Verður Ísland28. ESB-ríkið? 21. maí 2006 00:27 Viðræður um stækkun Evrópusambandsins halda áfram, þrátt fyrir þau pólitísku áföll sem hafa orðið innan sambandsins varðandi stjórnarskrá þess og fjárhagsáætlunina fyrir árin 2007 til 2013, en um hvorugt þessara mikilvægu mála náðist samstaða. Það voru kjósendur í Frakklandi og Hollandi sem veittu stjórnarskrármálinu náðarhöggið sem kunnugt er þrátt fyrir að ráðamenn gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að sannfæra almenning í þessum löndum um ágæti hinnar nýju stjórnarskrár. Lítið hefur heyrst um þau mál síðan úrslitin í þessum atkvæðagreiðslum urðu ljós, en áfram hlýtur að vera unnið að þessum málum í höfuðstöðvunum í Brussel og höfuðborgum landanna 25 sem mynda sambandið. Nú eru rétt tvö ár síðan tíu ný ríki voru tekin inn, langflest fyrrum austantjaldslönd. Sum þessara ríkja eru farin að knýja á evru-dyrnar innan sambandsins, en gengur misjafnlega. Jafnframt vinna stjórnvöld í Búlagaríu og Rúmeníu nótt sem nýtan dag að því að laga til í stjórnkerfinu og á ýmsum öðrum sviðum í löndunum, til að fullnægja skilyrðum um aðild að Evrópusambandinu um næstu áramót. Ýmislegt þarf að gera í þessum löndum til að þetta takist. Jafnvel þótt aðildarumsóknir þeirra verði samþykktar er hætt við því að ýmsar takmarkanir verði settar varðandi inngöngu þeirra og þeim verði settur ákveðinn aðlögunartími varðandi ákveðna málaflokka. Tyrkland og Króatía eru svo næst á hinum opinbera lista varðandi aðild að sambandinu en búast má við því að enn sé töluvert í land með það að þau lönd fái aðild að að ESB vegna ástandsins þar. Finninn Olli Rehn, fyrrverandi Miðflokksmaður á finnska þinginu, stjórnar stækkunarviðræðunum af hálfu sambandsins. Vegna þátttöku sinnar í finnskum stjórnmálum bæði á vettvangi sveitarstjórnar- og landsmála og þátttöku sinnar í finnsku íþróttahreyfingunni má gera ráð fyrir því að hann sé nokkuð kunnugur íslenskum aðstæðum og tali því ekki út í bláinn þegar hann fyrir helgi varpaði því fram í óformlegum umræðum um stækkun bandalagsins að kannski yrði Ísland 28. landið sem gengi í Evrópusambandið. Þetta er maðurinn sem hefur það að aðalatvinnu nú um stundir að stjórna inngönguviðræðum nýrra ríkja í sambandið og orð hans hljóta því að vega þungt. Að sjálfsögðu fylgjast yfirvöld ESB í Brussel með framvindu mála hér á landi og fulltrúar þeirra og aðildarlandanna hafa margsinnis gefið í skyn að aðildarumsókn okkar Íslendinga yrði vel tekið. Það liggur líka í hlutarins eðli því að við erum á margan hátt mun betur undir það búin en mörg önnur lönd að fara út í slíkar viðræður, bæði vegna EES-samningsins og allra aðstæðna hér á landi. Sérstök nefnd um Evrópumál skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra hefur verið að störfum á undanförnum misserum og er gert ráð fyrir að hún ljúki störfum fyrir lok kjörtímabilsins, innan árs. Í henni eru bæði harðir andstæðingar aðildar okkar að Evrópusambandinu og svo Evrópusinnar. Það er því miklum vafa undirorpið að nefndin skili einróma áliti. Kjarni málsins varðandi hugsanlega aðild okkar er að látið verði á það reyna í aðildarviðræðum hvaða kostir eru í boði fyrir okkur og síðan verði þjóðin látin segja álit sitt á málinu. Það er mjög erfitt að segja til um það fyrir fram hvað kæmi út úr slíkum viðræðum en ummæli ráðamanna ESB benda til þess að okkur yrði vel tekið. Því ekki að láta á það