Árni og jafnréttisstýran 16. desember 2005 21:03 Byggir þetta mál jafnréttisstýrunnar á því að ekki megi hrófla við opinberum starfsmönnum – atvinnuöryggi þeirra er afskaplega vel varið í lögum – eða er kannski sitthvað í málavöxtunum sem er ráðherranum til málsbóta? Það er talað um að Árni Magnússon hafi beitt óhóflegu valdi í málinu, en þá er þess að gæta Valgerður Bjarnadóttir var ekki bara einhver Gunna úti í bæ; hún var framkvæmdastjóri ríkisstofnunar sem hljóta að vera gerðar miklar kröfur til. Á sama tíma var hún stjórnarformaður Leikfélags Akureyrar, félags sem átti í miklum vandræðum á þessum árum. Þegar kom að því að ráða leikhússtjóra valdi Valgerður karlmann, sem þótti ekkert sérstaklega hæfur að áliti þeirra sem þekkja til í leikhúsi, fremur en konu, sem hafði vissulega ekki mikla reynslu, en var þó með miklu betri menntun en karlinn. --- --- --- Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að þarna hefði framkvæmdastjóri jafnréttisstofu sjálf gerst brotleg við lögin sem hún átti að standa vörð um. Héraðsdómur Norðurlands komst að sömu niðurstöðu í máli sem jafnréttisstofa höfðaði fyrir hönd konunnar sem taldi brotið á sér! Síðar, eftir brottvikningu Valgerðar, sneri Hæstiréttur við dómi héraðsdóms. Taldi að atvinnurekendur hefðu frjálsar hendur um hvern þeir réðu í vinnu. Tók gilt mat leikhússtjórnarinnar um hæfni umsækjendanna. Eftir á að hyggja virðist þessi hringlandaháttur í dómskerfinu aðallega sýna hvað jafnréttislögin eru skelfilega erfið í framkvæmd – og hversu lítið gagn er að þeim. Það er vont að reiða sig á lög sem byggja á svo huglægu mati. --- --- -- Spurningin hvort Valgerður væri hæf til að gegna starfi sínu var auðvitað mjög áleitin eftir úrskurð kærunefndar og héraðsdóms. Í fjölmiðlum urðu fáir til að tala máli hennar – flestir virtust álíta að henni hefði orðið alvarlega á í messunni. Valgerður mun hafa farið á fund félagsmálaráðherra til að fá traustsyfirlýsingu. Hann var ekki tilbúinn að veita hana. Niðurstaðan var að þau náðu samkomulagi um að hún viki úr starfi. Hæstiréttur telur að þarna hafi ekki verið rétt staðið að málum, dæmir Valgerði milljónir í bætur. Gott og vel. Eftir stendur samt spurningin hvort þetta voru embættisglöp hjá Árna eða hvort hann starfaði í góðri trú? Er formið á brottvikningunni ekki í lagi – eða er gjörningurinn rangur sem slíkur? Ég hallast að hinu fyrrnefnda. Hefðu ekki verið meiri glöp að láta Valgerði sitja áfram eftir að hún hafði orðið fyrir miklum álitshnekki - gat vart talist annað vanhæf til að stjórna jafnréttisstofu? Hlýtur ekki málið að horfa þannig við þeim sem hafa áhuga á jafnréttismálum fremur en til dæmis atvinnuöryggi opinberrra starfsmanna? --- --- --- Í ljósi ofansagðs: Er ekki alveg út í hött að ráðherrann segi af sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Byggir þetta mál jafnréttisstýrunnar á því að ekki megi hrófla við opinberum starfsmönnum – atvinnuöryggi þeirra er afskaplega vel varið í lögum – eða er kannski sitthvað í málavöxtunum sem er ráðherranum til málsbóta? Það er talað um að Árni Magnússon hafi beitt óhóflegu valdi í málinu, en þá er þess að gæta Valgerður Bjarnadóttir var ekki bara einhver Gunna úti í bæ; hún var framkvæmdastjóri ríkisstofnunar sem hljóta að vera gerðar miklar kröfur til. Á sama tíma var hún stjórnarformaður Leikfélags Akureyrar, félags sem átti í miklum vandræðum á þessum árum. Þegar kom að því að ráða leikhússtjóra valdi Valgerður karlmann, sem þótti ekkert sérstaklega hæfur að áliti þeirra sem þekkja til í leikhúsi, fremur en konu, sem hafði vissulega ekki mikla reynslu, en var þó með miklu betri menntun en karlinn. --- --- --- Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði að þarna hefði framkvæmdastjóri jafnréttisstofu sjálf gerst brotleg við lögin sem hún átti að standa vörð um. Héraðsdómur Norðurlands komst að sömu niðurstöðu í máli sem jafnréttisstofa höfðaði fyrir hönd konunnar sem taldi brotið á sér! Síðar, eftir brottvikningu Valgerðar, sneri Hæstiréttur við dómi héraðsdóms. Taldi að atvinnurekendur hefðu frjálsar hendur um hvern þeir réðu í vinnu. Tók gilt mat leikhússtjórnarinnar um hæfni umsækjendanna. Eftir á að hyggja virðist þessi hringlandaháttur í dómskerfinu aðallega sýna hvað jafnréttislögin eru skelfilega erfið í framkvæmd – og hversu lítið gagn er að þeim. Það er vont að reiða sig á lög sem byggja á svo huglægu mati. --- --- -- Spurningin hvort Valgerður væri hæf til að gegna starfi sínu var auðvitað mjög áleitin eftir úrskurð kærunefndar og héraðsdóms. Í fjölmiðlum urðu fáir til að tala máli hennar – flestir virtust álíta að henni hefði orðið alvarlega á í messunni. Valgerður mun hafa farið á fund félagsmálaráðherra til að fá traustsyfirlýsingu. Hann var ekki tilbúinn að veita hana. Niðurstaðan var að þau náðu samkomulagi um að hún viki úr starfi. Hæstiréttur telur að þarna hafi ekki verið rétt staðið að málum, dæmir Valgerði milljónir í bætur. Gott og vel. Eftir stendur samt spurningin hvort þetta voru embættisglöp hjá Árna eða hvort hann starfaði í góðri trú? Er formið á brottvikningunni ekki í lagi – eða er gjörningurinn rangur sem slíkur? Ég hallast að hinu fyrrnefnda. Hefðu ekki verið meiri glöp að láta Valgerði sitja áfram eftir að hún hafði orðið fyrir miklum álitshnekki - gat vart talist annað vanhæf til að stjórna jafnréttisstofu? Hlýtur ekki málið að horfa þannig við þeim sem hafa áhuga á jafnréttismálum fremur en til dæmis atvinnuöryggi opinberrra starfsmanna? --- --- --- Í ljósi ofansagðs: Er ekki alveg út í hött að ráðherrann segi af sér?
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun