Viðtalið sem ekki var sýnt 14. nóvember 2005 22:38 Það er búið að boða mikinn blaðamannafund og veislu vegna útkomu Jónsbókar, sögu Jóns Ólafssonar eftir Einar Kárason. Partíið á að vera í Iðu í Lækjargötu á morgun; sagt er að öllum sé boðið sem eru nefndir í bókinni. Varla mæta þeir Davíð, Hannes og co. Jón hefur aldrei þótt sérlega fínn félagsskapur. En vegna þessa er nokkuð óskiljanlegt að Jón hafi ætlað að vera í viðtali í Kastljósinu í kvöld. Viðtalið var kynnt með pompi og prakt, líkt og meiriháttar skúbb - Jón hefur víst ýmsar ávirðingar á Sjálfstæðisflokkinn sem verður hægt að kætast yfir næstu daga. Gott í gúrkunni sem nú ríkir í fjölmiðlunum. Margt af þessu held ég reyndar að hafi komið fram áður - sumt oftar en einu sinni. --- --- --- Svo kemur allt í einu babb í bátinn. Viðtalinu er frestað. Stjórnandi þáttarins birtist, virðist vera í nokkru uppnámi, líkt og maður sem er búinn að vera að tala mikið í gsm-síma - tilkynnir að viðtalið verði sýnt seinna um kvöldið, að loknum tíufréttum. Margir biðu spenntir eftir þessu - vildu heyra sprengjurnar falla í viðtalinu - en þá kom Bogi Ágústsson og sagði að viðtalið yrði sýnt á morgun. Jebbs. Bíðum þangað til. Þá er reyndar hætt við að allir hinir fjölmiðlarnir verði búnir að kynna sér efni Jónsbókar og allt sem Jón hefur að segja - nema þá að þeir verði svo fúlir út af Kastljósviðtalinu sem hann fór í og ekki var sýnt að þeir hunsi bæði Jón og útgáfuna. Því auðvitað eru ekki góðir mannasiðir að boða blaðamannafund en kjafta svo öllu í einn fjölmiðil kvöldið áður. --- --- --- Ekki veit ég hvers vegna viðtalið var ekki sýnt. Kannski eru þetta bara tæknilegir örðugleikar. En áhugamenn um samsæriskenningar skemmta sér ábyggilega vel; sjá fyrir sér Davíð með skærin á lofti uppi í Efstaleiti. Eða var það Jón sjálfur sem fékk bakþanka og stoppaði viðtalið? Þetta verður sjálfsagt skýrt út á morgun. En raunar veit ég ekki hvort er meira halló, að hætta við að sýna viðtalið eða að láta sér detta i hug að rjúfa kvölddagskrá á sjálfu ríkissjónvarpinu vegna viðtals út af ævisögu Jóns Ólafssonar. --- --- --- Birti hér aftur grein sem ég skrifaði í DV fyrir einu og hálfu ári og heitir Rökke, ég og Jóhann próki. Þar kemur Jón Ólafsson líka við sögu. Greinina er að finna í blaðagreinunum hér á neðar síðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Það er búið að boða mikinn blaðamannafund og veislu vegna útkomu Jónsbókar, sögu Jóns Ólafssonar eftir Einar Kárason. Partíið á að vera í Iðu í Lækjargötu á morgun; sagt er að öllum sé boðið sem eru nefndir í bókinni. Varla mæta þeir Davíð, Hannes og co. Jón hefur aldrei þótt sérlega fínn félagsskapur. En vegna þessa er nokkuð óskiljanlegt að Jón hafi ætlað að vera í viðtali í Kastljósinu í kvöld. Viðtalið var kynnt með pompi og prakt, líkt og meiriháttar skúbb - Jón hefur víst ýmsar ávirðingar á Sjálfstæðisflokkinn sem verður hægt að kætast yfir næstu daga. Gott í gúrkunni sem nú ríkir í fjölmiðlunum. Margt af þessu held ég reyndar að hafi komið fram áður - sumt oftar en einu sinni. --- --- --- Svo kemur allt í einu babb í bátinn. Viðtalinu er frestað. Stjórnandi þáttarins birtist, virðist vera í nokkru uppnámi, líkt og maður sem er búinn að vera að tala mikið í gsm-síma - tilkynnir að viðtalið verði sýnt seinna um kvöldið, að loknum tíufréttum. Margir biðu spenntir eftir þessu - vildu heyra sprengjurnar falla í viðtalinu - en þá kom Bogi Ágústsson og sagði að viðtalið yrði sýnt á morgun. Jebbs. Bíðum þangað til. Þá er reyndar hætt við að allir hinir fjölmiðlarnir verði búnir að kynna sér efni Jónsbókar og allt sem Jón hefur að segja - nema þá að þeir verði svo fúlir út af Kastljósviðtalinu sem hann fór í og ekki var sýnt að þeir hunsi bæði Jón og útgáfuna. Því auðvitað eru ekki góðir mannasiðir að boða blaðamannafund en kjafta svo öllu í einn fjölmiðil kvöldið áður. --- --- --- Ekki veit ég hvers vegna viðtalið var ekki sýnt. Kannski eru þetta bara tæknilegir örðugleikar. En áhugamenn um samsæriskenningar skemmta sér ábyggilega vel; sjá fyrir sér Davíð með skærin á lofti uppi í Efstaleiti. Eða var það Jón sjálfur sem fékk bakþanka og stoppaði viðtalið? Þetta verður sjálfsagt skýrt út á morgun. En raunar veit ég ekki hvort er meira halló, að hætta við að sýna viðtalið eða að láta sér detta i hug að rjúfa kvölddagskrá á sjálfu ríkissjónvarpinu vegna viðtals út af ævisögu Jóns Ólafssonar. --- --- --- Birti hér aftur grein sem ég skrifaði í DV fyrir einu og hálfu ári og heitir Rökke, ég og Jóhann próki. Þar kemur Jón Ólafsson líka við sögu. Greinina er að finna í blaðagreinunum hér á neðar síðunni.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun