Góðverk gerð sýnileg 3. mars 2006 01:09 Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fyrsta sinn í gær. Sex einstaklingar og samtök hlutu verðlaunin en auk þeirra voru átján tilnefndir af dómnefnd sem vann úr yfir 200 tilnefningum frá lesendum blaðsins. Líklega var fyrst hreyft við þeirri hugmynd fyrir hátt í þremur árum að efna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Hugmyndin hefur s vo lifað með okkur og þróast þar til í vetur að ákveðið var að taka af skarið og hrinda henni í framkvæmd. Við sem hér á blaðinu störfum erum stolt af því að Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins séu nú orðin að veruleika. Í framtíðinni verður veiting Samfélagsverðlaunanna árlegur viðburður og ætlunin er að gera þau að eftirsóknarverðum heiðri fyrir þá sem þau hljóta. Einhverjir kunna að spyrja sig hvers vegna við viljum veita Samfélagsverðlaun og hver sé tilgangur þeirra. Svarið er einfalt. Alls staðar í samfélaginu eru samborgarar okkar að láta gott af sér leiða með margvíslegum hætti, gera eilítið meira en borgaraleg skylda segir til um, eða jafnvel miklu meira. Markmið Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins er að gera slík verk sýnileg. Í fyrsta lagi vegna þess að þessir samborgarar okkar vinna iðulega störf sín í hljóði, jafnvel þannig að fáir vita af þeim aðrir en þeir sem góðverkanna njóta. Í öðru lagi langar okkur að heiðra fólk sem með alls kyns góðgerða- og sjálfboðastarfi gerir meira en hægt er að ætlast til af venjulegum borgurum. Síðast en ekki síst eru þessi góðverk dregin fram í dagsljósið vegna þess að þau kunna að verða öðrum til eftirbreytni og kynning þeirra getur þannig breitt út það sem vel er gert. Ýmislegt sem vel er gert er viðurkennt á margan hátt, til dæmis á sviði menningar og lista, íþrótta og viðskipta svo eitthvað sé nefnt. Fréttablaðið er hreykið af því að efna nú til verðlaunaveitinga til handa þeim sem með breytni sinni í stóru eða smáu hafa tekið að sér hlutverk sem hafa gert mörgum eða fáum gott. Viðbrögð frá lesendum létu ekki á sér standa þegar til þeirra var leitað við að tilnefna til Samfélagsverðlaunanna. Liðlega 300 tilnefningar bárust og tóku til yfir 200 einstaklinga og samtaka í þeim sex flokkum sem verðlaunin náðu til. Þegar tilnefningafresturinn var runninn út tók dómnefnd við. Blaðið var svo heppið að fá til liðs við sig öndvegisfólk, þau Davíð Scheving Thorsteinsson, Guðjón Friðriksson og Svanfríði Jónasdóttur, sem lögðu af mörkum óeigingjarnt og gott starf. Verk dómnefndar var umfangsmikið og iðulega stóð hún frammi fyrir því að valið var erfitt milli þeirra fjölmörgu sem lesendur höfðu tilnefnt. Verðlaunahöfum og öllum tilnefndum er hér óskað til hamingju með að vera í hópi þeirra sem valdir voru til að hljóta Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í fyrsta sinn. Allt þetta fólk er svo sannarlega verðugt þess að athygli sé vakin á verkum þess og á þakkir skildar fyrir framlag sitt til að gera samfélagið okkar betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í fyrsta sinn í gær. Sex einstaklingar og samtök hlutu verðlaunin en auk þeirra voru átján tilnefndir af dómnefnd sem vann úr yfir 200 tilnefningum frá lesendum blaðsins. Líklega var fyrst hreyft við þeirri hugmynd fyrir hátt í þremur árum að efna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins. Hugmyndin hefur s vo lifað með okkur og þróast þar til í vetur að ákveðið var að taka af skarið og hrinda henni í framkvæmd. Við sem hér á blaðinu störfum erum stolt af því að Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins séu nú orðin að veruleika. Í framtíðinni verður veiting Samfélagsverðlaunanna árlegur viðburður og ætlunin er að gera þau að eftirsóknarverðum heiðri fyrir þá sem þau hljóta. Einhverjir kunna að spyrja sig hvers vegna við viljum veita Samfélagsverðlaun og hver sé tilgangur þeirra. Svarið er einfalt. Alls staðar í samfélaginu eru samborgarar okkar að láta gott af sér leiða með margvíslegum hætti, gera eilítið meira en borgaraleg skylda segir til um, eða jafnvel miklu meira. Markmið Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins er að gera slík verk sýnileg. Í fyrsta lagi vegna þess að þessir samborgarar okkar vinna iðulega störf sín í hljóði, jafnvel þannig að fáir vita af þeim aðrir en þeir sem góðverkanna njóta. Í öðru lagi langar okkur að heiðra fólk sem með alls kyns góðgerða- og sjálfboðastarfi gerir meira en hægt er að ætlast til af venjulegum borgurum. Síðast en ekki síst eru þessi góðverk dregin fram í dagsljósið vegna þess að þau kunna að verða öðrum til eftirbreytni og kynning þeirra getur þannig breitt út það sem vel er gert. Ýmislegt sem vel er gert er viðurkennt á margan hátt, til dæmis á sviði menningar og lista, íþrótta og viðskipta svo eitthvað sé nefnt. Fréttablaðið er hreykið af því að efna nú til verðlaunaveitinga til handa þeim sem með breytni sinni í stóru eða smáu hafa tekið að sér hlutverk sem hafa gert mörgum eða fáum gott. Viðbrögð frá lesendum létu ekki á sér standa þegar til þeirra var leitað við að tilnefna til Samfélagsverðlaunanna. Liðlega 300 tilnefningar bárust og tóku til yfir 200 einstaklinga og samtaka í þeim sex flokkum sem verðlaunin náðu til. Þegar tilnefningafresturinn var runninn út tók dómnefnd við. Blaðið var svo heppið að fá til liðs við sig öndvegisfólk, þau Davíð Scheving Thorsteinsson, Guðjón Friðriksson og Svanfríði Jónasdóttur, sem lögðu af mörkum óeigingjarnt og gott starf. Verk dómnefndar var umfangsmikið og iðulega stóð hún frammi fyrir því að valið var erfitt milli þeirra fjölmörgu sem lesendur höfðu tilnefnt. Verðlaunahöfum og öllum tilnefndum er hér óskað til hamingju með að vera í hópi þeirra sem valdir voru til að hljóta Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í fyrsta sinn. Allt þetta fólk er svo sannarlega verðugt þess að athygli sé vakin á verkum þess og á þakkir skildar fyrir framlag sitt til að gera samfélagið okkar betra.