Framsókn í Reykjavík klofin 7. júní 2006 18:54 Framsóknarfélög í norðurkjördæmi Reykjavíkur þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir að víkja til að efla frið innan flokksins og hvetja um leið Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til að axla ábyrgð með sama hætti og víkja. Framsóknarmenn í borginni eru klofnir í afstöðu sinni: Framsóknarfélögin í Reykjavík suður taka ekki undir þessa kröfu. Félög framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur Norður og Suður dansa engan vegin eftir sama lagi. Í norðurkjördæminu - kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar - hafa þrjú félög sent frá sér yfirlýsingu þar sem lesa má að það séu fráleitt persónulegar ástæður sem liggi til grundvallar því að Halldór fari úr formannsstóli. Þar má lesa að ófriður innan flokksins sé ástæðan. Félögin hvetja þannig Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til þess að axla ábyrgð með sama hætti. Það verði að velja nýja forystusveit sem ekki sé ....bundin í klafa áralangrar togstreitu,..eins og segir í yfirlýsingunni. Hún er frá stjórn kjördæmissambandsins, stórn framsóknarmanna og stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Þegar farið er yfir landamærin í raðir framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður - kjördæmi Jónínu Bjartmars - er komið annað hljóð í strokkinn. Þar hafa ungir framsóknarmenn hvatt forystuna til að sitja til hausts. "Við sjáum enga ástæðu til að hvetja aðra til að hætta", segir Matthías Imsland formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík Suður. Sævar Sigurgeirsson, formaður Stjórnar Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður segist aðspurður ekki taka undir kröfu systurfélgasins fyrir norðan Miklubrautina um að Guðni og Siv hætti líka. Það gerir heldur ekki Ingólfur Sveinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður. Ingólfur segir ályktun norðurmanna beri keim af því að kosningabarátta sé framundan til forystusveitarinnar. Afsögn Halldórs Ásgrímssonar Fréttir Innlent Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Framsóknarfélög í norðurkjördæmi Reykjavíkur þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir að víkja til að efla frið innan flokksins og hvetja um leið Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til að axla ábyrgð með sama hætti og víkja. Framsóknarmenn í borginni eru klofnir í afstöðu sinni: Framsóknarfélögin í Reykjavík suður taka ekki undir þessa kröfu. Félög framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur Norður og Suður dansa engan vegin eftir sama lagi. Í norðurkjördæminu - kjördæmi Halldórs Ásgrímssonar - hafa þrjú félög sent frá sér yfirlýsingu þar sem lesa má að það séu fráleitt persónulegar ástæður sem liggi til grundvallar því að Halldór fari úr formannsstóli. Þar má lesa að ófriður innan flokksins sé ástæðan. Félögin hvetja þannig Guðna Ágústsson og Siv Friðleifsdóttur til þess að axla ábyrgð með sama hætti. Það verði að velja nýja forystusveit sem ekki sé ....bundin í klafa áralangrar togstreitu,..eins og segir í yfirlýsingunni. Hún er frá stjórn kjördæmissambandsins, stórn framsóknarmanna og stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Þegar farið er yfir landamærin í raðir framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður - kjördæmi Jónínu Bjartmars - er komið annað hljóð í strokkinn. Þar hafa ungir framsóknarmenn hvatt forystuna til að sitja til hausts. "Við sjáum enga ástæðu til að hvetja aðra til að hætta", segir Matthías Imsland formaður ungra framsóknarmanna í Reykjavík Suður. Sævar Sigurgeirsson, formaður Stjórnar Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður segist aðspurður ekki taka undir kröfu systurfélgasins fyrir norðan Miklubrautina um að Guðni og Siv hætti líka. Það gerir heldur ekki Ingólfur Sveinsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur suður. Ingólfur segir ályktun norðurmanna beri keim af því að kosningabarátta sé framundan til forystusveitarinnar.
Afsögn Halldórs Ásgrímssonar Fréttir Innlent Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira