Geir vill selja Landsvirkjun 15. október 2005 00:01 Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Þetta kom fram í ávarpi Geirs á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Geir fór vítt og breitt yfir svið landsmálanna og stefnu flokksins. Þá kom hann inn á Baugsmálið sem var líka einkar áberandi í ræðu formannsins. Hann sagði það kjarnaatriði í sjálfstæðisstefnunni að vinna gegn einokun og hringamyndun og það væri hlutverk ríkisins að vernda hina veikari í þeim efnum, þó svo sterk fyrirtæki í eðlilegri samkeppni verði auðvitað að fá að njóta sín. „Og það er dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa snúið út úr merkri ræðu okkar formanns við setningu Landsfundar hvað þessi atriði varðar,“ sagði Geir. Geir hrósaði EES-samningnum og sagði Íslendinga njóta góðs af innri mörkuðum Evrópusambandsins og hinu fjórþætta frelsi, án þess að fórna mikilvægum hagsmunum á móti eins og stjórn á auðlindum sjávar. Hann sagði að engir áþreifanlegir íslenskir hagsmunir kalli á aðild að Evrópusambandinu, en margt mæli hins vegar á móti. Á meðal margra ókosta sé afsal á fullveldi Íslands, sjávarútvegsstefna ESB og geysileg miðstýring sem innbyggð sé í sambandið, auk þess sem beint aðildargjald yrði margir milljarðar á ári í sjóði sambandsins. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Erlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Leit ekki borið árangur Innlent Fleiri fréttir Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Sjá meira
Geir H. Haarde, verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tímabært að selja Landsvirkjun eftir nokkur ár. Hann segir einkavæðingu ríkisfyrirtækja hafa losað um mikið fé og stuðlað að jöfnuði. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar orðið berir að miklum fordómum að hans mati. Þetta kom fram í ávarpi Geirs á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Geir fór vítt og breitt yfir svið landsmálanna og stefnu flokksins. Þá kom hann inn á Baugsmálið sem var líka einkar áberandi í ræðu formannsins. Hann sagði það kjarnaatriði í sjálfstæðisstefnunni að vinna gegn einokun og hringamyndun og það væri hlutverk ríkisins að vernda hina veikari í þeim efnum, þó svo sterk fyrirtæki í eðlilegri samkeppni verði auðvitað að fá að njóta sín. „Og það er dapurlegt að fylgjast með því hvernig tilteknir fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafa snúið út úr merkri ræðu okkar formanns við setningu Landsfundar hvað þessi atriði varðar,“ sagði Geir. Geir hrósaði EES-samningnum og sagði Íslendinga njóta góðs af innri mörkuðum Evrópusambandsins og hinu fjórþætta frelsi, án þess að fórna mikilvægum hagsmunum á móti eins og stjórn á auðlindum sjávar. Hann sagði að engir áþreifanlegir íslenskir hagsmunir kalli á aðild að Evrópusambandinu, en margt mæli hins vegar á móti. Á meðal margra ókosta sé afsal á fullveldi Íslands, sjávarútvegsstefna ESB og geysileg miðstýring sem innbyggð sé í sambandið, auk þess sem beint aðildargjald yrði margir milljarðar á ári í sjóði sambandsins.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Innlent Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Innlent Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erlent Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Innlent Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Innlent Sonurinn opnar sig um mál foreldranna Innlent Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi Innlent Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Erlent 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Innlent Leit ekki borið árangur Innlent Fleiri fréttir Rúv þurfi að bregðast frekar við „alvarlegum ásökunum“ til að verja heiður sinn Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist Engar faglegar ástæður hafi verið fyrir andstöðu gegn Carbfix Aukin skjálftavirkni meðan kvikan streymir áfram undir Svartsengi 14 hundar og 3 kettir á heimili á Akranesi Leit ekki borið árangur Ráðuneytið afhendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Skjálftavirkni við Sundhnúka fer hratt vaxandi Ekki sammála því að mikið hafi gengið á í ríkisstjórninni „Leitt að þetta skuli bera svona að“ Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Bein útsending frá Bessastöðum: Guðmundur tekur við af Ásthildi Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Forseti Íslands kann að strokka smjör og búa til skyr Vilja breyta lögum um ökuskírteini Ekki endilega viss um að afsögn hafi verið nauðsynleg Sonurinn opnar sig um mál foreldranna „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Útskrifaðir af spítala og allir lausir úr haldi Búið að slökkva eldinn Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Alþjóðleg ráðstefna menntamálaráðherra á Íslandi á morgun Guðmundur sagður taka við keflinu Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Leita áfram við Kirkjusand Telja eldinn hafa komið upp úr kerum með olíu og eldsneyti Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Sjá meira