reyna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Viðræður um stækkun Evrópusambandsins halda áfram, þrátt fyrir þau pólitísku áföll sem hafa orðið innan sambandsins varðandi stjórnarskrá þess og fjárhagsáætlunina fyrir árin 2007 til 2013, en um hvorugt þessara mikilvægu mála náðist samstaða. Það voru kjósendur í Frakklandi og Hollandi sem veittu stjórnarskrármálinu náðarhöggið sem kunnugt er þrátt fyrir að ráðamenn gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að sannfæra almenning í þessum löndum um ágæti hinnar nýju stjórnarskrár. Lítið hefur heyrst um þau mál síðan úrslitin í þessum atkvæðagreiðslum urðu ljós, en áfram hlýtur að vera unnið að þessum málum í höfuðstöðvunum í Brussel og höfuðborgum landanna 25 sem mynda sambandið. Nú eru rétt tvö ár síðan tíu ný ríki voru tekin inn, langflest fyrrum austantjaldslönd. Sum þessara ríkja eru farin að knýja á evru-dyrnar innan sambandsins, en gengur misjafnlega. Jafnframt vinna stjórnvöld í Búlagaríu og Rúmeníu nótt sem nýtan dag að því að laga til í stjórnkerfinu og á ýmsum öðrum sviðum í löndunum, til að fullnægja skilyrðum um aðild að Evrópusambandinu um næstu áramót. Ýmislegt þarf að gera í þessum löndum til að þetta takist. Jafnvel þótt aðildarumsóknir þeirra verði samþykktar er hætt við því að ýmsar takmarkanir verði settar varðandi inngöngu þeirra og þeim verði settur ákveðinn aðlögunartími varðandi ákveðna málaflokka. Tyrkland og Króatía eru svo næst á hinum opinbera lista varðandi aðild að sambandinu en búast má við því að enn sé töluvert í land með það að þau lönd fái aðild að að ESB vegna ástandsins þar. Finninn Olli Rehn, fyrrverandi Miðflokksmaður á finnska þinginu, stjórnar stækkunarviðræðunum af hálfu sambandsins. Vegna þátttöku sinnar í finnskum stjórnmálum bæði á vettvangi sveitarstjórnar- og landsmála og þátttöku sinnar í finnsku íþróttahreyfingunni má gera ráð fyrir því að hann sé nokkuð kunnugur íslenskum aðstæðum og tali því ekki út í bláinn þegar hann fyrir helgi varpaði því fram í óformlegum umræðum um stækkun bandalagsins að kannski yrði Ísland 28. landið sem gengi í Evrópusambandið. Þetta er maðurinn sem hefur það að aðalatvinnu nú um stundir að stjórna inngönguviðræðum nýrra ríkja í sambandið og orð hans hljóta því að vega þungt. Að sjálfsögðu fylgjast yfirvöld ESB í Brussel með framvindu mála hér á landi og fulltrúar þeirra og aðildarlandanna hafa margsinnis gefið í skyn að aðildarumsókn okkar Íslendinga yrði vel tekið. Það liggur líka í hlutarins eðli því að við erum á margan hátt mun betur undir það búin en mörg önnur lönd að fara út í slíkar viðræður, bæði vegna EES-samningsins og allra aðstæðna hér á landi. Sérstök nefnd um Evrópumál skipuð fulltrúum stjórnmálaflokkanna undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra hefur verið að störfum á undanförnum misserum og er gert ráð fyrir að hún ljúki störfum fyrir lok kjörtímabilsins, innan árs. Í henni eru bæði harðir andstæðingar aðildar okkar að Evrópusambandinu og svo Evrópusinnar. Það er því miklum vafa undirorpið að nefndin skili einróma áliti. Kjarni málsins varðandi hugsanlega aðild okkar er að látið verði á það reyna í aðildarviðræðum hvaða kostir eru í boði fyrir okkur og síðan verði þjóðin látin segja álit sitt á málinu. Það er mjög erfitt að segja til um það fyrir fram hvað kæmi út úr slíkum viðræðum en ummæli ráðamanna ESB benda til þess að okkur yrði vel tekið. Því ekki að láta á það reyna?