Forsendur fyrir áframhaldandi viðræðum ekki fyrir hendi nú 21. júní 2006 12:00 Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Forsetar Alþýðusambands Íslands funduðu í gær með ráðherrum í ríkisstjórinni eftir að ASÍ og Samtök atvinnulífsins komust að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum og um tillögur til að styrkja vinnumarkaðinn. Með þeim er ætlunin að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga um næstu áramót og reyna að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. ASÍ hefur í tengslum við samningana gert kröfur um að stjórnvöld endurskoði barnabóta- og vaxtabótakerfið og leggi meira fé til starfsmenntamála. Þá vill ASÍ að breytingar verði á eftirlaunakjörum æðstu embættismanna og jafnframt lægra skattþrep fyrir þá sem lægst hafa launin. Ekki hefur verið vikið frá þeim kröfum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir stjórnvöld hafa nefnt aðrar aðgerðir sem þau segi ná sömu markmiðum og þá með því að hækka skattleysismörk. Þar séu tvö vandamál uppi að mati ASÍ. Í fyrsta lagi hafi þessar aðgerðir ekki sömu áhrif og í annað stað sé alveg ljóst að ákvarðanir um skattleysismörk séu teknar árlega og menn hafi horft á það síðustu árin hvernig skattleysismörk hafi verið að lækka að raungildi og ekkert sé í spiliunum sem segi að jafnvel þótt eitthvað verði spýtt inn í þau núna, að þau muni ekki lækka að raungildi í staðinn eftir ár. Halldór segir boltann hjá ríkisstjórninni. Beðið sé eftir því að frá henni komi útspil sem gefi tilefni til að ætla að það séu forsendur til að halda viðræðunum áfram. Svo sé ekki eins og staðan sé núna. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Forsendur fyrir því að halda viðræðum áfram við stjórnvöld í tengslum við endurskoðun kjarasamninga er ekki fyrir hendi eins og staðan er nú, segir aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Hann segir boltann hjá ríkisstjórninni og viðbrögð hennar við kröfum ASÍ ráði úrslitum í viðræðunum. Forsetar Alþýðusambands Íslands funduðu í gær með ráðherrum í ríkisstjórinni eftir að ASÍ og Samtök atvinnulífsins komust að samkomulagi um breytingar á kjarasamningum og um tillögur til að styrkja vinnumarkaðinn. Með þeim er ætlunin að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga um næstu áramót og reyna að koma á stöðugleika í efnahagslífinu. ASÍ hefur í tengslum við samningana gert kröfur um að stjórnvöld endurskoði barnabóta- og vaxtabótakerfið og leggi meira fé til starfsmenntamála. Þá vill ASÍ að breytingar verði á eftirlaunakjörum æðstu embættismanna og jafnframt lægra skattþrep fyrir þá sem lægst hafa launin. Ekki hefur verið vikið frá þeim kröfum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir stjórnvöld hafa nefnt aðrar aðgerðir sem þau segi ná sömu markmiðum og þá með því að hækka skattleysismörk. Þar séu tvö vandamál uppi að mati ASÍ. Í fyrsta lagi hafi þessar aðgerðir ekki sömu áhrif og í annað stað sé alveg ljóst að ákvarðanir um skattleysismörk séu teknar árlega og menn hafi horft á það síðustu árin hvernig skattleysismörk hafi verið að lækka að raungildi og ekkert sé í spiliunum sem segi að jafnvel þótt eitthvað verði spýtt inn í þau núna, að þau muni ekki lækka að raungildi í staðinn eftir ár. Halldór segir boltann hjá ríkisstjórninni. Beðið sé eftir því að frá henni komi útspil sem gefi tilefni til að ætla að það séu forsendur til að halda viðræðunum áfram. Svo sé ekki eins og staðan sé núna.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira