Tiltekt í vændum hjá Real 2. mars 2006 19:25 Ummæli Martin þykja benda til þess að tekið verði til í herbúðum Real Madrid á næstunni AFP Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Þessi skilaboð þykja bera vott um að hann hafi í hyggju að taka til í herbúðum liðsins í sumar, en stjörnum prýtt lið Real hefur alls ekki staðið undir væntingum í vetur. "Ég vil ekki vera með lið fullt af milljónamæringum í höndunum, heldur sækist ég eftir hóp leikmanna sem leggur allt að veði til að bregðast ekki stuðningsmönnum liðsins og eru tryggir stefnu félagsins 24 tíma sólarhrings," sagði Martin. "Ég er ekki maður sem hikar við að taka erfiðar ákvarðanir ef mér þykir ljóst að einhverjir leikmenn eru bara hérna til að hirða kaupið sitt, en þeir leikmenn sem gefa allt í vinnu sína munu hljóta óskipta náð og stuðning minn sem og annara." Martin segist þegar hafa sett saman nefnd manna sem mun kanna hvort kominn sé tími til að taka til í herbúðum liðsins og hefur látið í veðri vaka að þeir sem ekki standast rannsókn nefndarinnar og hafa ekki lagt sig alla fram undanfarið - verði einfaldlega látnir fara frá félaginu. Brasilíski framherjinn Ronaldo er einn þeirra sem hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir framlag sitt að undanförnu og þykir viðmót hans hafa slæm áhrif á liðsandann. Þessar yfirlýsingar forsetans koma eflaust til með að hafa jákvæð áhrif á stuðningsmenn liðsins, sem flestir eru búnir að fá upp í kok af slæmu gengi liðsins í vetur, sem kórónaðist með tapi liðsins gegn slöku liði Mallorca á dögunum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Þessi skilaboð þykja bera vott um að hann hafi í hyggju að taka til í herbúðum liðsins í sumar, en stjörnum prýtt lið Real hefur alls ekki staðið undir væntingum í vetur. "Ég vil ekki vera með lið fullt af milljónamæringum í höndunum, heldur sækist ég eftir hóp leikmanna sem leggur allt að veði til að bregðast ekki stuðningsmönnum liðsins og eru tryggir stefnu félagsins 24 tíma sólarhrings," sagði Martin. "Ég er ekki maður sem hikar við að taka erfiðar ákvarðanir ef mér þykir ljóst að einhverjir leikmenn eru bara hérna til að hirða kaupið sitt, en þeir leikmenn sem gefa allt í vinnu sína munu hljóta óskipta náð og stuðning minn sem og annara." Martin segist þegar hafa sett saman nefnd manna sem mun kanna hvort kominn sé tími til að taka til í herbúðum liðsins og hefur látið í veðri vaka að þeir sem ekki standast rannsókn nefndarinnar og hafa ekki lagt sig alla fram undanfarið - verði einfaldlega látnir fara frá félaginu. Brasilíski framherjinn Ronaldo er einn þeirra sem hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir framlag sitt að undanförnu og þykir viðmót hans hafa slæm áhrif á liðsandann. Þessar yfirlýsingar forsetans koma eflaust til með að hafa jákvæð áhrif á stuðningsmenn liðsins, sem flestir eru búnir að fá upp í kok af slæmu gengi liðsins í vetur, sem kórónaðist með tapi liðsins gegn slöku liði Mallorca á dögunum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira