Samvera við unglinga í fyrirrúmi 9. desember 2006 00:01 Unglingar bæði reykja og drekka mun minna en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. Og ástandið var áreiðanlega ekki betra næstu áratugi á undan, þeim áttunda og níunda. Þessi árangur má ekki gleymast í umræðunni um unglinga og stöðu þeirra. Í vikunni birtust niðurstöður rannsóknar sem sýna ótvírætt þessa þróun. Niðurstöðurnar gefa þó einnig vísbendingu um að þróunin í átt til minnkandi drykkju og reykinga hafi stöðvast, að minnsta kosti í bili, og sé jafnvel að snúast við. Þessu þarf að sporna við með afgerandi hætti. Það er einnig grafalvarlegt mál að reykvísk ungmenni bæði reykja og drekka meira áfengi en unglingar á landsbyggðinni. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar, sem unnin er fyrir Reykjavíkurborg. Hún lagði vitaskuld áherslu á að væru rannsóknir á neyslu unglinganna skoðaðar í stóru samhengi væri þróunin í rétta átt. Þó er að mati Ingu Dóru full ástæða til að staldra við vegna þess að bæði reykingar og drykkja hafa aukist lítillega frá því í fyrra. Inga Dóra benti á að þrír þættir virtust einkum vera áhrifavaldar í lífi unglinganna; stuðningur foreldra, tíminn sem foreldrar verja með börnum sínum og unglingum og að foreldrar þekki vini unglinganna og myndi tengsl við foreldra þeirra. Börnin eru framtíðin og hlutverk foreldra er að hlúa að þeim þannig að þau verði sem færust um að takast á við það sem bíður. Ljóst er að tími er það dýrmætasta sem foreldrar geta veitt börnum sínum, mun dýrmætari en veraldleg gæði sem iðulega er lögð rík áhersla á. Sömuleiðis er ljóst að foreldrar eiga að leggja sig fram um að kynnast vinum barna sinna og einnig að tengjast foreldrum þessara vina. Þannig myndast tengslanet sem um leið verður aðhald fyrir börnin og unglingana. Það er ljóst að vinna við aðhald að unglingi hefst ekki á unglingsárum. Sú vinna þarf að eiga sér stað allt frá því að uppeldi barnsins hefst. Til þess að unglingar virði mörk sem þeim eru sett þurfa þeir frá upphafi að hafa alist upp við mörk sem þeim er gert að virða. Foreldrar líta yfirleitt á það sem sitt stærsta verkefni að koma börnunum til manns. Því verkefni lýkur svo sannarlega ekki við fermingu. Uppeldið heldur áfram og verkefni foreldra á táningsskeiði er að veita unglingum sínum svigrúm til að þroskast og standa á eigin fótum, meðal annars með því að gefa þeim færi á að taka sjálfstæðar ákvarðanir um ákveðna hluti. Á sama tíma ber foreldrum að veita unglingum sínum fullt aðhald og leitast við að vita alltaf hvar þeir eru og með hverjum. Þetta einstigi getur sannarlega verið vandfarið en þó áhugavert og skemmtilegt verkefni hverjum sem það reynir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun
Unglingar bæði reykja og drekka mun minna en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. Og ástandið var áreiðanlega ekki betra næstu áratugi á undan, þeim áttunda og níunda. Þessi árangur má ekki gleymast í umræðunni um unglinga og stöðu þeirra. Í vikunni birtust niðurstöður rannsóknar sem sýna ótvírætt þessa þróun. Niðurstöðurnar gefa þó einnig vísbendingu um að þróunin í átt til minnkandi drykkju og reykinga hafi stöðvast, að minnsta kosti í bili, og sé jafnvel að snúast við. Þessu þarf að sporna við með afgerandi hætti. Það er einnig grafalvarlegt mál að reykvísk ungmenni bæði reykja og drekka meira áfengi en unglingar á landsbyggðinni. Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarforseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar, sem unnin er fyrir Reykjavíkurborg. Hún lagði vitaskuld áherslu á að væru rannsóknir á neyslu unglinganna skoðaðar í stóru samhengi væri þróunin í rétta átt. Þó er að mati Ingu Dóru full ástæða til að staldra við vegna þess að bæði reykingar og drykkja hafa aukist lítillega frá því í fyrra. Inga Dóra benti á að þrír þættir virtust einkum vera áhrifavaldar í lífi unglinganna; stuðningur foreldra, tíminn sem foreldrar verja með börnum sínum og unglingum og að foreldrar þekki vini unglinganna og myndi tengsl við foreldra þeirra. Börnin eru framtíðin og hlutverk foreldra er að hlúa að þeim þannig að þau verði sem færust um að takast á við það sem bíður. Ljóst er að tími er það dýrmætasta sem foreldrar geta veitt börnum sínum, mun dýrmætari en veraldleg gæði sem iðulega er lögð rík áhersla á. Sömuleiðis er ljóst að foreldrar eiga að leggja sig fram um að kynnast vinum barna sinna og einnig að tengjast foreldrum þessara vina. Þannig myndast tengslanet sem um leið verður aðhald fyrir börnin og unglingana. Það er ljóst að vinna við aðhald að unglingi hefst ekki á unglingsárum. Sú vinna þarf að eiga sér stað allt frá því að uppeldi barnsins hefst. Til þess að unglingar virði mörk sem þeim eru sett þurfa þeir frá upphafi að hafa alist upp við mörk sem þeim er gert að virða. Foreldrar líta yfirleitt á það sem sitt stærsta verkefni að koma börnunum til manns. Því verkefni lýkur svo sannarlega ekki við fermingu. Uppeldið heldur áfram og verkefni foreldra á táningsskeiði er að veita unglingum sínum svigrúm til að þroskast og standa á eigin fótum, meðal annars með því að gefa þeim færi á að taka sjálfstæðar ákvarðanir um ákveðna hluti. Á sama tíma ber foreldrum að veita unglingum sínum fullt aðhald og leitast við að vita alltaf hvar þeir eru og með hverjum. Þetta einstigi getur sannarlega verið vandfarið en þó áhugavert og skemmtilegt verkefni hverjum sem það reynir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun