Kjósa í fyrsta sinn 27. júlí 2006 19:11 25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð. Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
25 milljónir íbúa Austur-Kongó fá nú um helgina að kjósa sér forseta í fyrsta sinn. Fyrir fáeinum árum geisaði styrjöld í landinu sem kostaði tæpar fjórar milljónir mannslífa. Það er enginn hægðaleikur að skipuleggja kosningar í Austur-Kongó. Landið er afar víðfeðmt, jafn stórt og öll Vestur-Evrópa, og stór hluti þess er þakinn þéttum frumskógi. 25 milljónir landsmanna eru komnir á kjörskrá og geta þeir greitt atkvæði á 53.000 kjörstöðum víða um land. 33 eru í kjöri í forsetakosningunum en flestir reikna með öruggum sigri Josep Kabila, sitjandi forseta. Hann hefur fjölmiðla landsins í hendi sér en auk þess ætlar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn að sniðganga kosningarnar. Engu að síður eru Austur-Kongómenn fullir eftirvæningar enda er þetta í fyrsta sinn í 46 ára sögu landsins sem þeir fá að kjósa. Ónefndur kjósandi sagðist hafa beðið í 36 ár eftir að kjósa. Þetta væru gleðistundir. Fjögur ár eru liðin frá því að blóðugasta stríði jarðar frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari lauk á þessum slóðum. Orsök þess á sér flóknar skýringar en segja má að þegar byltinarflokkur Laurent Kabila steypti einræðisherranum Mobuto árið 1997 hafi óöldin hafist. Níu önnur Afríkuríki blönduðust í átökin sem meðal annars snerust um yfirráð yfir demantanámum og timburvinnsluhéruðum í austurhluta landsins, en einnig gerðu stjórnvöld í Úganda og Rúanda sitt til að kynda undir þau til að styrkja tökin á völdum sínum heima fyrir. Því hafa margir, með talsverðum rétti, kallað þetta stríð afrísku heimsstyrjöldina. 3,8 milljónir landsmanna létu lífið í tengslum við hana, flestir úr sjúkdómum og hungri, og annar eins fjöldi fór á vergang. Gríðarleg illvirki voru fylgifiskur stríðsins, til dæmis var tugþúsundum kvenna nauðgað á skipulegan hátt, barnungar stúlkur voru hnepptar í kynlífsánauð og drengir neyddir í hernað. Kabila var drepinn 2001 og þá tók sonur hans Josep við og þá tók ástandið að batna ofurlítið. Efnahagur landsins er þó enn í molum og ekkert útlit er fyrir að 17 þúsund manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna haldi á braut. Kosningarnar um helgina eru vonandi skref í rétta átt fyrir stríðshrjáðu þjóð.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira