Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna misvísandi 26. maí 2006 13:50 Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Þegar tæpur sólarhringur er þar til kjörstaðir opna klukkan tíu í fyrramálið ríkir fullkomin óvissa um úrslitin í Reykjavík ef horft er til þriggja nýrra kannanna. Í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS sem birt var í gær nær Sjálfstæðisflokkurinn naumum meirihluta með 47,2 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni, en þarf aðeins um eitt prósent atkvæða til viðbótar til að fella áttunda fulltrúa Sjálfstæðismanna. Í könnun NFS fengi Samfylkingin fjóra fulltrúa, Frjálslyndir einn og Vinstri gærnir tvo. Í könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun bætir Samfylkingin hins vegar við sig fulltrúa ´þa kostnað sjálfstæðismanna og Framsókn nær ekki inn manni. Fylgi Samfylkingarinnar er reyndar mest í könnun Fréttablaðsins eða um sex prósentustigum hærra en hjá NFS og í könnun Gallups frá því í gær. Í Gallup könnuninni nær Framsóknarflokkurinn inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö fulltrúa, Samfylkingin fjóra, VG tvo og Frjálslyndir einn. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins og Gallups yrði Sjálfstæðisflokkurinn að semja við einhvern hinna flokkanna til að mynda meirihluta eða þeir flokkar gætu sameinast um myndun meirihluta og Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram í minnihluta í borgarstjórn. Kosningarannsóknir sýna að stór hluti kjósenda ákveður sig á síðustu stundu og margir jafnvel ekki fyrr en á kjördag. Þannig að kosningabaráttan stendur allt til síðustu stundar. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fleiri fréttir Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Sjá meira
Kannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík eru misvísandi. Í tveimur af þremur þeim nýjustu nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki meirihluta í borginni og í þeirri þriðju er meirihluti flokksins mjög tæpur. Þegar tæpur sólarhringur er þar til kjörstaðir opna klukkan tíu í fyrramálið ríkir fullkomin óvissa um úrslitin í Reykjavík ef horft er til þriggja nýrra kannanna. Í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS sem birt var í gær nær Sjálfstæðisflokkurinn naumum meirihluta með 47,2 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni, en þarf aðeins um eitt prósent atkvæða til viðbótar til að fella áttunda fulltrúa Sjálfstæðismanna. Í könnun NFS fengi Samfylkingin fjóra fulltrúa, Frjálslyndir einn og Vinstri gærnir tvo. Í könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun bætir Samfylkingin hins vegar við sig fulltrúa ´þa kostnað sjálfstæðismanna og Framsókn nær ekki inn manni. Fylgi Samfylkingarinnar er reyndar mest í könnun Fréttablaðsins eða um sex prósentustigum hærra en hjá NFS og í könnun Gallups frá því í gær. Í Gallup könnuninni nær Framsóknarflokkurinn inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn fengi sjö fulltrúa, Samfylkingin fjóra, VG tvo og Frjálslyndir einn. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins og Gallups yrði Sjálfstæðisflokkurinn að semja við einhvern hinna flokkanna til að mynda meirihluta eða þeir flokkar gætu sameinast um myndun meirihluta og Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram í minnihluta í borgarstjórn. Kosningarannsóknir sýna að stór hluti kjósenda ákveður sig á síðustu stundu og margir jafnvel ekki fyrr en á kjördag. Þannig að kosningabaráttan stendur allt til síðustu stundar.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fleiri fréttir Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Sjá meira