Straumurinn stöðvast ekki 14. febrúar 2006 09:16 Í umræðum um byggðamál á Alþingi í síðustu viku var lagt til að taka ætti málaflokkinn af iðnaðarráðuneytinu og flytja til forsætisráðuneytisins. Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra fannst lítið til um málflutning kollega sinna á þingi og kallaði umræðuna "raus í átta klukkustundir". Hugmyndin um tilfærslu byggðamála er þó alls ekki fráleit, áfangastaður þeirra á hins vegar ekki að vera forsætisráðuneytið heldur menntamálaráðuneytið. Þar með væri skrefið stigið til fulls og viðurkennt að byggðastefna er ákveðin verndarstefna um menningarverðmæti; að hugmyndin að baki henni er í raun og veru sú að hægt sé að koma í veg fyrir að viss tegund af lífsháttum verði tímanum og gleymskunni að bráð. Núverandi byggðastefna virðist þegar upp er staðið snúast að mestu leyti um að berjast gegn fækkun íbúa úti á landi, helst með sértækum stjórnvaldsaðgerðum og niðurgreiðslu til þess sem er kallað atvinnuskapandi verkefni. En þrátt fyrir alla viðleitni undanfarinna ára hefur þó lítið lát orðið á straumi fólks til suðvesturhornsins. Stærsta og besta dæmið er að þrátt fyrir hinar gríðarlegu framkvæmdir á Austurlandi, virkjun við Kárahnjúka og álver í Reyðarfirði, halda Austfirðingar áfram að flytjast brott frá heimahögunum. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fjölgar vissulega íbúum á svæðinu, en sú fjölgun byggir eingöngu á útlendingum, eða eins og segir á vef Hagstofunnar; "Ef einungis er tekið mið af innanlandsflutningum til Austurlands vekur athygli að brottfluttir Austfirðingar voru fleiri en aðfluttir." Og hinir nýju íbúar á Austurlandi eru hreint ekki komnir til langdvalar, heldur eru að langstærstum hluta farandverkamenn sem halda til annarra starfa í öðrum löndum þegar vinnu þeirra er lokið hér. Þetta er sláandi staðreynd, en kemur þó ekki á óvart því sömu fréttir hafa borist frá Hagstofunni um hver áramót frá því framkvæmdirnar fyrir austan hófust. Og vissulega er þetta líka umhugsunarefni fyrir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, og aðra ráðamenn fyrir norðan sem eiga sér þá ósk heitasta að fá álver í sveitina sína. Hvar fólk kýs að búa snýst ekki um atvinnutækifæri nema að takmörkuðu leyti. Við Íslendingar erum ekkert öðruvísi en annað fólk, allt frá Suður-Afríku til Noregs, þar sem straumurinn liggur til þéttbýliskjarna. Borgarlíf er lífsmáti nútímans. Nálægð við fleira fólk, verslun, þjónustu, félags- og menningarlíf er hinn sterki segull sem fábreyttari tilvera landsbyggðarinnar á erfitt með að streitast gegn. En eins og svo margt annað leitar lífið alltaf ákveðins jafnvægis og undanfarin ár hafa Íslendingar í stórum stíl sótt til sveita aftur. Ekki eru aðeins góðar sumarbústaðajarðir í kringum höfuðborgina fyrir löngu uppseldar heldur teygir tómstundabyggð landsmanna sig nú um allt land, frá eyðifjörðum og eyjum til lítilla þorpa þar sem yfirgefin hús hafa öðlast nýtt líf. Sífellt fleiri höfuborgarbúar eiga sér annað heimili úti á landsbyggðinni þar sem þeir una sér fjarri hraða og skarkala þéttbýlisins. Og þetta hefur gerst af sjálfu sér, án handleiðslu stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun
Í umræðum um byggðamál á Alþingi í síðustu viku var lagt til að taka ætti málaflokkinn af iðnaðarráðuneytinu og flytja til forsætisráðuneytisins. Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra fannst lítið til um málflutning kollega sinna á þingi og kallaði umræðuna "raus í átta klukkustundir". Hugmyndin um tilfærslu byggðamála er þó alls ekki fráleit, áfangastaður þeirra á hins vegar ekki að vera forsætisráðuneytið heldur menntamálaráðuneytið. Þar með væri skrefið stigið til fulls og viðurkennt að byggðastefna er ákveðin verndarstefna um menningarverðmæti; að hugmyndin að baki henni er í raun og veru sú að hægt sé að koma í veg fyrir að viss tegund af lífsháttum verði tímanum og gleymskunni að bráð. Núverandi byggðastefna virðist þegar upp er staðið snúast að mestu leyti um að berjast gegn fækkun íbúa úti á landi, helst með sértækum stjórnvaldsaðgerðum og niðurgreiðslu til þess sem er kallað atvinnuskapandi verkefni. En þrátt fyrir alla viðleitni undanfarinna ára hefur þó lítið lát orðið á straumi fólks til suðvesturhornsins. Stærsta og besta dæmið er að þrátt fyrir hinar gríðarlegu framkvæmdir á Austurlandi, virkjun við Kárahnjúka og álver í Reyðarfirði, halda Austfirðingar áfram að flytjast brott frá heimahögunum. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fjölgar vissulega íbúum á svæðinu, en sú fjölgun byggir eingöngu á útlendingum, eða eins og segir á vef Hagstofunnar; "Ef einungis er tekið mið af innanlandsflutningum til Austurlands vekur athygli að brottfluttir Austfirðingar voru fleiri en aðfluttir." Og hinir nýju íbúar á Austurlandi eru hreint ekki komnir til langdvalar, heldur eru að langstærstum hluta farandverkamenn sem halda til annarra starfa í öðrum löndum þegar vinnu þeirra er lokið hér. Þetta er sláandi staðreynd, en kemur þó ekki á óvart því sömu fréttir hafa borist frá Hagstofunni um hver áramót frá því framkvæmdirnar fyrir austan hófust. Og vissulega er þetta líka umhugsunarefni fyrir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, og aðra ráðamenn fyrir norðan sem eiga sér þá ósk heitasta að fá álver í sveitina sína. Hvar fólk kýs að búa snýst ekki um atvinnutækifæri nema að takmörkuðu leyti. Við Íslendingar erum ekkert öðruvísi en annað fólk, allt frá Suður-Afríku til Noregs, þar sem straumurinn liggur til þéttbýliskjarna. Borgarlíf er lífsmáti nútímans. Nálægð við fleira fólk, verslun, þjónustu, félags- og menningarlíf er hinn sterki segull sem fábreyttari tilvera landsbyggðarinnar á erfitt með að streitast gegn. En eins og svo margt annað leitar lífið alltaf ákveðins jafnvægis og undanfarin ár hafa Íslendingar í stórum stíl sótt til sveita aftur. Ekki eru aðeins góðar sumarbústaðajarðir í kringum höfuðborgina fyrir löngu uppseldar heldur teygir tómstundabyggð landsmanna sig nú um allt land, frá eyðifjörðum og eyjum til lítilla þorpa þar sem yfirgefin hús hafa öðlast nýtt líf. Sífellt fleiri höfuborgarbúar eiga sér annað heimili úti á landsbyggðinni þar sem þeir una sér fjarri hraða og skarkala þéttbýlisins. Og þetta hefur gerst af sjálfu sér, án handleiðslu stjórnvalda.