Öryggisráðið kallar ekki til vopnahlés í Líbanon 16. júlí 2006 13:15 Slökkviliðsmenn reyna að slökkva eld í orkuveri í Jiyeh, úthverfi Beirút MYND/AP Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú banað yfir hundrað manns á fimm dögum, en langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Talsmaður Líbana hjá Sameinuðu þjóðunum sagði þetta mjög slæm skilaboð, ekki bara til Líbana, heldur til allra Araba. Ísraelar gera nú loftárásir á Beirút og sprengdu meðal annars raforkuver í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu í morgun eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Skammdrægar eldflaugar frá Líbanon sprengdu í morgun ísraelsku hafnarborgina Haifa og féllu þar að minnsta kosti níu manns. Hezbollah skæruliðasamtökin hafa lýst sprengingunni á hendur sér og sagt hana í hefndarskyni fyrir alla þá líbönsku borgara sem fallið hafa. George Bush ver aðgerðir Ísraela á fundi helstu iðnríkja heims sem fram fer í Sankti Pétursborg þessa dagana og segir þá vera í fullum rétti að verja sig gegn hryðjuverkaárásum. Jaques Chirac, forseti Frakklands, er hins vegar á öndverðum meiði og dregur taum Líbanons, líkt og Pútín forseti Rússlands. Ekki er því talið víst að leiðtogarnir nái að komast að samkomulagi um hvað gera beri í ástandinu sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Ekki náðist samkomulag í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um að kalla til vopnahlés milli Ísraela og Hezbollah, eins og forsætisráðherra Líbanons bað um í gær. Líbanskir diplómatar kenna Bandaríkjamönnum um að hafa stöðvað tillöguna í ráðinu. Forsætisráðherra Líbanons kallaði í gær eftir vopnahléi í Líbanon sem framfylgt væri af Sameinuðu þjóðunum, en loftárásir Ísraela hafa nú banað yfir hundrað manns á fimm dögum, en langflestir þeirra voru óbreyttir borgarar. Talsmaður Líbana hjá Sameinuðu þjóðunum sagði þetta mjög slæm skilaboð, ekki bara til Líbana, heldur til allra Araba. Ísraelar gera nú loftárásir á Beirút og sprengdu meðal annars raforkuver í morgun, auk þess sem líbönsk sjónvarpsstöð datt úr loftinu í morgun eftir að sprengja féll á höfuðstöðvar hennar. Skammdrægar eldflaugar frá Líbanon sprengdu í morgun ísraelsku hafnarborgina Haifa og féllu þar að minnsta kosti níu manns. Hezbollah skæruliðasamtökin hafa lýst sprengingunni á hendur sér og sagt hana í hefndarskyni fyrir alla þá líbönsku borgara sem fallið hafa. George Bush ver aðgerðir Ísraela á fundi helstu iðnríkja heims sem fram fer í Sankti Pétursborg þessa dagana og segir þá vera í fullum rétti að verja sig gegn hryðjuverkaárásum. Jaques Chirac, forseti Frakklands, er hins vegar á öndverðum meiði og dregur taum Líbanons, líkt og Pútín forseti Rússlands. Ekki er því talið víst að leiðtogarnir nái að komast að samkomulagi um hvað gera beri í ástandinu sem nú ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs.
Erlent Fréttir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira