Evróvisionokur, bílastæðismi, flugvöllur, fjöldasöngur 21. maí 2006 21:16 Símtalið í Evróvision kostaði 99.90 íslenskar krónur. Í Þýskalandi kostaði það 0.20 evrur - sirka 18 krónur íslenskar. Í Bretlandi kostaði það 25 pens - 35 íslenskar krónur. Í Noregi kostaði það 5 krónur - 50 kall íslenskan. Í Svíþjóð var verðið svipað, 5,20 sænskar - það er líka svona 50 krónur. Í Danmörku kostaði þetta 1 krónu plús "venjulegan taxta" eins og stóð á skerminum. Ég endurtek að símtalið kostaði 99.90 á Íslandi. Svona samanburð getur maður gert ef maður hefur margar útlendar sjónvarpsstöðvar. Verðið á Íslandi er tvöfalt til þrefalt hærra. Vandinn við okrið hér er að þetta er hugarfar. Mórallinn er - látum liðið blæða, það möglar hvort eð er aldrei. Ríkið gengur á undan með sínu fordæmi. Eru menn farnir að fatta að hér voru borgaðir 9 milljarðar króna í stimpilgjöld í fyrra!? --- --- --- Ég hef áður fjallað um fyrirbæri sem ég nefni bílastæðismann. Í því felst það hugarfar að ekki megi þrengja að einkabílnum án þess að það séu álitin svik - að Íslendingar séu í einhvers konar heilögu sambandi við bílinn sem megi ekki raska. Nú er ég aftur farinn að keyra bifreið eftir mörg ár og verð ekki var við að sé neitt vandamál að komast leiðar sinnar í Reykjavík - barasta alls ekki neitt. Eftir að gatnamótunum við Kringlumýrarbraut var breytt er alveg út í hött að gera þau mislæg - framtíðarlausn á umferðinni á þessu svæði hlýtur líka að felast í Öskjuhlíðargöngum og/eða Skerjabraut. Og þó maður fái ekki alls staðar bílastæði undireins þá er það nákvæmlega eins og í öðrum borgum sem ég hef komið til. Ekkert sérstakt vandamál. Það er ekki hægt að útvega öllum bílastæði ofanjarðar án þess að úr verði skipulagsslys. Nýja bisnesshverfið í Borgartúninu er dæmi um það. Bílastæði eru takmörkuð gæði og sjálfsagt að rukka fyrir þau, líka við skóla og vinnustaði. Þar sem ég bý í miðbænum þarf ég til dæmis að kaupa íbúakort til að fá ekki stöðumælasektir við heimili mitt. Á svæðinu er dálitið af ókeypis bílastæðum - ungmennin í MR sem eru upp til hópa komin á bíla slást um þau á morgnana. Fram eftir degi kemst enginn annar í stæðin. --- --- --- Með sama hætti á að rukka fyrir afnot af vegum. Þannig getum við byggt upp vegagerfið miklu hraðar og betur. Það er stóreinkennilegt að sé ekki fylgt fordæminu úr Hvalfjarðargöngunum - og frá Keflavíkurveginum áður ef einhver man eftir því. Þannig hafa til dæmis Faxaflóahafnir boðist til að leggja Sundabraut, en Sjóvá-Almennar eru tilbúnar að leggja nýjan Suðurlandsveg. Ennfremur má hugsa sér að nýr flugvöllur verði reistur í einkaframkvæmd, í tengslum við framkvæmdir í Vatnsmýri. Þá falla um sjálft sig þau pópúlísku rök Frjálslynda flokksins að val borgarbúa standi annað hvort um flugvöll eða heilsugæslu. Þetta er ekki svona einfalt. Ég man til dæmis ekki að svona rök hafi verið notuð á tíma Hvalfjarðarganganna. Þá sagði enginn - annað hvort göng eða sjúkrarúm. Og voru þó ýmsir á móti göngunum:"Til marks um þýlyndi Íslendinga má hafa, að engin samtök grípa til varna gegn Hvalfjarðargöngum. Fólk tuðar gegn göngunum í hornum sínum, en notar ekki samtakamátt til að koma í veg fyrir, að göngin verði að einni helstu martröð þjóðarbúsins á næstu árum." (Jónas Kristjánsson, forystugrein í DV 27. febrúar 1996.) --- --- --- Nú er ekki nema aldarfjórðungur þangað til ég verð sjötugur. Það er styttra þangað til ég verð lögformlegt gamalmenni en síðan ég var unglingur. Ég hef ekki gaman af því að syngja Fyrr var oft í koti kátt í hópi fólks og á ekki von á að það breytist. Ég þekki heldur enga fullorðna manneskju sem vill taka þátt í svonalöguðu. Mesta nýjung í kosningabaráttunni er að fara á staði þar sem býr gamalt fólk og láta það syngja fjöldasöng. Þetta er hrollvekjandi tilhugsun. Fólk verður ekki fífl bara af því það