Skatthlutfall og skattbyrði 20. janúar 2006 00:01 Það er nöturlegt til þess að hugsa að það séu þeir sem lægstar hafa tekjurnar sem hafa farið verst út úr skattlagningu tekna sinna á undanförnum tíu árum samkvæmt því sem Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands hélt fram í Morgunblaðsgrein í vikunni. Það virðist vera segin saga að það eru þeir tekjulægstu í þjóðfélaginu sem ekki ná fram sanngjörnum kröfum sínum, eða þá að ráðstafanir stjórnvalda í þá átt að jafna kjörin ná ekki í gegn til þeirra. Ríkisstjórnin lagði upp með það í upphafi kjörtímabilsins að lækka skatta og hefur vissulega fylgt eftir stefnu sinni í þeim efnum. Þannig hefur álagningarprósenta tekjuskatts einstaklinga verið lækkuð um hver áramót og enn á hún eftir að lækka. Þá hefur svokallaður hátekjuskattur verið felldur niður og sömuleiðis eignarskattur frá og með síðustu áramótum. Allt er þetta góðra gjalda vert, en þá er það spurningin hverjum kemur þetta helst til góða, því skatthlutfall og skattbyrði er ekki það sama. Í þessu sambandi er líka rétt að hafa í huga að ekki renna allir skattar til ríkisins, heldur fer drjúgur hluti einstaklingsskatta til sveitarfélaganna í formi útsvars, og þar hefur orðið töluverð hækkun á síðustu árum. Stór hluti sveitarfélaga nýtir sér útsvarsálagninguna til hins ýtrasta, og dugar varla til hjá sumum. Niðurstaðan varðandi skattbyrðina er sú að hún kemur auðvitað ekki þeim til góða sem mjög lágar tekjur hafa og greiða ekki skatta, heldur fyrst og fremst þeim sem hafa góðar tekjur og eiga eignir sem þurft hefur fram til þessa að greiðar af eignarskatt. Þótt fjármálaráðherrann og aðrir formælendur ríkisstjórnarinnar haldi því fram með réttu að kaupmáttur launatekna hafi aukist, þá á það jafnt við um þá sem hafa miklar eða litlar tekjur, og þeir sem eru í efri kantinum hljóta þá að hafa hagnast mest á kaupmáttaraukningunni. Þá er það enn einn hópurinn sem notið hefur skattastefnu stjórnvalda, en það eru þeir sem lifa af fjármagnstekjum og greiða aðeins tíu prósenta brúttóskatt af þeim. Hörð og mikil umræða hefur öðru hvoru gosið upp í þjóðfélaginu á undanförnum misserum um skattlagningu þessara einstaklinga. Þeir eru að vísu ekki margir, en sumir þeirra eru áberandi í þjóðlífinu. Grein Stefáns Ólafssonar vekur menn til umhugsunar um skattlagningu einstaklinga, líkt og málflutningur eldri borgara um sama efni. Samtök þeirra hafa nú í töluvert langan tíma haldið því fram að kjör eldri borgara hafi orðið lakari með hverju árinu sem líði vegna þess að skattleysismörk hafi í mörg ár ekki fylgt launaþróuninni í landinu. Þótt fjármálaráðherrann og aðrir formælendur ríkisstjórnarinnar haldi því fram með réttu að kaupmáttur launatekna hafi aukist, þá á það jafnt við um þá sem hafa miklar eða litlar tekjur, og þeir sem eru í efri kantinum hljóta þá að hafa hagnast mest á kaupmáttaraukningunni. Eftir stendur samkvæmt kenningu prófessorsins að skattbyrðin hefur fyrst og fremst aukist hjá lágtekjufólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Það er nöturlegt til þess að hugsa að það séu þeir sem lægstar hafa tekjurnar sem hafa farið verst út úr skattlagningu tekna sinna á undanförnum tíu árum samkvæmt því sem Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands hélt fram í Morgunblaðsgrein í vikunni. Það virðist vera segin saga að það eru þeir tekjulægstu í þjóðfélaginu sem ekki ná fram sanngjörnum kröfum sínum, eða þá að ráðstafanir stjórnvalda í þá átt að jafna kjörin ná ekki í gegn til þeirra. Ríkisstjórnin lagði upp með það í upphafi kjörtímabilsins að lækka skatta og hefur vissulega fylgt eftir stefnu sinni í þeim efnum. Þannig hefur álagningarprósenta tekjuskatts einstaklinga verið lækkuð um hver áramót og enn á hún eftir að lækka. Þá hefur svokallaður hátekjuskattur verið felldur niður og sömuleiðis eignarskattur frá og með síðustu áramótum. Allt er þetta góðra gjalda vert, en þá er það spurningin hverjum kemur þetta helst til góða, því skatthlutfall og skattbyrði er ekki það sama. Í þessu sambandi er líka rétt að hafa í huga að ekki renna allir skattar til ríkisins, heldur fer drjúgur hluti einstaklingsskatta til sveitarfélaganna í formi útsvars, og þar hefur orðið töluverð hækkun á síðustu árum. Stór hluti sveitarfélaga nýtir sér útsvarsálagninguna til hins ýtrasta, og dugar varla til hjá sumum. Niðurstaðan varðandi skattbyrðina er sú að hún kemur auðvitað ekki þeim til góða sem mjög lágar tekjur hafa og greiða ekki skatta, heldur fyrst og fremst þeim sem hafa góðar tekjur og eiga eignir sem þurft hefur fram til þessa að greiðar af eignarskatt. Þótt fjármálaráðherrann og aðrir formælendur ríkisstjórnarinnar haldi því fram með réttu að kaupmáttur launatekna hafi aukist, þá á það jafnt við um þá sem hafa miklar eða litlar tekjur, og þeir sem eru í efri kantinum hljóta þá að hafa hagnast mest á kaupmáttaraukningunni. Þá er það enn einn hópurinn sem notið hefur skattastefnu stjórnvalda, en það eru þeir sem lifa af fjármagnstekjum og greiða aðeins tíu prósenta brúttóskatt af þeim. Hörð og mikil umræða hefur öðru hvoru gosið upp í þjóðfélaginu á undanförnum misserum um skattlagningu þessara einstaklinga. Þeir eru að vísu ekki margir, en sumir þeirra eru áberandi í þjóðlífinu. Grein Stefáns Ólafssonar vekur menn til umhugsunar um skattlagningu einstaklinga, líkt og málflutningur eldri borgara um sama efni. Samtök þeirra hafa nú í töluvert langan tíma haldið því fram að kjör eldri borgara hafi orðið lakari með hverju árinu sem líði vegna þess að skattleysismörk hafi í mörg ár ekki fylgt launaþróuninni í landinu. Þótt fjármálaráðherrann og aðrir formælendur ríkisstjórnarinnar haldi því fram með réttu að kaupmáttur launatekna hafi aukist, þá á það jafnt við um þá sem hafa miklar eða litlar tekjur, og þeir sem eru í efri kantinum hljóta þá að hafa hagnast mest á kaupmáttaraukningunni. Eftir stendur samkvæmt kenningu prófessorsins að skattbyrðin hefur fyrst og fremst aukist hjá lágtekjufólki.