Aðgát skal höfð í nærveru sálar 12. janúar 2006 00:01 Forsíðufrétt DV á þriðjudaginn um lögreglurannsókn á meintu kynferðisafbroti manns um sextugt á Ísafirði gagnvart piltum og sjálfsvíg hans daginn eftir, hefur að vonum vakið mikil og sterk viðbrögð í þjóðfélaginu. Fólk tengir þetta tvennt saman og sumir hafa haft uppi stór orð vegna þessa. Á einangruðum stað eins og Ísafirði, þar sem næstum allir þekkja alla, vekur þetta líka sterkari viðbrögð, en ef málið ætti rætur á höfuðborgarsvæðinu. Þarna var líka um að ræða mjög þekktan einstakling á Ísafirði sem hafði sett svip sinn á mannlífið þar. Blaðamenn eru stöðugt að velja og hafna í miðla sína, kanna mál og leita eftir mismunandi sjónarmiðum til að lesendur, áhorfendur og áheyrendur geti svo myndað sér skoðun á einstökum málum. Blaðamenn DV segjast vera sannleiksleitandi og ekki hlífa neinum, en stundum þurfa menn að athuga sinn gang og fara vandlega yfir hvað skuli birt og hvað ekki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttaflutningur og uppsláttur DV veldur umtali í þjóðfélaginu og háværar raddir fordæma hann, en viðbrögðin hafa líklega aldrei verið meiri en nú, sem hlýtur að vera forráðamönnum blaðsins umhugsunarefni. Ábyrgð blaðamanna er því mikil gagnvart samfélaginu. Það fylgir því líka ábyrgð að birta ekki ákveðna hluti og koma þannig í veg fyrir að þeir komist til almennra borgara úti í þjóðfélaginu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, stendur einhvers staðar, og það á við í þessu tilfelli eins og svo oft áður. Tilkoma netsins hefur breytt ýmsu varðandi fjölmiðlun, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim, þar sem netið á annað borð fær að vera í friði fyrir stjórnvöldum. Viðbrögðin hér á netinu hafa heldur ekki látið á sér standa, því þar hafa ótalmargir lagt orð í belg í tilefni af þessu máli. Þar er ýmist um að ræða nafnlausa pistla eða að menn skrifa undir nafni. Þarna gilda engar ritstjórnarlegar reglur eins og á fjölmiðlum og getur því næstum hver sem er sagt hvað sem er. Tilkoma netsins hefur orðið til þess að ekkert mál liggur í þagnargildi, heldur þvert á móti skrifa þar margir fremur ábyrgðarlaust, eins og raunin virðist ætla að verða með þetta mál. Það sem fámennur hópur hvíslaðist á um hér áður fyrr er nú aðgengilegt á tölvuskjánum á hverjum vinnustað og heimili landsins. Það er því áleitin spurning hver ber ábyrgð á ýmsum skrifum sem þarna birtast, öfugt við það sem gerist varðandi Ísafjarðarfréttina í DV, því þar geta menn beint spjótum sínum að ákveðnum mönnum sem verða svo að taka afleiðingum af því sem birtist í blaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Forsíðufrétt DV á þriðjudaginn um lögreglurannsókn á meintu kynferðisafbroti manns um sextugt á Ísafirði gagnvart piltum og sjálfsvíg hans daginn eftir, hefur að vonum vakið mikil og sterk viðbrögð í þjóðfélaginu. Fólk tengir þetta tvennt saman og sumir hafa haft uppi stór orð vegna þessa. Á einangruðum stað eins og Ísafirði, þar sem næstum allir þekkja alla, vekur þetta líka sterkari viðbrögð, en ef málið ætti rætur á höfuðborgarsvæðinu. Þarna var líka um að ræða mjög þekktan einstakling á Ísafirði sem hafði sett svip sinn á mannlífið þar. Blaðamenn eru stöðugt að velja og hafna í miðla sína, kanna mál og leita eftir mismunandi sjónarmiðum til að lesendur, áhorfendur og áheyrendur geti svo myndað sér skoðun á einstökum málum. Blaðamenn DV segjast vera sannleiksleitandi og ekki hlífa neinum, en stundum þurfa menn að athuga sinn gang og fara vandlega yfir hvað skuli birt og hvað ekki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttaflutningur og uppsláttur DV veldur umtali í þjóðfélaginu og háværar raddir fordæma hann, en viðbrögðin hafa líklega aldrei verið meiri en nú, sem hlýtur að vera forráðamönnum blaðsins umhugsunarefni. Ábyrgð blaðamanna er því mikil gagnvart samfélaginu. Það fylgir því líka ábyrgð að birta ekki ákveðna hluti og koma þannig í veg fyrir að þeir komist til almennra borgara úti í þjóðfélaginu. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, stendur einhvers staðar, og það á við í þessu tilfelli eins og svo oft áður. Tilkoma netsins hefur breytt ýmsu varðandi fjölmiðlun, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim, þar sem netið á annað borð fær að vera í friði fyrir stjórnvöldum. Viðbrögðin hér á netinu hafa heldur ekki látið á sér standa, því þar hafa ótalmargir lagt orð í belg í tilefni af þessu máli. Þar er ýmist um að ræða nafnlausa pistla eða að menn skrifa undir nafni. Þarna gilda engar ritstjórnarlegar reglur eins og á fjölmiðlum og getur því næstum hver sem er sagt hvað sem er. Tilkoma netsins hefur orðið til þess að ekkert mál liggur í þagnargildi, heldur þvert á móti skrifa þar margir fremur ábyrgðarlaust, eins og raunin virðist ætla að verða með þetta mál. Það sem fámennur hópur hvíslaðist á um hér áður fyrr er nú aðgengilegt á tölvuskjánum á hverjum vinnustað og heimili landsins. Það er því áleitin spurning hver ber ábyrgð á ýmsum skrifum sem þarna birtast, öfugt við það sem gerist varðandi Ísafjarðarfréttina í DV, því þar geta menn beint spjótum sínum að ákveðnum mönnum sem verða svo að taka afleiðingum af því sem birtist í blaðinu.