Þrjár leitað hjálpar eftir nauðgun 6. ágúst 2006 18:24 Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu.Tvær stúlknanna leituðu til Afls í gær en sú þriðja í morgun. Hjá Afli fengu stúlkurnar aðhlynningu og ráðgjöf auk þess sem þeim var fylgt eftir á sjúkrahús og boðin gisting. Ein stúlknanna ákvað að kæra nauðgunina í dag en hinar höfðu ekki gert það síðast þegar fréttist.Sæunn Guðmundsdóttir hjá Afli segir að reynslan af síðustu árum sé sú að nóttin sem nú rennur upp sé alla jafna versta nótt Verslunarmannahelgarinnar. Því hafi þeim hjá Afli brugðið að þegar væru þrjár nauðganir komnar inn á þeirra borð fyrir þessa nótt. Rétt er að geta að fórnarlömb nauðgunar geta leitað sér aðstoðar hjá Afli í Rauðakrosshúsinu á Þingvallastræti 32.Mikið hefur verið um slagsmál á Akureyri um helgina en að sögn lögreglu er lítið um að fólk kæri líkamsárásir. Sú alvarlegasta átti sér stað á tjaldsvæði á Þróttarsvæðinu þar sem maður var höfuðkúpubrotinn líkt og við sögðum frá í fréttum okkar í gærkvöld.Læknir á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagðist í samtali við NFS ekki muna aðra eins nótt og síðustu nótt. Þá leituðu 26 manns á bráðamóttökuna, flestir með áverka sem þeir hlutu í slagsmálum. Þetta er tvöfalt meiri fjöldi en aðfaranótt sunnudags síðustu verslunarmannahelgi.Lögregla hefur þurft að hafa mikil afskipti af fólki vegna fíkniefna. Alls hafa um fimmtíu mál komið til kasta lögreglunnar, flest af fólki sem hafði efni til einkanota. Þrjú mál hafa hins vegar komið upp sem tengjast fíkniefnasölum. Þá hefur lögregla stöðvað um tuttugu manns við ölvunarakstur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Þrjár stúlkur hafa leitað til Afls, systursamtaka Stígamóta, eftir að hafa verið nauðgað á Akureyri um helgina. Þá leituðu tugir manna á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins og segist vakthafandi læknir ekki muna aðra eins nótt og þá síðustu.Tvær stúlknanna leituðu til Afls í gær en sú þriðja í morgun. Hjá Afli fengu stúlkurnar aðhlynningu og ráðgjöf auk þess sem þeim var fylgt eftir á sjúkrahús og boðin gisting. Ein stúlknanna ákvað að kæra nauðgunina í dag en hinar höfðu ekki gert það síðast þegar fréttist.Sæunn Guðmundsdóttir hjá Afli segir að reynslan af síðustu árum sé sú að nóttin sem nú rennur upp sé alla jafna versta nótt Verslunarmannahelgarinnar. Því hafi þeim hjá Afli brugðið að þegar væru þrjár nauðganir komnar inn á þeirra borð fyrir þessa nótt. Rétt er að geta að fórnarlömb nauðgunar geta leitað sér aðstoðar hjá Afli í Rauðakrosshúsinu á Þingvallastræti 32.Mikið hefur verið um slagsmál á Akureyri um helgina en að sögn lögreglu er lítið um að fólk kæri líkamsárásir. Sú alvarlegasta átti sér stað á tjaldsvæði á Þróttarsvæðinu þar sem maður var höfuðkúpubrotinn líkt og við sögðum frá í fréttum okkar í gærkvöld.Læknir á bráðamóttöku Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagðist í samtali við NFS ekki muna aðra eins nótt og síðustu nótt. Þá leituðu 26 manns á bráðamóttökuna, flestir með áverka sem þeir hlutu í slagsmálum. Þetta er tvöfalt meiri fjöldi en aðfaranótt sunnudags síðustu verslunarmannahelgi.Lögregla hefur þurft að hafa mikil afskipti af fólki vegna fíkniefna. Alls hafa um fimmtíu mál komið til kasta lögreglunnar, flest af fólki sem hafði efni til einkanota. Þrjú mál hafa hins vegar komið upp sem tengjast fíkniefnasölum. Þá hefur lögregla stöðvað um tuttugu manns við ölvunarakstur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira