Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar 16. nóvember 2005 18:07 Utanríkisráðuneytið. MYND/GVA Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði utanríkisráðherra út í fyrri störf sendiherra sem skipaðir hefðu verið frá árinu 1995. Alls hafa 27 einstaklingar verið skipaðir sendiherrar á þessum tíma. Tólf þeirra koma úr störfum utan utanríkisþjónustunnar. Af þeim eru sex fyrrum ráðherrar, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gestsson, Tómas Ingi Olrich og Þorsteinn Pálsson. Þrír starfsmenn forsætisráðuneytisins í ráðherratíð Davíðs Oddssonar hafa verið skipaðir sendiherrar, þeir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins. Þá hafa fimmtán starfsmenn utanríkisþjónustunnar verið skipaðir sendiherrar, einn prófessor við Háskóla Íslands, útvarpsstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Sigurjón Þórðarson segist ekki fá séð af þessum skipunum að hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt. Þarna sé mikið um Sjálfstæðismenn, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Markús Örn Antonsson séu meðal þeirra sem hafi verið skipuð hvað nýlegast. Hann segir margar skipanirnar að undanförnu helst gefa til kynna að stjórnarflokkarnir sjái að það fjari undan þeim og því kappkosti þeir að koma sínu fólki á ríkisspenann. Þarna sé klíka sem blóðmjólki allt út úr kerfinu sem það geti og slíkt sé þjóðfélagsmein. Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði utanríkisráðherra út í fyrri störf sendiherra sem skipaðir hefðu verið frá árinu 1995. Alls hafa 27 einstaklingar verið skipaðir sendiherrar á þessum tíma. Tólf þeirra koma úr störfum utan utanríkisþjónustunnar. Af þeim eru sex fyrrum ráðherrar, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gestsson, Tómas Ingi Olrich og Þorsteinn Pálsson. Þrír starfsmenn forsætisráðuneytisins í ráðherratíð Davíðs Oddssonar hafa verið skipaðir sendiherrar, þeir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins. Þá hafa fimmtán starfsmenn utanríkisþjónustunnar verið skipaðir sendiherrar, einn prófessor við Háskóla Íslands, útvarpsstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Sigurjón Þórðarson segist ekki fá séð af þessum skipunum að hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt. Þarna sé mikið um Sjálfstæðismenn, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Markús Örn Antonsson séu meðal þeirra sem hafi verið skipuð hvað nýlegast. Hann segir margar skipanirnar að undanförnu helst gefa til kynna að stjórnarflokkarnir sjái að það fjari undan þeim og því kappkosti þeir að koma sínu fólki á ríkisspenann. Þarna sé klíka sem blóðmjólki allt út úr kerfinu sem það geti og slíkt sé þjóðfélagsmein.
Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira