Dómsmálaráðherra undrast úrskurðinn 22. júlí 2006 07:00 Björn Bjarnason Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast frávísun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, á stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vísaði nefndin kærunni frá vegna aðildaskorts. „Það kemur mér á óvart, að ekki megi gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri fara ekki fram á þetta vegna sinna hagsmuna heldur allra þeirra, sem nýta sér hina nýju tækni og treysta vafalaust á, að hún veiti þeim sama öryggi og þeir áður nutu,“ segir Björn. Nefndin vísaði stjórnsýslukærunni frá vegna aðildaskorts, en upphaf málsins má rekja til deilumáls milli Símans hf. og Atlassíma ehf. sem varðaði ágreining um flutning á símanúmerum í hefðbundinni rásaskiptri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun skyldaði Símann hf. til þess verða við flutningi yfir í netsíma, ef þess yrði óskað. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. kærðu bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, á þeim forsendum að það „geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja netsíma“, og því geti það heft almenn störf lögreglunnar og neyðarlínu. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá Logos sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri, af þeim geti verið tekið mið þegar málum tengdum netsímum verði komið í traustari farveg. „Það á eftir að taka endanlega ákvörðun um þessi mál, þar sem stofnunin tók ákvörðun sem aðeins er til bráðabirgða. Nú hefur þessum mikilvægu sjónarmiðum Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., sem varða öryggi almennings, verið komið á framfæri og vonandi verður tekið tillit þess þegar ákvörðunin liggur fyrir.“ Sérstaklega var þess getið í úrskurði úrskurðanefndarinnar að hægt væri að fallast á sjónarmið Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en vegna aðildaskorts væri ekki hægt að fallast á það „að kærendur hafi verulega hagsmuni af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunnar í máli Símans hf. og Atlassíma ehf. sé ógilt.“ Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast frávísun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, á stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vísaði nefndin kærunni frá vegna aðildaskorts. „Það kemur mér á óvart, að ekki megi gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri fara ekki fram á þetta vegna sinna hagsmuna heldur allra þeirra, sem nýta sér hina nýju tækni og treysta vafalaust á, að hún veiti þeim sama öryggi og þeir áður nutu,“ segir Björn. Nefndin vísaði stjórnsýslukærunni frá vegna aðildaskorts, en upphaf málsins má rekja til deilumáls milli Símans hf. og Atlassíma ehf. sem varðaði ágreining um flutning á símanúmerum í hefðbundinni rásaskiptri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun skyldaði Símann hf. til þess verða við flutningi yfir í netsíma, ef þess yrði óskað. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. kærðu bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, á þeim forsendum að það „geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja netsíma“, og því geti það heft almenn störf lögreglunnar og neyðarlínu. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá Logos sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri, af þeim geti verið tekið mið þegar málum tengdum netsímum verði komið í traustari farveg. „Það á eftir að taka endanlega ákvörðun um þessi mál, þar sem stofnunin tók ákvörðun sem aðeins er til bráðabirgða. Nú hefur þessum mikilvægu sjónarmiðum Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., sem varða öryggi almennings, verið komið á framfæri og vonandi verður tekið tillit þess þegar ákvörðunin liggur fyrir.“ Sérstaklega var þess getið í úrskurði úrskurðanefndarinnar að hægt væri að fallast á sjónarmið Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en vegna aðildaskorts væri ekki hægt að fallast á það „að kærendur hafi verulega hagsmuni af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunnar í máli Símans hf. og Atlassíma ehf. sé ógilt.“
Innlent Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira