Bush vill loka Guantanamo-fangelsinu 21. júní 2006 18:45 George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Austurríkismenn fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandið um þessar mundir og því sótti George Bush Bandaríkjaforseti leiðtoga landsins heim í morgun og settist með þeim á rökstóla. Fyrirfram var búist við að málefni Guantanamo-fangelsisins illræmda í Kúbu yrðu ofarlega á baugu enda hafa Evrópumenn ítrekað skorað á Bandaríkjamenn að loka því. Bandaríkjamenn hafa ekki ljáð máls á því í neinni alvöru, fyrr en nú, því Bush lýsti því yfir að hann vildi láta loka fangelsinu sem fyrst. 460 föngum er nú haldið í Guantanamo-búðunum, flestum án ákæru, en 200 hefur verið sleppt. Bush hefur raunar áður sagst vilja helst loka fangelsinu en orð hans í dag eru sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að í fyrsta sinn víkur hann að því hvernig útfæra megi lokunina. Að hans mati á að flytja þorra fanganna aftur til heimalanda sinna, en þó ekki alla, því sumir fanganna eru "kaldrifjaðir morðingjar" og yfir þeim á að rétta í bandarískum dómstólum. Ýmis önnur mál voru einnig til umræðu á fundinum í Vín. Skorað var á Írana að svara tilboði Vesturveldanna um kjarnorkumál sem fyrst og eins voru Norður-Kóreumenn varaðir við að gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Þá var ákveðið að berjast innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir því að bæta aðgang fátækari þjóða að mörkuðum. Á meðan öllu þessu stóð voru mótmælagöngur haldnar í borginni. Nokkur hundruð námsmenn hrópuðu ókvæðisorð að Bush og brenndu bandaríska fánann en allt fór þó friðsamlega fram. Erlent Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti vill láta loka fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins í Vín í dag sagði hann að sumir fanganna yrðu sendir aftur til síns heima en réttað yrði yfir öðrum í Bandaríkjunum. Austurríkismenn fara með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandið um þessar mundir og því sótti George Bush Bandaríkjaforseti leiðtoga landsins heim í morgun og settist með þeim á rökstóla. Fyrirfram var búist við að málefni Guantanamo-fangelsisins illræmda í Kúbu yrðu ofarlega á baugu enda hafa Evrópumenn ítrekað skorað á Bandaríkjamenn að loka því. Bandaríkjamenn hafa ekki ljáð máls á því í neinni alvöru, fyrr en nú, því Bush lýsti því yfir að hann vildi láta loka fangelsinu sem fyrst. 460 föngum er nú haldið í Guantanamo-búðunum, flestum án ákæru, en 200 hefur verið sleppt. Bush hefur raunar áður sagst vilja helst loka fangelsinu en orð hans í dag eru sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að í fyrsta sinn víkur hann að því hvernig útfæra megi lokunina. Að hans mati á að flytja þorra fanganna aftur til heimalanda sinna, en þó ekki alla, því sumir fanganna eru "kaldrifjaðir morðingjar" og yfir þeim á að rétta í bandarískum dómstólum. Ýmis önnur mál voru einnig til umræðu á fundinum í Vín. Skorað var á Írana að svara tilboði Vesturveldanna um kjarnorkumál sem fyrst og eins voru Norður-Kóreumenn varaðir við að gera tilraunir með langdrægar eldflaugar. Þá var ákveðið að berjast innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar fyrir því að bæta aðgang fátækari þjóða að mörkuðum. Á meðan öllu þessu stóð voru mótmælagöngur haldnar í borginni. Nokkur hundruð námsmenn hrópuðu ókvæðisorð að Bush og brenndu bandaríska fánann en allt fór þó friðsamlega fram.
Erlent Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira