Við eigum mikið inni og munum bara bæta okkur 5. ágúst 2006 18:00 þjálfarateymið Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarmaður hans, fylgjast með liðinu á æfingu í síðustu viku. MYND/Heiða Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum. Íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum.
Íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira