Afurðastöðvar valda hækkun á kjötverði 6. september 2006 07:15 Verð frá sláturleyfishöfum til kjötúrvinnslustöðva hefur hækkað mikið í öllum flokkum kjötvara á síðastliðnu ári. Þessar hækkanir skila sér ekki til bænda nema að takmörkuðu leyti. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, segir að verð frá birgjum hafi hækkað mikið frá júní á síðasta ári. Hækkunin sé sautján prósent á ungnautakjöti í heilum skrokkum, um sautján prósent fyrir lambahrygg og læri og um tuttugu prósent fyrir svínakjöt. Þessar hækkanir skila sér að sjálfsögðu í hækkandi verði til neytenda. Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Esju, staðfestir þessar verðhækkanir. Sauðfjárafurðastöðvarnar hafa verið að hækka verð mikið á síðasta ári. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þessar hækkanir skili sér ekki allar til bænda. Hækkun í dilkakjöti er um tólf prósent að meðaltali og minna í nauta- og svínakjöti. Hagrætt hefur verið í slátrun og vinnslu á síðustu árum og neytendur ættu að njóta þess. Haraldur segir að skýringarnar á hækkunum sláturleyfishafa séu líklega launaþróun og hækkandi fjármagnskostnaður, auk almennra hækkana í rekstri fyrirtækja. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækið hafa verið í vandræðum frá síðustu áramótum vegna skorts á dilkakjöti. Við höfum þurft að neita mörgum um kjöt og þeir sem hafa fengið kjötið hafa þurft að kyngja hækkunum. Þeir hefðu þó væntanlega farið annað ef þeir hefðu fengið kjötið ódýrar annars staðar. Það verður samt að hafa í huga að við vorum áður að selja kjötið frá okkur undir markaðsverði. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, er ósammála formanni Bændasamtakanna og segir hækkanir úti á markaðnum í takt við hækkanir til bænda. Hann segir að jafnframt skuli haft í huga að vægið á allt heildarverðmæti skrokksins sé að færast yfir á gæðakjötið, sem sé bara helmingurinn af skrokknum. Verð á læri og hrygg segi því aðeins hálfa söguna. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Verð frá sláturleyfishöfum til kjötúrvinnslustöðva hefur hækkað mikið í öllum flokkum kjötvara á síðastliðnu ári. Þessar hækkanir skila sér ekki til bænda nema að takmörkuðu leyti. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri hjá Ferskum kjötvörum, segir að verð frá birgjum hafi hækkað mikið frá júní á síðasta ári. Hækkunin sé sautján prósent á ungnautakjöti í heilum skrokkum, um sautján prósent fyrir lambahrygg og læri og um tuttugu prósent fyrir svínakjöt. Þessar hækkanir skila sér að sjálfsögðu í hækkandi verði til neytenda. Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri kjötvinnslunnar Esju, staðfestir þessar verðhækkanir. Sauðfjárafurðastöðvarnar hafa verið að hækka verð mikið á síðasta ári. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að þessar hækkanir skili sér ekki allar til bænda. Hækkun í dilkakjöti er um tólf prósent að meðaltali og minna í nauta- og svínakjöti. Hagrætt hefur verið í slátrun og vinnslu á síðustu árum og neytendur ættu að njóta þess. Haraldur segir að skýringarnar á hækkunum sláturleyfishafa séu líklega launaþróun og hækkandi fjármagnskostnaður, auk almennra hækkana í rekstri fyrirtækja. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir fyrirtækið hafa verið í vandræðum frá síðustu áramótum vegna skorts á dilkakjöti. Við höfum þurft að neita mörgum um kjöt og þeir sem hafa fengið kjötið hafa þurft að kyngja hækkunum. Þeir hefðu þó væntanlega farið annað ef þeir hefðu fengið kjötið ódýrar annars staðar. Það verður samt að hafa í huga að við vorum áður að selja kjötið frá okkur undir markaðsverði. Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, er ósammála formanni Bændasamtakanna og segir hækkanir úti á markaðnum í takt við hækkanir til bænda. Hann segir að jafnframt skuli haft í huga að vægið á allt heildarverðmæti skrokksins sé að færast yfir á gæðakjötið, sem sé bara helmingurinn af skrokknum. Verð á læri og hrygg segi því aðeins hálfa söguna.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent