Ég er maður eins og þeir 24. nóvember 2006 01:00 Guðmundur Erlingsson leikstjóri MYND/gva Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“ Innlent Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Nú er verið að leggja lokahönd á heimildarmyndina Tímamót. Hún fjallar um þrjá karlmenn um fimmtugt og þau tímamót í lífi þeirra þegar þeir flytja úr vistheimili í Mosfellsdal í eigin íbúðir. Guðmundur Erlingsson er leikstjóri myndarinnar og þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. „Maður er náttúrlega alltaf á höttunum eftir einhverju að gera,“ segir Guðmundur, „og mér fannst þetta alveg tilvalið og spennandi efni í heimildarmynd. Það er ekki oft sem fjallað er um þennan þjóðfélagshóp. Þetta er viðkvæmt efni og ekki hver sem er sem getur labbað inn og byrjað að filma. Ég bjó að því að þekkja vel til, hafði unnið á Tjaldanesi þar sem þeir bjuggu fyrst og síðan hef ég líka unnið í Klapparhlíð þangað sem tveir þeirra fluttu.“ Sigurbjörn Guðmundsson, Guðjón Árnason og Steinþór Eðvarðsson eru stjörnur myndarinnar. Þeir eru um fimmtugt og höfðu búið áratugum saman í vernduðu umhverfi vistheimilis í Mosfellsdalnum. „Þeir lifðu nú svo sem alveg ágætis lífi þar, en þeir tóku engu að síður stórt stökk og inn í nýja tíma þegar þeir fluttu. Þeir upplifa mikla breytingar á lífi sínu og eru miklu sjálfstæðari en þeir voru. Ef þá langar í bíó hringja þeir bara á leigubíl og skella sér. Þeim finnst þetta allt saman mjög spennandi,“ segir Guðmundur. Sigurbjörn og Guðjón eru fluttir í íbúð í Mosfellsbæ og vinna á handverkstæði í Álafosskvosinni. Steinþór er fluttur til Hafnarfjarðar og vinnur í Kópavogi. „Heimildarmyndin sýnir hvernig líf þeirra er núna og hvernig það var áður,“ segir leikstjórinn. „Við ætluðum fyrst að hafa viðtöl við þá og aðstandendur þeirra, en svo þótti okkur það óþarfi. Myndefnið stóð alveg nógu vel eitt og sér og við upplifum breytingarnar í gegnum þá. Þeir fá að njóta sín sem persónur og þetta eru skemmtilegir menn, jafnvel stjörnur í uppsiglingu. Hverfið sem Sigurbjörn og Guðjón fluttu í var nýbyggt og þeir fluttu inn í eitt fyrsta húsið sem var klárað. Sigurbjörn er mikill áhugamaður um smíðar og fylgdist vel með smiðunum. Einn daginn kom hann heim á svipinn eins og hann hefði orðið fyrir mikilli uppljómun. Hann sagði við starfsmann: „Ég er maður eins og þeir“, og átti þá við smiðina. Hann hafði þá fattað að hann var ekki lengur einangraður upp í sveit.“ Edisons lifandi ljósmyndir framleiðir Tímamót, en Herbert Sveinbjörnsson er framleiðandi og klippari, auk þess að skjóta myndina ásamt Guðmundi. „Við áætlum að frumsýna eftir áramót og það verða nokkrar sýningar í bíó upp á sportið,“ segir Guðmundur. „Svo er stefnan að koma myndinni í sjónvarp en það er svo sem ekkert frágengið með það.“
Innlent Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent