Skerðingar lækka og þjónustan bætt 20. júlí 2006 04:15 Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga, lækkun skerðinga bóta og sveigjanleg starfslok eru meðal atriða í nýju samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara sem miðar að því að bæta afkomu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Samkomulagið er byggt á starfi nefndar, undir forsæti Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara, sem skipuð var í janúar. Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti ánægju með samkomulagið á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í gær. Rakti hann innihald þess og sagði miklum fjármunum varið á næstu árum til að uppfylla það. Talsverðar umbætur eru gerðar á almannatryggingakerfi ellilífeyrisþega sem einnig ná til örorkuþega. Lífeyrisgreiðslur hækka um 15 þúsund krónur frá og með síðustu mánaðamótum, í takt við samkomulag á almennum vinnumarkaði. Þá er dregið úr skerðingum bóta vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega, vasapeningar fólks á stofnunum hækka um 25 prósent og með frestun lífeyristöku hækka allar bótafjárhæðir um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð fram til 72 ára aldurs. Auka á heimahjúkrun verulega frá því sem nú er, tryggja fullnægjandi framboð þjónustuíbúða í samvinnu við sveitarfélögin og auka framlögin til bygginga hjúkrunarheimila. Er í því samhengi sérstaklega kveðið á um að 1.300 milljónir renni til styttingar biðlista. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, er ánægður með samkomulagið og þakkar stjórnvöldum fyrir að koma til móts við eldri borgara. Sagði hann að ekki hefðu allar kröfur náð fram að ganga en margur vandinn væri leystur. „Þetta eru fyrstu sporin á langri göngu,“ sagði Ólafur og lýsti sig sérstaklega ánægðan með að laun þeirra sem lægst hafa ellilaunin skyldu hækka um 30-40 prósent. Einnig nefndi hann upptöku frítekjumarks sem kveður á um að ellilífeyrisþegar geti haft 30 þúsund króna tekjur á mánuði án þess að ellilífeyririnn skerðist. Kemur það ákvæði til fullrar framkvæmdar árið 2009. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að afnema með öllu skerðingar bóta vegna tekna svaraði Geir H. Haarde því til að með þessum aðgerðum væri stigið mjög myndarlegt og þýðingarmikið skref. Ólafur Ólafsson sagði að það yrði áfram baráttumál eldri borgara. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sagði hann að dagurinn væri einn sá ánægjulegasti í ráðherratíð sinni enda ríkti nú sátt milli stjórnvalda og eldri borgara. Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga, lækkun skerðinga bóta og sveigjanleg starfslok eru meðal atriða í nýju samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara sem miðar að því að bæta afkomu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Samkomulagið er byggt á starfi nefndar, undir forsæti Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara, sem skipuð var í janúar. Geir H. Haarde forsætisráðherra lýsti ánægju með samkomulagið á fundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í gær. Rakti hann innihald þess og sagði miklum fjármunum varið á næstu árum til að uppfylla það. Talsverðar umbætur eru gerðar á almannatryggingakerfi ellilífeyrisþega sem einnig ná til örorkuþega. Lífeyrisgreiðslur hækka um 15 þúsund krónur frá og með síðustu mánaðamótum, í takt við samkomulag á almennum vinnumarkaði. Þá er dregið úr skerðingum bóta vegna tekna maka og annarra tekna bótaþega, vasapeningar fólks á stofnunum hækka um 25 prósent og með frestun lífeyristöku hækka allar bótafjárhæðir um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð fram til 72 ára aldurs. Auka á heimahjúkrun verulega frá því sem nú er, tryggja fullnægjandi framboð þjónustuíbúða í samvinnu við sveitarfélögin og auka framlögin til bygginga hjúkrunarheimila. Er í því samhengi sérstaklega kveðið á um að 1.300 milljónir renni til styttingar biðlista. Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, er ánægður með samkomulagið og þakkar stjórnvöldum fyrir að koma til móts við eldri borgara. Sagði hann að ekki hefðu allar kröfur náð fram að ganga en margur vandinn væri leystur. „Þetta eru fyrstu sporin á langri göngu,“ sagði Ólafur og lýsti sig sérstaklega ánægðan með að laun þeirra sem lægst hafa ellilaunin skyldu hækka um 30-40 prósent. Einnig nefndi hann upptöku frítekjumarks sem kveður á um að ellilífeyrisþegar geti haft 30 þúsund króna tekjur á mánuði án þess að ellilífeyririnn skerðist. Kemur það ákvæði til fullrar framkvæmdar árið 2009. Spurður hvort ekki hefði verið hægt að afnema með öllu skerðingar bóta vegna tekna svaraði Geir H. Haarde því til að með þessum aðgerðum væri stigið mjög myndarlegt og þýðingarmikið skref. Ólafur Ólafsson sagði að það yrði áfram baráttumál eldri borgara. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Sagði hann að dagurinn væri einn sá ánægjulegasti í ráðherratíð sinni enda ríkti nú sátt milli stjórnvalda og eldri borgara.
Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira