Mikil fjölgun íbúa á Íslandi 13. janúar 2006 03:12 Forsætisráðherra landsins og hagstofustjóri fögnuðu nýfæddum snáða fyrr í vikunni og buðu hann velkominn í heiminn sem þrjúhundruðþúsundasta Íslendinginn. Þetta var skemmtileg uppákoma og þakklátt fjölmiðlaefni eins og myndir af hvítvoðungum og viðtöl við nýbakaða foreldra þeirra eru alltaf. Hitt er þó ljóst að nær hefði líklega verið að fara suður í Leifsstöð og taka þar á móti þrjúhundruðþúsundasta Íslendingnum því hin öra mannfjölgun hér á landi liggur fremur í hraðri fjölgun innflytjenda en tíðum barneignum, þótt vissulega séum við Íslendingar iðnari en aðrar vestrænar þjóðir við þær. Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær kom fram að hlutfall erlendra ríkisborgara er á skömmum tíma orðið svipað og í nágrannalöndum okkar eða 4,5 prósent sem er sama hlutfall og til dæmis í Noregi. Hraðbyri stefnir í að við náum Danmörku og Svíþjóð en í þeim löndum er hlutfall erlendra ríkisborgara 5 og 5,3 prósent. Erlendir ríkisborgarar eru nú orðnir 14.000 talsins og hefur þeim fjölgað um hvorki meira né minna en 3.500 manns á síðasta ári sem er um það bil sami fjöldi og á heilum áratug frá 1991 til 2000. Á skömmum tíma hefur íslenskt samfélag sem lengi hefur einkennst af sterkri þjóðerniskennd orðið afar fjölmenningarlegt. Einsleitt samfélag hefur þróast í átt til mun meiri fjölbreytni.Flestir virðast líka sammála um að fjölgun útlendinga hafi auðgað samfélag okkar og menningu. Þeir innflytjendur sem hingað koma eru fyrst og fremst komnir til að vinna, margir vegna þess að fólk vantar til starfa í ýmsum undirstöðuatvinnugreinum þar sem erfitt hefur verið að fá Íslendinga til að vinna. Því miður hefur oft verið brotinn réttur á erlendu fólki sem hingað er komið til starfa. Laun þess hafa ekki verið í samræmi við kauptaxta sem bundið er í lög að fara eftir og húsnæði sem fólki hefur verið útvegað verið fyrir neðan allar hellur. Öðrum útlendingum hefur sem betur fer vegnað vel og lifa hér góðu lífi. Ljóst er að vinnukraftur útlendinga skiptir sköpum í íslensku efnahagslífi og fræðimenn hafa bent á að mun hagkvæmara væri að íbúar hér á landi væru til muna fleiri en þeir eru í dag. Það er því hagur allra að útlendingum haldi áfram að fjölga og að þeim líði hér svo vel að sem flestir sjái ekki ástæðu til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna. Til þess að svo megi verða þarf að efla enn frekar stuðning við þá útlendinga sem hingað flytja. Við þurfum að hlúa að börnum þeirra og uppræta hið mikla brottfall unglinga af erlendum uppruna í framhaldsskólum svo dæmi sé tekið. Við þurfum einnig að efla íslenskukennslu hinna fullorðnu þannig að menntun þeirra og reynsla geti nýst okkur sem skyldi. Síðast en ekki síst er það skylda okkar að sýna því fólki sem hingað er komið til að taka þátt í atvinnulífi okkar og samfélagi þá virðingu sem allt fólk á skilið. Saman mun okkur halda áfram að fjölga og fjölbreytileg menning og efnahagslíf dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Forsætisráðherra landsins og hagstofustjóri fögnuðu nýfæddum snáða fyrr í vikunni og buðu hann velkominn í heiminn sem þrjúhundruðþúsundasta Íslendinginn. Þetta var skemmtileg uppákoma og þakklátt fjölmiðlaefni eins og myndir af hvítvoðungum og viðtöl við nýbakaða foreldra þeirra eru alltaf. Hitt er þó ljóst að nær hefði líklega verið að fara suður í Leifsstöð og taka þar á móti þrjúhundruðþúsundasta Íslendingnum því hin öra mannfjölgun hér á landi liggur fremur í hraðri fjölgun innflytjenda en tíðum barneignum, þótt vissulega séum við Íslendingar iðnari en aðrar vestrænar þjóðir við þær. Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í gær kom fram að hlutfall erlendra ríkisborgara er á skömmum tíma orðið svipað og í nágrannalöndum okkar eða 4,5 prósent sem er sama hlutfall og til dæmis í Noregi. Hraðbyri stefnir í að við náum Danmörku og Svíþjóð en í þeim löndum er hlutfall erlendra ríkisborgara 5 og 5,3 prósent. Erlendir ríkisborgarar eru nú orðnir 14.000 talsins og hefur þeim fjölgað um hvorki meira né minna en 3.500 manns á síðasta ári sem er um það bil sami fjöldi og á heilum áratug frá 1991 til 2000. Á skömmum tíma hefur íslenskt samfélag sem lengi hefur einkennst af sterkri þjóðerniskennd orðið afar fjölmenningarlegt. Einsleitt samfélag hefur þróast í átt til mun meiri fjölbreytni.Flestir virðast líka sammála um að fjölgun útlendinga hafi auðgað samfélag okkar og menningu. Þeir innflytjendur sem hingað koma eru fyrst og fremst komnir til að vinna, margir vegna þess að fólk vantar til starfa í ýmsum undirstöðuatvinnugreinum þar sem erfitt hefur verið að fá Íslendinga til að vinna. Því miður hefur oft verið brotinn réttur á erlendu fólki sem hingað er komið til starfa. Laun þess hafa ekki verið í samræmi við kauptaxta sem bundið er í lög að fara eftir og húsnæði sem fólki hefur verið útvegað verið fyrir neðan allar hellur. Öðrum útlendingum hefur sem betur fer vegnað vel og lifa hér góðu lífi. Ljóst er að vinnukraftur útlendinga skiptir sköpum í íslensku efnahagslífi og fræðimenn hafa bent á að mun hagkvæmara væri að íbúar hér á landi væru til muna fleiri en þeir eru í dag. Það er því hagur allra að útlendingum haldi áfram að fjölga og að þeim líði hér svo vel að sem flestir sjái ekki ástæðu til að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna. Til þess að svo megi verða þarf að efla enn frekar stuðning við þá útlendinga sem hingað flytja. Við þurfum að hlúa að börnum þeirra og uppræta hið mikla brottfall unglinga af erlendum uppruna í framhaldsskólum svo dæmi sé tekið. Við þurfum einnig að efla íslenskukennslu hinna fullorðnu þannig að menntun þeirra og reynsla geti nýst okkur sem skyldi. Síðast en ekki síst er það skylda okkar að sýna því fólki sem hingað er komið til að taka þátt í atvinnulífi okkar og samfélagi þá virðingu sem allt fólk á skilið. Saman mun okkur halda áfram að fjölga og fjölbreytileg menning og efnahagslíf dafna.