Erna B. Sigurðardóttir: skoraði þrennu og lagði eitt upp í stórsigri breiðabliks í gær 9. ágúst 2006 11:00 "Við hefðum vel getað unnið þennan leik stærra, við klúðruðum fullt af færum," sagði Erna B. Sigurðardóttir eftir að kvennalið Breiðabliks vann 4-0 sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1° Dezembro í undankeppni Evrópumóts félagsliða kvenna í gær. "Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn, þær eru fljótar og teknískar en áttu ekki möguleika gegn okkur." Erna átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik í gær, skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og lagði það fjórða síðan upp fyrir Elínu Önnu Steinarsdóttur, sem innsiglaði sigur Blikastúlkna eftir að hafa komið inn sem varamaður. Allt liðið stóð sig mjög vel að sögn Ernu en það fer vel um Blikastúlkur í Austurríki þar sem riðillinn þeirra er spilaður. "Við erum staðráðnar í því að ná að vinna þennan riðil. Það er mikil stemning í hópnum og allar aðstæður hérna eru mjög góðar. Hótelið sem við gistum á er mjög fínt og við getum ekki kvartað yfir neinu," sagði Erna en næsti leikur liðsins er gegn austurríska liðinu SV Neulengach á fimmtudag. "Sigurinn gegn portúgalska liðinu gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn á fimmtudag." Síðasti leikur Breiðabliks í riðlinum er síðan gegn Newtownabbey Strikers frá Norður-Írlandi á sunnudag. Alls er leikið í níu riðlum þar sem sigurvegarar hvers riðils fara áfram í aðra umferð sem fer fram dagana 12.-17. september. Í annarri umferð eru riðlarnir fjórir og komast tvö efstu lið úr hverjum riðli í fjórðungsúrslit. Þegar hefur verið dregið í þá riðla og er ljóst að ef Breiðablik sigrar í Austurríki þá leikur liðið m.a. gegn meisturum Frankfurt. Neulengagh vann sinn leik í gær örugglega, með fimm mörkum gegn einu. Íþróttir Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira
"Við hefðum vel getað unnið þennan leik stærra, við klúðruðum fullt af færum," sagði Erna B. Sigurðardóttir eftir að kvennalið Breiðabliks vann 4-0 sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1° Dezembro í undankeppni Evrópumóts félagsliða kvenna í gær. "Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn, þær eru fljótar og teknískar en áttu ekki möguleika gegn okkur." Erna átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik í gær, skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og lagði það fjórða síðan upp fyrir Elínu Önnu Steinarsdóttur, sem innsiglaði sigur Blikastúlkna eftir að hafa komið inn sem varamaður. Allt liðið stóð sig mjög vel að sögn Ernu en það fer vel um Blikastúlkur í Austurríki þar sem riðillinn þeirra er spilaður. "Við erum staðráðnar í því að ná að vinna þennan riðil. Það er mikil stemning í hópnum og allar aðstæður hérna eru mjög góðar. Hótelið sem við gistum á er mjög fínt og við getum ekki kvartað yfir neinu," sagði Erna en næsti leikur liðsins er gegn austurríska liðinu SV Neulengach á fimmtudag. "Sigurinn gegn portúgalska liðinu gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn á fimmtudag." Síðasti leikur Breiðabliks í riðlinum er síðan gegn Newtownabbey Strikers frá Norður-Írlandi á sunnudag. Alls er leikið í níu riðlum þar sem sigurvegarar hvers riðils fara áfram í aðra umferð sem fer fram dagana 12.-17. september. Í annarri umferð eru riðlarnir fjórir og komast tvö efstu lið úr hverjum riðli í fjórðungsúrslit. Þegar hefur verið dregið í þá riðla og er ljóst að ef Breiðablik sigrar í Austurríki þá leikur liðið m.a. gegn meisturum Frankfurt. Neulengagh vann sinn leik í gær örugglega, með fimm mörkum gegn einu.
Íþróttir Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Sjá meira