Hver á að greiða sektina? 17. október 2005 00:01 Hver á að greiða tvö hundruð milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum sem Skeljungi var gert að greiða fyrir ólögmætt verðsamráð? Þetta er spurning sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur velt upp í kjölfarið á ársskýrslu Haga, móðurfélags Skeljungs. Í ársskýrslunni kemur fram að Hagar, móðurfélag Skeljungs, hefur aðeins fært til gjalda tvö hundruð og fimmtíu milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna sem félaginu var gert að greiða fyrir meint brot á samkeppnislögum. Í ársskýrslunni segir að 200 milljónirnar hafi ekki verið færðar til gjalda þar sem fyrri eigendur félagsins beri ábyrgð á þeim. Því hafi félagið í hyggju að áfrýja niðurstöðunni til dómstóla. Ekki liggi fyrir hvaða áhrif áfrýjunin muni hafa á rekstur og fjárhagsstöðu félagsins. Í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir að ekki sé einfalt að skera úr um hver eigi að greiða milljónirnar tvö hundruð ef Hagar, eða Skeljungur, standa ekki skil á þeim. Við skulum fara yfir eigendasögu Skeljungs síðustu árin. Meðan hið meinta ólögmæta verðsamráð stóð yfir var Skeljungur fyrst í eigu afkomenda Hallgríms Benediktssonar, Sjóvár, Eimskipafélagsins, Shell International og fleiri. Í byrjun ágúst 2003 voru Kaupþing Búnaðarbanki, Burðarás og Sjóvá Almennar tryggingar orðnir stærstu eigendur Skeljungs með um níutíu prósenta hlut. Þessi félög höfðu stofnað sameiginlegt félag, Steinhóla ehf. um eignarhlutinn í Skeljungi. Í framhaldinu var öðrum hluthöfum gert yfirtökutilboð. Nokkru seinna tók Fengur fjárfestingafélag, sem Pálmi Haraldsson fer fyrir, yfir meirihluta í Skeljungi og svo á síðasta ári var félagið sameinað Högum sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri verslanir. Það er því spurning hver verður krafinn um 200 milljónirnar og hver verður krafinn um þær eða fær þær greidda til baka þegar niðurstaða dómstóla liggur fyrir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Hver á að greiða tvö hundruð milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum sem Skeljungi var gert að greiða fyrir ólögmætt verðsamráð? Þetta er spurning sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur velt upp í kjölfarið á ársskýrslu Haga, móðurfélags Skeljungs. Í ársskýrslunni kemur fram að Hagar, móðurfélag Skeljungs, hefur aðeins fært til gjalda tvö hundruð og fimmtíu milljónir af þeim fjögur hundruð og fimmtíu milljónum króna sem félaginu var gert að greiða fyrir meint brot á samkeppnislögum. Í ársskýrslunni segir að 200 milljónirnar hafi ekki verið færðar til gjalda þar sem fyrri eigendur félagsins beri ábyrgð á þeim. Því hafi félagið í hyggju að áfrýja niðurstöðunni til dómstóla. Ekki liggi fyrir hvaða áhrif áfrýjunin muni hafa á rekstur og fjárhagsstöðu félagsins. Í tilkynningu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda segir að ekki sé einfalt að skera úr um hver eigi að greiða milljónirnar tvö hundruð ef Hagar, eða Skeljungur, standa ekki skil á þeim. Við skulum fara yfir eigendasögu Skeljungs síðustu árin. Meðan hið meinta ólögmæta verðsamráð stóð yfir var Skeljungur fyrst í eigu afkomenda Hallgríms Benediktssonar, Sjóvár, Eimskipafélagsins, Shell International og fleiri. Í byrjun ágúst 2003 voru Kaupþing Búnaðarbanki, Burðarás og Sjóvá Almennar tryggingar orðnir stærstu eigendur Skeljungs með um níutíu prósenta hlut. Þessi félög höfðu stofnað sameiginlegt félag, Steinhóla ehf. um eignarhlutinn í Skeljungi. Í framhaldinu var öðrum hluthöfum gert yfirtökutilboð. Nokkru seinna tók Fengur fjárfestingafélag, sem Pálmi Haraldsson fer fyrir, yfir meirihluta í Skeljungi og svo á síðasta ári var félagið sameinað Högum sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri verslanir. Það er því spurning hver verður krafinn um 200 milljónirnar og hver verður krafinn um þær eða fær þær greidda til baka þegar niðurstaða dómstóla liggur fyrir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira