Óvíst að lægri gjöld skili sér til neytenda 19. júlí 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hann er ekki hrifinn af hugmyndum sem fela í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki. MYND/Heiða Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands. Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til einstakra þátta skýrslu formanns matvælaverðsnefndar en hún var til umræðu á fundi stjórnarinnar í gærmorgun. Þær hugmyndir sem koma fram í skýrslunni - og þá aðgerðir til að lækka matarverð - verða áfram til umfjöllunar stjórnarinnar, undir forystu forsætisráðherra og verðar mögulegar leiðir skoðaðar, meðal annars með hliðsjón af svigrúmi ríkissjóðs. Geir var fámáll um einstök atriði skýrslunnar en sagði þó að ríkisstjórnin væri ekki hrifin af hugmyndum sem fælu í sér lækkun gjalda á sælgæti og gosdrykki, enda mætti deila um hvort slíkar vörur væru matvæli. Benti hann aukinheldur á að þótt skattar á sælgæti yrðu lækkaðir væri ekki tryggt að útsöluverðið til neytenda lækkaði. „Skattarnir eru ekki endilega úrslitaþáttur varðandi verðlagningu. Auðvitað skipta þeir máli en það eru önnur atriði, eins og samkeppnisumhverfi á markaðnum, sem skipta máli.“ Máli sínu til stuðnings sagði Geir markaðsástand ráða miklu um verðlagningu, sælgæti seldist ágætlega í dag á háu verði og ekkert segði að það myndi ekki gera það áfram og ígildi skattsins renna eitthvað annað. Framleiðendur, heildsalar og smásalar gætu sumsé hirt skattalækkunina. Í skýrslu formanns matvælaverðsnefndar kemur fram að lækkun verndartolla búvara um helming myndi fylgja fjörutíu þúsund króna lækkun matarreiknings heimilanna á ári. Afnám þeirra þýddi svo áttatíu þúsund króna lægri reikning. Geir vill ekkert láta uppi um hvort verndartollarnir verði skoðaðir sérstaklega. Hins vegar sagði hann áreiðanlega margt í landbúnaðarkerfinu sem betur mætti fara. „Ég vil standa vörð um íslenskan landbúnað og það vill minn flokkur gera og hefur alltaf gert. Og stjórnarflokkarnir eru í sjálfu sér ágætlega samstíga um það.“ Bændur eru ekki til viðræðu um stórstígar breytingar á verndarkerfinu en Alþýðusambandið er mjög áfram um að það verði skorið upp. Geir sagði þessi sjónarmið afar ólík og mikilvægt að finna sáttagrundvöll. „Það þýðir ekki að ætla að vaða yfir tilteknar atvinnugreinar með einhverjum þjösnaskap.“ Á hinn bóginn benti hann á að unnið væri að breytingum á tollamálum á alheimsvísu sem ná myndu til Íslands.
Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira