Málið fer til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg 4. apríl 2006 16:39 Gestur Jónsson. MYND/GVA Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira