Búlgarska sinfóníuhljómsveitin í íslenskri bíómynd 14. desember 2006 09:30 Þorvaldur Bjarni fær sinfóníuhljómsveit Búlgaríu til að leika tónverkið sem samið er fyrir Astrópíu. „Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. Þorvaldur segir það vissulega súrt í broti að geta ekki nýtt sér Sinfóníuhljómsveit Íslands en tækifærin séu einfaldlega ekki fyrir hendi og verðið sé of hátt. „Ég hef verið að ýta á menntamálaráðherrann að láta einhverjar vikur á ári fara í kvikmyndaiðnaðinn þannig að þeir geti nýtt sér krafta sveitarinnar fyrir kvikmyndatónlist sína," útskýrir Þorvaldur. „Enda er Sinfónían ríkistyrkt batterí," bætir hann við. „Ekki þar fyrir að Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu er einhver sú besta í heimi og verðmiðinn á henni er ekki hár," segir Þorvaldur og hlær. Kvikmyndin Astrópía fjallar um unga stúlku sem þarf óvænt að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar er sendur í steininn. Hún fær sér vinnu í nördabúð og þar taka hlutirnir óvænta stefnu. Með aðalhlutverkin fara þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Snorri Engilbertsson og Sverrir Þór Sverrisson en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Tónlist leikur stórt hlutverk í ævintýramyndum á borð við Astrópíu og þarf vart annað en að líta til snilldarverka Howard Shore fyrir hinar geysivinsælu kvikmyndir um Hringadrottinssögu eftir Peter Jackson. Þorvaldur viðurkennir líka að ekki hefði verið hægt að fara útí slíkar tónsmíðar án þess að kynna sér verk Shore. „Ég hef líka verið að hlusta á Stravinski sem er mjög góður í að búa til dramatíska spennutónlist og skapa grafískan hljóðvegg," útskýrir Þorvaldur sem augljóslega hefur mikla ástríðu fyrir gerð þessarar tónlistar. Þorvaldur segir kvikmyndatónlist vera síður en svo auðvelda í smíðum, í reynd sé hún það erfiðasta sem tónskáld fást við hverju sinni. „Maður verður að hugsa um hvert hljóðfæri sem einstakling. Þetta er svona svipað eins og spinna köngulóarvef," segir Þorvaldur og í bakgrunni má heyra dramatíska tóna sem vafalítið fá að hljóma undir þegar ævintýrin banka uppá í kvikmyndinni. Astrópía. Ævintýrin banka uppá hjá ungri stúlku eftir að hún fer að vinna í nördabúð. . Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Astrópíu og verður Þorvaldi Bjarna innan handar þegar þeir hefja störf við gerð tónlistarinar. . Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég er ennþá að, fer í nótt og er umvafinn nótnapappír í hljóðverinu," segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem er í óða önn að leggja lokhönd á tónverk sitt fyrir kvikmyndina Astrópíu. Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu mun leika undir í myndinni. Þorvaldur segir það vissulega súrt í broti að geta ekki nýtt sér Sinfóníuhljómsveit Íslands en tækifærin séu einfaldlega ekki fyrir hendi og verðið sé of hátt. „Ég hef verið að ýta á menntamálaráðherrann að láta einhverjar vikur á ári fara í kvikmyndaiðnaðinn þannig að þeir geti nýtt sér krafta sveitarinnar fyrir kvikmyndatónlist sína," útskýrir Þorvaldur. „Enda er Sinfónían ríkistyrkt batterí," bætir hann við. „Ekki þar fyrir að Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu er einhver sú besta í heimi og verðmiðinn á henni er ekki hár," segir Þorvaldur og hlær. Kvikmyndin Astrópía fjallar um unga stúlku sem þarf óvænt að standa á eigin fótum þegar kærasti hennar er sendur í steininn. Hún fær sér vinnu í nördabúð og þar taka hlutirnir óvænta stefnu. Með aðalhlutverkin fara þau Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Snorri Engilbertsson og Sverrir Þór Sverrisson en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Tónlist leikur stórt hlutverk í ævintýramyndum á borð við Astrópíu og þarf vart annað en að líta til snilldarverka Howard Shore fyrir hinar geysivinsælu kvikmyndir um Hringadrottinssögu eftir Peter Jackson. Þorvaldur viðurkennir líka að ekki hefði verið hægt að fara útí slíkar tónsmíðar án þess að kynna sér verk Shore. „Ég hef líka verið að hlusta á Stravinski sem er mjög góður í að búa til dramatíska spennutónlist og skapa grafískan hljóðvegg," útskýrir Þorvaldur sem augljóslega hefur mikla ástríðu fyrir gerð þessarar tónlistar. Þorvaldur segir kvikmyndatónlist vera síður en svo auðvelda í smíðum, í reynd sé hún það erfiðasta sem tónskáld fást við hverju sinni. „Maður verður að hugsa um hvert hljóðfæri sem einstakling. Þetta er svona svipað eins og spinna köngulóarvef," segir Þorvaldur og í bakgrunni má heyra dramatíska tóna sem vafalítið fá að hljóma undir þegar ævintýrin banka uppá í kvikmyndinni. Astrópía. Ævintýrin banka uppá hjá ungri stúlku eftir að hún fer að vinna í nördabúð. . Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir Astrópíu og verður Þorvaldi Bjarna innan handar þegar þeir hefja störf við gerð tónlistarinar. .
Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein