Ráðherrann þarf að víkja 2. júní 2006 06:45 Alfredo Reinado Leiðtogi uppreisnarsveita hersins segist ekki vera sökudólgurinn, heldur sé ástandið Alkatiri forsætisráðherra að kenna. MYND/ap Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar. Erlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar.
Erlent Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira