Ísland í 13. sæti yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum 28. febrúar 2006 12:30 MYND/GVA Íslendingar eru nokkrir eftirbátar hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að hlutfalli kvenna á þjóðþingum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaþingmannasambandinu sem birtar voru í gær. Ísland er í þrettánda sæti á listanum af 187 löndum en hér á landi eru konur akkúrat þriðjungur þingmanna. Hæst er hlutfallið í Rúanda þar sem tæp 49 prósent þingmanna eru konur en hin norrænu ríkin, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Danmörk raða sér í sæti tvö til fimm, Svíar með 45,3 prósenta hlutfall en hin ríkin á bilinu 37-38 prósent. Meðal annarra landa sem eru ofar en Ísland á listanum eru Kúba, Spánn, Kosta Ríka, Mósambík og Argentína. Í ellefu löndum á listanum er engin kona á þingi, þar á meðal í Sádi-Arabíu þar sem þingmenn eru 150. Þá leiðir listinn einnig í ljós að konur eru aðeins 16,4 prósent þingmanna þegar horft er til allra landanna og hefur hlutfallið aukist um 0,6 prósentustig milli ára. Þá eru aðeins 27 af 262 þingforsetum í heiminum konur. Og þrátt fyrir að hlutur kvenna á þingum hafi aukist í um þremur af hverjum fjórum þingkosningum í fyrra var aðeins fimmtungur þingmanna sem kosinn var í fyrra konur. Tölurnar eru birtar á sama tíma kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna hittist í fimmtugasta sinn þar sem rætt er um stöðu kvenna í stjórnmálum og aðgerðir til að auka þátttöku þeirra. Þá stendur Alþjóðaþingmannasambandið fyrir þingmannafundi á morgun undir heitinu Jafnrétti kynjanna - framlag þjóðþinga" og þann fund sitja Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, auk Ástu Möller og Jóhönnu Sigurðardóttur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Íslendingar eru nokkrir eftirbátar hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að hlutfalli kvenna á þjóðþingum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaþingmannasambandinu sem birtar voru í gær. Ísland er í þrettánda sæti á listanum af 187 löndum en hér á landi eru konur akkúrat þriðjungur þingmanna. Hæst er hlutfallið í Rúanda þar sem tæp 49 prósent þingmanna eru konur en hin norrænu ríkin, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Danmörk raða sér í sæti tvö til fimm, Svíar með 45,3 prósenta hlutfall en hin ríkin á bilinu 37-38 prósent. Meðal annarra landa sem eru ofar en Ísland á listanum eru Kúba, Spánn, Kosta Ríka, Mósambík og Argentína. Í ellefu löndum á listanum er engin kona á þingi, þar á meðal í Sádi-Arabíu þar sem þingmenn eru 150. Þá leiðir listinn einnig í ljós að konur eru aðeins 16,4 prósent þingmanna þegar horft er til allra landanna og hefur hlutfallið aukist um 0,6 prósentustig milli ára. Þá eru aðeins 27 af 262 þingforsetum í heiminum konur. Og þrátt fyrir að hlutur kvenna á þingum hafi aukist í um þremur af hverjum fjórum þingkosningum í fyrra var aðeins fimmtungur þingmanna sem kosinn var í fyrra konur. Tölurnar eru birtar á sama tíma kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna hittist í fimmtugasta sinn þar sem rætt er um stöðu kvenna í stjórnmálum og aðgerðir til að auka þátttöku þeirra. Þá stendur Alþjóðaþingmannasambandið fyrir þingmannafundi á morgun undir heitinu Jafnrétti kynjanna - framlag þjóðþinga" og þann fund sitja Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, auk Ástu Möller og Jóhönnu Sigurðardóttur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira