Er breytinga þörf? 20. mars 2006 00:01 Stöður dómara í Hæstarétti Íslands eru ekki aðeins há embætti heldur þau mikilvægustu og vandasömustu í stjórnkerfinu utan hins pólitíska vettvangs. Á miklu veltur að þar sitji öndvegis lögfræðingar. Mat þar um er ekki alltaf einfalt og erfitt að bregða á það reglustrikumælikvörðum. Í því ljósi má undrum sæta hversu sjaldan skipun í þessi embætti hefur valdið átökum eða djúpstæðum deilum. Þó hefur það eðlilega gerst í gegnum tíðina. Við skipanir í embætti dómara í Hæstarétt árin 2003 og 2004 urðu talsverðar umræður og deilur. Þær leiddu af sér spurningar um hvort breyta ætti um aðferð við veitingu þessara embætta. Álitaefni af því tagi hafa oft áður komið fram. Deilur hafa ekki alltaf verið tilefni þess. Staðreynd er að erfitt hefur verið að benda á annan kost heppilegri en þann að dómsmálaráðherrann beri endanlega ábyrgð á ákvörðunum um þessi efni. Það segir hins vegar ekki að ferli við undirbúning þessara ákvarðana megi ekki breyta. Málefnalegur grundvöllur ákvarðana, að undanskildu mati ráðherra, byggir nú alfarið á umsögn hæstaréttar sjálfs. Mat réttarins hefur stöku sinnum orkað tvímælis og verið umdeilt í röðum lögvísindamanna. Vandinn í þessu efni felst því ekki einvörðungu í endanlegu mati ráðherra. Hann getur einnig falist í því mati sem fram kemur í umsögn Hæstaréttar, enda eru mælikvarðarnir ekki einhlítir. Að ýmsu er því að hyggja í þessum efnum. Ef litið er á þær deilur sem stóðu um tvær síðustu stöðuveitingar í Hæstarétt má segja að rök hafi verið fyrir þeirri gagnrýni sem færð var fram á mat ráðherrans árið 2003. Á hinn bóginn má rökstyðja að matið í umsögn Hæstaréttar árið 2004 hafi orkað tvímælis út frá fræðilegri hæfni og reynslu umsækjenda. Helsta álitaefnið þá laut í raun og veru að því hvort sá sem skipaður var hefði verið um of flæktur í pólitískar deilur. Í mati Hæstaréttar var sú staðreynd hins vegar ekki talin valda vanhæfi. Settur dómsmálaráðherra hafði því ekki ástæðu til að láta það sjónarmið hafa áhrif á mat sitt. Hæstiréttur hefur gengisfellt umsækjanda vegna aldurs. Var það persónubundið mat eða almenn regla? Það kemur í ljós þegar tilefni verður til að beita því sjónarmiði aftur. Að öllu athuguðu væri óheppilegt ef Hæstiréttur hefði sjálfur úrslitaáhrif á skipun dómara og gæti þannig endurnýjað sig sjálfur. Ef breyta á umsagnarferlinu væri æskilegt að umsagnarnefnd skipuð fremstu mönnum á helstu sviðum lögfræðilegra viðfangsefna legði fram málefnalegt mat á umsækjendum. Ekki væri útilokað að þrengja með einhverjum hætti mat ráðherrans. Hitt væri óskynsamlegt að leysa hann frá endanlegri ábyrgð. Verst væri að færa ábyrgðina inn í sali Alþingis. Persónuleg ábyrgð ráðherra sem bundinn er af þingræðisreglu er betri kostur. Hitt væri ávísun á hrossakaup. Dreifð ábyrgð dregur sannarlega ekki úr hættu á ómálefnalegu mati. Nú stendur fyrir dyrum að skipa dómara í Hæstarétt. Í ljósi þess að dómsmálaráðherra hefur nýlokið samningum við einn umsækjanda vegna deilna frá fyrri embættaveitingu verður að meta stöðu hans þannig að eðlilegt megi telja að ráðherrann víki við meðferð málsins. Því fer fjarri að í því felist getgátur um að þeir samningar hafi lotið að ráðstöfun þeirrar stöðu sem nú er laus en vegna þessarar sérstöku aðstöðu myndi það auka traust á þeirri ákvörðun sem tekin verður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Stöður dómara í Hæstarétti Íslands eru ekki aðeins há embætti heldur þau mikilvægustu og vandasömustu í stjórnkerfinu utan hins pólitíska vettvangs. Á miklu veltur að þar sitji öndvegis lögfræðingar. Mat þar um er ekki alltaf einfalt og erfitt að bregða á það reglustrikumælikvörðum. Í því ljósi má undrum sæta hversu sjaldan skipun í þessi embætti hefur valdið átökum eða djúpstæðum deilum. Þó hefur það eðlilega gerst í gegnum tíðina. Við skipanir í embætti dómara í Hæstarétt árin 2003 og 2004 urðu talsverðar umræður og deilur. Þær leiddu af sér spurningar um hvort breyta ætti um aðferð við veitingu þessara embætta. Álitaefni af því tagi hafa oft áður komið fram. Deilur hafa ekki alltaf verið tilefni þess. Staðreynd er að erfitt hefur verið að benda á annan kost heppilegri en þann að dómsmálaráðherrann beri endanlega ábyrgð á ákvörðunum um þessi efni. Það segir hins vegar ekki að ferli við undirbúning þessara ákvarðana megi ekki breyta. Málefnalegur grundvöllur ákvarðana, að undanskildu mati ráðherra, byggir nú alfarið á umsögn hæstaréttar sjálfs. Mat réttarins hefur stöku sinnum orkað tvímælis og verið umdeilt í röðum lögvísindamanna. Vandinn í þessu efni felst því ekki einvörðungu í endanlegu mati ráðherra. Hann getur einnig falist í því mati sem fram kemur í umsögn Hæstaréttar, enda eru mælikvarðarnir ekki einhlítir. Að ýmsu er því að hyggja í þessum efnum. Ef litið er á þær deilur sem stóðu um tvær síðustu stöðuveitingar í Hæstarétt má segja að rök hafi verið fyrir þeirri gagnrýni sem færð var fram á mat ráðherrans árið 2003. Á hinn bóginn má rökstyðja að matið í umsögn Hæstaréttar árið 2004 hafi orkað tvímælis út frá fræðilegri hæfni og reynslu umsækjenda. Helsta álitaefnið þá laut í raun og veru að því hvort sá sem skipaður var hefði verið um of flæktur í pólitískar deilur. Í mati Hæstaréttar var sú staðreynd hins vegar ekki talin valda vanhæfi. Settur dómsmálaráðherra hafði því ekki ástæðu til að láta það sjónarmið hafa áhrif á mat sitt. Hæstiréttur hefur gengisfellt umsækjanda vegna aldurs. Var það persónubundið mat eða almenn regla? Það kemur í ljós þegar tilefni verður til að beita því sjónarmiði aftur. Að öllu athuguðu væri óheppilegt ef Hæstiréttur hefði sjálfur úrslitaáhrif á skipun dómara og gæti þannig endurnýjað sig sjálfur. Ef breyta á umsagnarferlinu væri æskilegt að umsagnarnefnd skipuð fremstu mönnum á helstu sviðum lögfræðilegra viðfangsefna legði fram málefnalegt mat á umsækjendum. Ekki væri útilokað að þrengja með einhverjum hætti mat ráðherrans. Hitt væri óskynsamlegt að leysa hann frá endanlegri ábyrgð. Verst væri að færa ábyrgðina inn í sali Alþingis. Persónuleg ábyrgð ráðherra sem bundinn er af þingræðisreglu er betri kostur. Hitt væri ávísun á hrossakaup. Dreifð ábyrgð dregur sannarlega ekki úr hættu á ómálefnalegu mati. Nú stendur fyrir dyrum að skipa dómara í Hæstarétt. Í ljósi þess að dómsmálaráðherra hefur nýlokið samningum við einn umsækjanda vegna deilna frá fyrri embættaveitingu verður að meta stöðu hans þannig að eðlilegt megi telja að ráðherrann víki við meðferð málsins. Því fer fjarri að í því felist getgátur um að þeir samningar hafi lotið að ráðstöfun þeirrar stöðu sem nú er laus en vegna þessarar sérstöku aðstöðu myndi það auka traust á þeirri ákvörðun sem tekin verður.