Skyttan Jaliesky Garcia hjá Göppingen í Þýskalandi getur ekki farið með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótið í Sviss í næsta mánuði vegna táuppskurðar sem hann fór í rétt fyrir jólin. Garcia verður því frá keppni í janúar og getur því augljóslega ekki leikið með íslenska landsliðinu.
Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið, því framboð á rétthentum skyttum er ekki mikið hjá landsliðinu, öfugt við þær örvhentu, sem er óvanalegt vandamál í handknattleik.