Að rýna í telauf – Brynjólfsmessa – valdablokkir 9. apríl 2006 17:51 Nú er evran að komast 90 krónur. Í spám greiningardeilda bankanna frá því í lok síðasta árs stóð að krónan myndi varla veikjast fyrr en færi að líða að lokum stórframkvæmda árið 2007, þá var spáð að hún myndi lækka um 20-25 prósent. Nú er þessi lækkun orðin að veruleika, en hún gerist ári of snemma miðað vð það sem hinir spámannlega vöxnu greiningarmenn sögðu. Eða er kannski réttara að segja að gjaldmiðillinn hafi hrunið eða hrapað? Fer hann bráðum neðar? Glitnir spáir 20 prósenta hækkun á hlutabréfum. Getum við ekki alveg eins rýnt í telauf - innyfli fugla koma varla til greina vegna flensunnar. --- --- --- Jónína Ben var í Silfrinu hjá mér í dag með merkilega greiningu á valdablokkunum í samfélaginu, ítökum og eignarhaldi. Jónína hefur verið að rannsaka þetta í háskólanámi í hagfræði á Bifröst. Margir hafa tilhneigingu til að afskrifa Jónínu vegna tengsla við Baugsmálið. Það er ekki allskostar réttlátt því hún hefur margt og merkilegt fram að færa og hefur viðað að sér mikilli þekkingu. Ekki er síst ástæða til að gefa gaum spurningum sem hún setur fram um hvernig ofurvald bankanna er að skekkja samfélagsgerðina hér og svo líka um tengsl stjórnmálamanna við valdablokkirnar. --- --- --- Þegar ég er í ræktinni er oft kveikt á sjónvarpsstöðvum sem sýna tónlistarmyndbönd. Maður veltir fyrir sér hvort ekki væri einfaldara fyrir sumar söngkonurnar (ltil dæmis Beyonce Knowles) að syngja bara með rassinum? --- --- --- Flutningur Brynjólfsmessu eftir Gunnar Þórðarson var mikill tónlistarviðburður. Ég var viðstaddur tónleikana í Grafarvogskirkju. Þetta er ævintýralega skemmtilegt og fallegt tónverk, iðandi músíkalskt, og á vonandi á eftir að hljóma mörgum sinnum. Það er ekki oft að maður hefur heyrt jafn glaðlega messu. Kirkjan hlýtur að vilja halda þessari tónlistarperlu á lofti - og vonandi verður hún hljóðrituð líka. --- --- --- Svo ætla ég að benda þrjár merkilegar greinar. Sú fyrsta er eftir Simon Jenkins, birtist í Guardian og fjallar um skelfilegar afleiðingar módernismans í arkítektúr - og þá furðulegu staðreynd að mönnum skuli ekki enn hafa tekist að slíta sig frá þessum hryllingi Önnur greinin er eftir hinn stórmerkilega þjóðfélagsrýni Jóhannes Björn, höfund bókarinnar Falið vald. Jóhannes birtir annað veifið mjög djúpar pælingar á vef sínum vald.org - í þetta sinn er hann að fjalla um vogunarviðskipti svokölluð og hugsanlegt hrun á fjármálamörkuðum heimsins. Jóhannes telur að nú séum við að verða vitni að ennþá ótraustari sápukúlu en á árunum fyrir 2000. Sú þriðja er eftir Jón Magnússon, lögmann og tíðan gest í Silfri Egils, birtist á vef hans. Það eru tímabærar vangaveltur um verðlagningu símafyrirtækja. Málið er að símafyrirtæki eru ekki í samkeppni, heldur hafa samráð um að halda uppi verðinu. Þess vegna er ESB að láta til skarar skríða gegn okrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Nú er evran að komast 90 krónur. Í spám greiningardeilda bankanna frá því í lok síðasta árs stóð að krónan myndi varla veikjast fyrr en færi að líða að lokum stórframkvæmda árið 2007, þá var spáð að hún myndi lækka um 20-25 prósent. Nú er þessi lækkun orðin að veruleika, en hún gerist ári of snemma miðað vð það sem hinir spámannlega vöxnu greiningarmenn sögðu. Eða er kannski réttara að segja að gjaldmiðillinn hafi hrunið eða hrapað? Fer hann bráðum neðar? Glitnir spáir 20 prósenta hækkun á hlutabréfum. Getum við ekki alveg eins rýnt í telauf - innyfli fugla koma varla til greina vegna flensunnar. --- --- --- Jónína Ben var í Silfrinu hjá mér í dag með merkilega greiningu á valdablokkunum í samfélaginu, ítökum og eignarhaldi. Jónína hefur verið að rannsaka þetta í háskólanámi í hagfræði á Bifröst. Margir hafa tilhneigingu til að afskrifa Jónínu vegna tengsla við Baugsmálið. Það er ekki allskostar réttlátt því hún hefur margt og merkilegt fram að færa og hefur viðað að sér mikilli þekkingu. Ekki er síst ástæða til að gefa gaum spurningum sem hún setur fram um hvernig ofurvald bankanna er að skekkja samfélagsgerðina hér og svo líka um tengsl stjórnmálamanna við valdablokkirnar. --- --- --- Þegar ég er í ræktinni er oft kveikt á sjónvarpsstöðvum sem sýna tónlistarmyndbönd. Maður veltir fyrir sér hvort ekki væri einfaldara fyrir sumar söngkonurnar (ltil dæmis Beyonce Knowles) að syngja bara með rassinum? --- --- --- Flutningur Brynjólfsmessu eftir Gunnar Þórðarson var mikill tónlistarviðburður. Ég var viðstaddur tónleikana í Grafarvogskirkju. Þetta er ævintýralega skemmtilegt og fallegt tónverk, iðandi músíkalskt, og á vonandi á eftir að hljóma mörgum sinnum. Það er ekki oft að maður hefur heyrt jafn glaðlega messu. Kirkjan hlýtur að vilja halda þessari tónlistarperlu á lofti - og vonandi verður hún hljóðrituð líka. --- --- --- Svo ætla ég að benda þrjár merkilegar greinar. Sú fyrsta er eftir Simon Jenkins, birtist í Guardian og fjallar um skelfilegar afleiðingar módernismans í arkítektúr - og þá furðulegu staðreynd að mönnum skuli ekki enn hafa tekist að slíta sig frá þessum hryllingi Önnur greinin er eftir hinn stórmerkilega þjóðfélagsrýni Jóhannes Björn, höfund bókarinnar Falið vald. Jóhannes birtir annað veifið mjög djúpar pælingar á vef sínum vald.org - í þetta sinn er hann að fjalla um vogunarviðskipti svokölluð og hugsanlegt hrun á fjármálamörkuðum heimsins. Jóhannes telur að nú séum við að verða vitni að ennþá ótraustari sápukúlu en á árunum fyrir 2000. Sú þriðja er eftir Jón Magnússon, lögmann og tíðan gest í Silfri Egils, birtist á vef hans. Það eru tímabærar vangaveltur um verðlagningu símafyrirtækja. Málið er að símafyrirtæki eru ekki í samkeppni, heldur hafa samráð um að halda uppi verðinu. Þess vegna er ESB að láta til skarar skríða gegn okrinu.