Haukar lögðu HK 6. október 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna. Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka urðu fyrstir til að vinna nýliða HK í vetur en Haukakonur unnu ellefu marka sigur í leik liðanna í DHL-deild kvenna á Ásvöllum í gær, 43-32. HK-liðið hafði í fullu tré við Hauka í sóknarleiknum en gekk illa að eiga við þær í vörninni auk þess sem Haukar skoruðu 17 marka sinna úr hraðaupphlaupum. Haukar höfðu sex mörk yfir í hálfleik, 22-16, og höfðu nokkuð góð tök á leiknum allan tímann þó svo að HK-liðið hafi aldrei gefist upp. Arna Sif Pálsdóttir vakti mikla athygli hjá hinu unga HK--liðið en þessi 17 ára stóri og sterki línumaður skoraði 13 mörk í gær. Hún var þó ekki alveg nóg ánægð með leik sinn í leikslok. "Auðvitað var þetta erfitt því þær eru náttúrulega miklu reynslumeiri en við. Við vorum búnar að æfa vörnina mikið fyrir leikinn en við verðum bara gera betur þar næst. Sóknin var kannski allt í lagi hjá mér og vítin góð en varnarleikurinn minn var ekki nægilega góður. Þetta var flott að fá að spila við svona sterkt lið, við vissum að þær væru fljótar fram en við gátum bara ekki stoppað þær meira. Við verðum einhvern á toppnum," sagði Arna Sif ákveðin á svip og greinilegt að hún sem og aðrar stelpur í HK-liðinu ætla sér langt. Auksé Vysniauskaité er samt burðarrásinn í HK-liðinu en þessi snjalli leikstjórnandi var með 10 mörk og 10 stoðsendingar í gær. Hanna Guðrún Stefánsdóttir var búinn að skora 10 mörk í hálfleik en endaði með 13 mörk eins og Arna Sif. Hanna Guðrún er ánægð með byrjun Hauka í vetur. "Við byrjuðum aldrei að spila vörn í þessum leik og áttum í miklum erfiðleikum með miðjumanninn sem er mjög góður líkt og allt þetta HK-lið. Við náðum samt að fá nokkur hraðaupphlaup og það bjargaði deginum í dag," sagði Hanna sem skoraði 6 af 13 mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og gerði fleiri slík mörk en allt HK-liðið til samans. "Við ætlum okkur að vera á toppnum eins og hvert annað lið í deildinni. Við erum að bæta okkur með hverjum leiknum og mér finnst við vera betri í dag en við vorum í fyrra. Þetta er hörkulið sem HK er með, það er gaman að horfa á þær, þær eru mjög sprækar og snöggar og verða örugglega með mjög gott lið í framtíðinni," sagði Hanna.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira