Selja! Selja! Selja! 13. mars 2006 20:37 Þegar bankastjórar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra koma fram og segja að allt sé í himnalagi, þá bendir það auðvitað ekki til annars en að eitthvað sé í ólagi. Svona reyna þeir að sefa óróann á mörkuðum, en auka þess í stað á taugaveiklunina til muna. Litlu fjárfestarnir flýta sér í símann. Nú í febrúarlok var verðbréfamarkaðurinn íslenski búinn að taka út alla hækkun sem hafði verið spáð fyrir árið. Sérstaklega hafði verið passað upp á að sprengja upp verð í fyrirtækjum eins og FL-grúppunni, í von (jafnvel vissu) um að síðar kæmu einhverjir sem væru nógu vitlausir til að kaupa á hinu fáránlega gengi. Þetta er alþekkt í hlutabréfaviðskiptum og heitir meirafíflskenningin. Byggir á að alltaf sé til meira fífl en maður sjálfur til að kaupa draslið. En þegar maður heyrir bankastjórana, Halldór og Árna Matt reyna að lægja öldurnar dettur manni bara eitt í hug - SELJA! SELJA! SELJA! --- --- --- Hlutabréfamarkaðir eru miklu andlegri en margur heldur. Það er talað um ísköld viðskipti, en eiginlega hvergi hafa tilfinningarnar meira vægi en einmitt þar. Verðið ræðst að miklu leyti af líðan þeirra sem versla á þeim. Nú hrannast upp fréttir af því að íslenska efnahagsundrið sé bara eitthvert furðufyrirbæri sem enginn skilur, en alltaf segja Íslendingar það sama - þetta er vitleysa, þeir skilja þetta ekki, þetta er bara ótti og öfund, aðallega í Dönum eða Norðmönnum sem þola ekki velgengni okkar. Á maður þá fremur að trúa greiningardeildum bankanna hér heima? Ég man ekki betur en að ein þeirra hafi spáð um daginn að gengi krónunnar færi ekki að gefa eftir fyrr en um mitt ár 2007. Ég trúði þessu reyndar ekki betur en svo að ég hljóp út í banka og keypti evrur. Nú hefur gengið lækkað um 15 prósent á fáum dögum. --- --- --- Einn greiningardeildarmaðurinn segir í fréttunum í kvöld að viðskipti með hlutabréf séu langhlaup en ekki spretthlaup. Jamm, þannig hefur það einmitt verið á Íslandi. Þeir sem keyptu í Decode eru enn að hlaupa. En þegar ekki er nokkur von til að fyrirtækin geti staðið undir væntingum um ævintýralega arðsemi sem felast í hlutabréfaverðinu - hvers konar hlaup er það þá? Þetta hangir líka allt saman. Hvað gerist þegar verðið á húsnæði fer að lækka - eftir þá miklu lánaveislu sem hefur verið á þeim markaði? --- --- --- En ef þeir í viðskiptalífinu á Íslandi telja að sé svo lítið vit í því sem kemur frá útlendum greiningarfyrirtækjum, bönkum og fjölmiðlum - hví skyldi maður þá taka mark á greiningardeildunum hér þegar þær dengja látlaust yfir okkur orðaleppum eins og "leiðrétting", "þroskamerki", "aðlögun" - þegar margir eru farnir að hugsa "hrun"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun
Þegar bankastjórar, forsætisráðherra og fjármálaráðherra koma fram og segja að allt sé í himnalagi, þá bendir það auðvitað ekki til annars en að eitthvað sé í ólagi. Svona reyna þeir að sefa óróann á mörkuðum, en auka þess í stað á taugaveiklunina til muna. Litlu fjárfestarnir flýta sér í símann. Nú í febrúarlok var verðbréfamarkaðurinn íslenski búinn að taka út alla hækkun sem hafði verið spáð fyrir árið. Sérstaklega hafði verið passað upp á að sprengja upp verð í fyrirtækjum eins og FL-grúppunni, í von (jafnvel vissu) um að síðar kæmu einhverjir sem væru nógu vitlausir til að kaupa á hinu fáránlega gengi. Þetta er alþekkt í hlutabréfaviðskiptum og heitir meirafíflskenningin. Byggir á að alltaf sé til meira fífl en maður sjálfur til að kaupa draslið. En þegar maður heyrir bankastjórana, Halldór og Árna Matt reyna að lægja öldurnar dettur manni bara eitt í hug - SELJA! SELJA! SELJA! --- --- --- Hlutabréfamarkaðir eru miklu andlegri en margur heldur. Það er talað um ísköld viðskipti, en eiginlega hvergi hafa tilfinningarnar meira vægi en einmitt þar. Verðið ræðst að miklu leyti af líðan þeirra sem versla á þeim. Nú hrannast upp fréttir af því að íslenska efnahagsundrið sé bara eitthvert furðufyrirbæri sem enginn skilur, en alltaf segja Íslendingar það sama - þetta er vitleysa, þeir skilja þetta ekki, þetta er bara ótti og öfund, aðallega í Dönum eða Norðmönnum sem þola ekki velgengni okkar. Á maður þá fremur að trúa greiningardeildum bankanna hér heima? Ég man ekki betur en að ein þeirra hafi spáð um daginn að gengi krónunnar færi ekki að gefa eftir fyrr en um mitt ár 2007. Ég trúði þessu reyndar ekki betur en svo að ég hljóp út í banka og keypti evrur. Nú hefur gengið lækkað um 15 prósent á fáum dögum. --- --- --- Einn greiningardeildarmaðurinn segir í fréttunum í kvöld að viðskipti með hlutabréf séu langhlaup en ekki spretthlaup. Jamm, þannig hefur það einmitt verið á Íslandi. Þeir sem keyptu í Decode eru enn að hlaupa. En þegar ekki er nokkur von til að fyrirtækin geti staðið undir væntingum um ævintýralega arðsemi sem felast í hlutabréfaverðinu - hvers konar hlaup er það þá? Þetta hangir líka allt saman. Hvað gerist þegar verðið á húsnæði fer að lækka - eftir þá miklu lánaveislu sem hefur verið á þeim markaði? --- --- --- En ef þeir í viðskiptalífinu á Íslandi telja að sé svo lítið vit í því sem kemur frá útlendum greiningarfyrirtækjum, bönkum og fjölmiðlum - hví skyldi maður þá taka mark á greiningardeildunum hér þegar þær dengja látlaust yfir okkur orðaleppum eins og "leiðrétting", "þroskamerki", "aðlögun" - þegar margir eru farnir að hugsa "hrun"?