Markaveisla af bestu gerð 30. maí 2006 22:22 Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi. Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum fyrir Val sem burstuðu arfadapurt lið Fylkis 10-0 í Árbænum. Margrét Lára skoraði fjögur mörk, og hreinlega lék sér að Fylkisvörninni en ekki má gleyma þætti Rakelar Logadóttur sem skoraði þrennu. Auk þess skoraði Guðný Björk Óðinsdóttir tvö mörk og Layfey Jóhannsdóttir eitt KR vann 5-4 sigur á Keflavík í ótrúlegum leik í Vesturbænum. Keflavíkurstúlkur komust í 3-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk og Danko Potovic eitt. Alicia Maxine Wilson og Hólmfríður Magnúsdóttir svöruðu fyrir KR áður en Katrín Ómarsdóttir kom þeim yfir með tveimur mörkum. Keflavíkurstúlkur náðu að jafna leikinn þegar Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði. Þórunn Helga Jónsdóttir skoraði aftur á móti lokamark leiksins , með glæsilegu skoti af 25 metra færi og tryggði KR stigin þrjú, í dramatískum leik þar sem KR-ingurinn Emma Wright fékk meðal annars rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Vanja Stefanovic skoraði þrennu fyrir Blikastúlkur sem rúlluðu yfir stöllur sínar í FH, 8-0 í Kópavoginum. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Sandra Sif Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu allar eitt mark. Þá vann Stjarnan 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom Stjörnustúlkum yfir á 23. mínútu og Björk Gunnarsdóttir tvöfaldaði markatölu þeirra á þeirri 59. Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, níu stig, og í þriðja sæti sitja Stjörnustúlkur með sex stig. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
Það var nóg af mörkum skorað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Ótrúlegt en satt litu alls 29 mörk dagsins ljós í fjórum leikjum, og segir það meira en mörg orð um kvennaboltann hér á Íslandi. Margrét Lára Viðarsdóttir var á skotskónum fyrir Val sem burstuðu arfadapurt lið Fylkis 10-0 í Árbænum. Margrét Lára skoraði fjögur mörk, og hreinlega lék sér að Fylkisvörninni en ekki má gleyma þætti Rakelar Logadóttur sem skoraði þrennu. Auk þess skoraði Guðný Björk Óðinsdóttir tvö mörk og Layfey Jóhannsdóttir eitt KR vann 5-4 sigur á Keflavík í ótrúlegum leik í Vesturbænum. Keflavíkurstúlkur komust í 3-0 eftir aðeins fimmtán mínútna leik þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö mörk og Danko Potovic eitt. Alicia Maxine Wilson og Hólmfríður Magnúsdóttir svöruðu fyrir KR áður en Katrín Ómarsdóttir kom þeim yfir með tveimur mörkum. Keflavíkurstúlkur náðu að jafna leikinn þegar Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði. Þórunn Helga Jónsdóttir skoraði aftur á móti lokamark leiksins , með glæsilegu skoti af 25 metra færi og tryggði KR stigin þrjú, í dramatískum leik þar sem KR-ingurinn Emma Wright fékk meðal annars rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Vanja Stefanovic skoraði þrennu fyrir Blikastúlkur sem rúlluðu yfir stöllur sínar í FH, 8-0 í Kópavoginum. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika en Sandra Sif Magnúsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Björnsdóttir skoruðu allar eitt mark. Þá vann Stjarnan 2-0 sigur á Þór/KA á Akureyri. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom Stjörnustúlkum yfir á 23. mínútu og Björk Gunnarsdóttir tvöfaldaði markatölu þeirra á þeirri 59. Breiðablik og Valur eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir, níu stig, og í þriðja sæti sitja Stjörnustúlkur með sex stig.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira