Segir ekki hafa verið samið við Jón Gerald 20. febrúar 2006 20:45 Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Lögregla segir að Jón Gerald Sullenberger hafi játað við yfirheyrslur að hafa tekið þátt í að gera tilhæfulausa reikninga vegna bílakaupa Baugs-fjölskyldunnar. Lögregla ákvað samt að kæra Jón Gerald ekki en neitar að hafa gert við hann samning þess efnis. Aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ný gögn voru lögð fram strax við upphaf þeirra, það gerði Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og við það tafðist málið um tíu mínútur. Þá fyrst gátu vitnaleiðslur hafist. Fyrri hluta dags voru sakborningar yfirheyrðir, fyrstur Jón Ásgeir Jóhannesson, þá Tryggvi Jónsson, þar á eftir Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus og svo Kristín Jóhannesdóttir. Endurskoðendurnir tveir sem ákærðir eru í málinu voru yfirheyrðir þar á eftir. Yfirheyrslum yfir hinum ákærðu í Baugsmálinu er þar með lokið en á morgun ætlar ákæruvaldið að leiða fram sín vitni, þeirra á meðal Jón Gerald Sullenberger. Eins og menn muna kastaði Hæstiréttur út 32 af ákæruliðunum 40 í Baugsmálinu og því er aðeins réttað í átta ákæruliðum nú. Fjórir ákæruliðir snúast um ársreikninga, bókhald, kostnaðarreikninga og meint ólögleg lán Baugs til stjórnenda sinna en hinir fjórir um bílainnflutning Baugsfjölskyldunnar og meinta falsaða reikninga og tollasvik. Seinni partinn í dag mættu síðan fulltrúar yfirvalda, Jón H.B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, og Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, spurði hann ítrekað út í hvers vegna Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í málinu. Hann vitnaði í yfirheyrslur yfir Jóni sem játaði á sínum tíma að hafa falsað reikninga fyrir Baugsfeðga. Reikningarnir hafi verið efnislega rangir og tilhæfulausir. „Hvers vegna var Jón Gerald ekki ákærður?" endurtók lögmaðurinn í sífellu. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, sat því næst fyrir svörum. Lögmenn sakborninga gerðu harða hríð að Arnari og höfðu athugasemdir við vinnubrögð lögreglunnar í mörgum liðum. Þeir sögðu ekki stein standa yfir steini.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira