Sátt milli fylkinga í Palestínu hugsanleg 19. júní 2006 06:30 aðaltorgið í ramallah Palestínumenn safnast saman til að mótmæla þeirri spennu sem ríkir milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar. Meira en 20 manns hafa látist í átökum fylkinganna seinustu vikur. MYND/AP Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Erlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Samkomulag er í nánd milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar um skjal, þar sem tilvist Ísraelsríkis er viðurkennd, að sögn samningamanna sem telja það bera vitni um að pólitískur og efnhagslegur þrýstingur á hina nýju palestínsku stjórn gæti verið að bera árangur. Hamas-samtökin hafa farið með stjórn í Palestínu eftir sigur í seinustu kosningum þar sem endir var bundinn á valdasetu Fatah-hreyfingarinnar. Skjalið sem um ræðir myndi þvinga hernaðararm Hamas-samtakanna til að breyta aðaláhersluatriði sínu sem er að hafna alfarið tilvist ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum og berjast gegn því með ofbeldi. Enn sem komið er eru mikilvæg málefni þó enn óleyst að sögn samningamanna og því ekki hægt að slá því föstu að samkomulag muni nást, þó að bjartsýni gæti hjá þeim. Vegna þess að viðræðurnar eru í fullum gangi treysti enginn samningamanna eða fulltrúa fylkinganna sér til að tjá sig undir nafni. Einn af samningamönnum Hamas-samtakanna sagði þó að samtökunum væri mikið í mun að ná samkomulagi við Fatah-hreyfinguna til þess að aflétta alþjóðlegum viðskiptaþvingunum sem hafa valdið því að stjórnvöld hafa ekki getað greitt starfsmönnum ríkisins laun síðan í mars. Haft er eftir einum Hamas-leiðtoga að samkomulag geti náðst á næstu dögum. Hugsanleg leið fyrir báða aðila til að halda andliti gæti verið væg skírskotun til áætlunar frá Arababandalaginu þar sem Ísrael er boðinn friður í skiptum fyrir að hverfa alfarið frá Vesturbakkanum, Gaza-ströndinni og Austur-Jerúsalem ásamt úrlausn í málefnum flóttamanna. Óvíst er hvort Bandaríkin og Evrópuþjóðir myndu sættast á þessa leið. Þau krefjast skýrrar skuldbindingar frá stjórnvöldum í Palestínu um að hafna ofbeldi, viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og samþykkja friðarferlið. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um skjalið 26. júlí næstkomandi. Ef samkomulag næst fyrir þann tíma mun hann afturkalla þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hamas-samtökin eru mjög andvíg þjóðaratkvæðagreiðslu og segja það bragð til að fara framhjá lýðræðislega kjörinni stjórn landsins.
Erlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira