorgun til Varsjá en ferðin var fyrirvaralaust felld niður. Þá þurfti að leita leiða til að koma hópnum til Varsjá og það tókst með því að senda nokkra í gegnuml Osló og aðra í gegnum Berlín. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar landsliðsþjálfara þurfti að fella niður æfingu í gær af þessum sökum en þess í stað verða tvær æfingar í dag í stað einnar. "Það verður gaman fyrir þessa ungu stráka að spreyta sig gegn þessum gríðarlega sterka pólska liði sem er komið langleiðina á HM næsta sumar. Við erum allir af vilja gerðir að leyfa mönnum stimpla sig inn í landsliðið gegn Póllandi og ef þannig ber undir fá nýliðar tækifæri eins og t.d. Daði [Lárusson markvörður]," sagði Ásgeir.
Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ á kjördegi Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Sjá meira