er gamalt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Símtalið í Evróvision kostaði 99.90 íslenskar krónur. Í Þýskalandi kostaði það 0.20 evrur - sirka 18 krónur íslenskar. Í Bretlandi kostaði það 25 pens - 35 íslenskar krónur. Í Noregi kostaði það 5 krónur - 50 kall íslenskan. Í Svíþjóð var verðið svipað, 5,20 sænskar - það er líka svona 50 krónur. Í Danmörku kostaði þetta 1 krónu plús "venjulegan taxta" eins og stóð á skerminum. Ég endurtek að símtalið kostaði 99.90 á Íslandi. Svona samanburð getur maður gert ef maður hefur margar útlendar sjónvarpsstöðvar. Verðið á Íslandi er tvöfalt til þrefalt hærra. Vandinn við okrið hér er að þetta er hugarfar. Mórallinn er - látum liðið blæða, það möglar hvort eð er aldrei. Ríkið gengur á undan með sínu fordæmi. Eru menn farnir að fatta að hér voru borgaðir 9 milljarðar króna í stimpilgjöld í fyrra!? --- --- --- Ég hef áður fjallað um fyrirbæri sem ég nefni bílastæðismann. Í því felst það hugarfar að ekki megi þrengja að einkabílnum án þess að það séu álitin svik - að Íslendingar séu í einhvers konar heilögu sambandi við bílinn sem megi ekki raska. Nú er ég aftur farinn að keyra bifreið eftir mörg ár og verð ekki var við að sé neitt vandamál að komast leiðar sinnar í Reykjavík - barasta alls ekki neitt. Eftir að gatnamótunum við Kringlumýrarbraut var breytt er alveg út í hött að gera þau mislæg - framtíðarlausn á umferðinni á þessu svæði hlýtur líka að felast í Öskjuhlíðargöngum og/eða Skerjabraut. Og þó maður fái ekki alls staðar bílastæði undireins þá er það nákvæmlega eins og í öðrum borgum sem ég hef komið til. Ekkert sérstakt vandamál. Það er ekki hægt að útvega öllum bílastæði ofanjarðar án þess að úr verði skipulagsslys. Nýja bisnesshverfið í Borgartúninu er dæmi um það. Bílastæði eru takmörkuð gæði og sjálfsagt að rukka fyrir þau, líka við skóla og vinnustaði. Þar sem ég bý í miðbænum þarf ég til dæmis að kaupa íbúakort til að fá ekki stöðumælasektir við heimili mitt. Á svæðinu er dálitið af ókeypis bílastæðum - ungmennin í MR sem eru upp til hópa komin á bíla slást um þau á morgnana. Fram eftir degi kemst enginn annar í stæðin. --- --- --- Með sama hætti á að rukka fyrir afnot af vegum. Þannig getum við byggt upp vegagerfið miklu hraðar og betur. Það er stóreinkennilegt að sé ekki fylgt fordæminu úr Hvalfjarðargöngunum - og frá Keflavíkurveginum áður ef einhver man eftir því. Þannig hafa til dæmis Faxaflóahafnir boðist til að leggja Sundabraut, en Sjóvá-Almennar eru tilbúnar að leggja nýjan Suðurlandsveg. Ennfremur má hugsa sér að nýr flugvöllur verði reistur í einkaframkvæmd, í tengslum við framkvæmdir í Vatnsmýri. Þá falla um sjálft sig þau pópúlísku rök Frjálslynda flokksins að val borgarbúa standi annað hvort um flugvöll eða heilsugæslu. Þetta er ekki svona einfalt. Ég man til dæmis ekki að svona rök hafi verið notuð á tíma Hvalfjarðarganganna. Þá sagði enginn - annað hvort göng eða sjúkrarúm. Og voru þó ýmsir á móti göngunum:"Til marks um þýlyndi Íslendinga má hafa, að engin samtök grípa til varna gegn Hvalfjarðargöngum. Fólk tuðar gegn göngunum í hornum sínum, en notar ekki samtakamátt til að koma í veg fyrir, að göngin verði að einni helstu martröð þjóðarbúsins á næstu árum." (Jónas Kristjánsson, forystugrein í DV 27. febrúar 1996.) --- --- --- Nú er ekki nema aldarfjórðungur þangað til ég verð sjötugur. Það er styttra þangað til ég verð lögformlegt gamalmenni en síðan ég var unglingur. Ég hef ekki gaman af því að syngja Fyrr var oft í koti kátt í hópi fólks og á ekki von á að það breytist. Ég þekki heldur enga fullorðna manneskju sem vill taka þátt í svonalöguðu. Mesta nýjung í kosningabaráttunni er að fara á staði þar sem býr gamalt fólk og láta það syngja fjöldasöng. Þetta er hrollvekjandi tilhugsun. Fólk verður ekki fífl bara af því það er gamalt.